Leita í fréttum mbl.is

Áttu fisk? - áttu vatn? - áttu land?

Framsóknarmenn settu það á kosningastefnuskrá sína fyirr fjórum árum að setja ætti í stjórnarskrá að fiskimiðin ættu að vera þjóðareigu. (nú hljóðar 1.gr laga um fiskveiðar upp á það) 

Nú lítur út fyrir að þeim takist það ekki, enda líklega lítill áhugi fyrir því í reynd, ef draga má ályktanir af frumvarpsflutningi þeirra og samþykkta á þingi um að vatn vors lands skuli í einkaeigu.

Og nú les maður á  textavarpinu að þjóðlendurnar  (sem búið er að ná af mörgum bændum með harðvítugum málferlum og aðförum) skuli fara undir Landsvirkjun sem síðar er ætlunin að selja hæstbjóðanda eða aðlabjóðanda. Þá verða þær ekki lengur þjóðlendur.  Trúði því einhver í alvörunni að það stæði til?

Nú er búið að selja/gefa bankana, símann og margt margt fleira, er við áttum sem þjóð og samfélag. Auðlindir landsins eru að hverfa úr höndum þjóðarinnar fyrir verk Sjálfstæðisframsóknarflokks. Hið heilaga takmark frjálshyggjunnar er auðvitað líka að selja sjúkrahúsin og skólana. Kannske tekst Sjálfstæðisflokknum það með hjálp Framsóknar á næsta kjörtímabili ef þeir fá.

Eitt af þvi sem einkennir kúgunarríki er að auðlindir þess eru í fárra höndum og menntun mjög dýr.

 Látum ekki Sjálfstæðisframsóknarflokkinn slátara síðustu búkollunni -- látum þau syngja er vorar:

 "Ég fer í fríið - ég fer í fríið"

Samfylkingin berst fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum allra -- ekki bara sumra vina og vandamanna.

Stöndum þétt saman. 

X-S (Success)

Kalli Matt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband