Leita í fréttum mbl.is

Verðkrónan nýja.

Upp er komin hugmynd - að gefa krónunni okkar nýtt nafn látum hana heita verðkrónu.  

Við megum ekki sleppa henni því þá þarf að auka agann í hagstjórninni og hagfræðingarnir þurfa að taka sig á. (Það myndi ekki nægja þeim að skipta um nafn).

Hin verðtryggða króna er órjúfanlegur múr, sá sem er svo vitlaus að taka verðryggt lán sleppur ekki úr gildrunni.

Maturinn hækkar, olían hækkar, klósettpappírinn hækkar, fötin hækka og þar af leiðandi hækkar lánið sem vitleysingurinn tók.

Íslenska krónan er rándýr, sem étur heimilin þessa dagana hvert af öðru og þeir sem eru í skilanefndum heimilanna fá lægri og lægri laun. 

Nei, sleppum ekki krónunni höfum sjáfstýringuna á þó við munum ekki hvert við ætluðum að stefna þegar gamla góða  krónan var tekin upp.

Stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

19 apríl 2010 bloggaði ég um sömu hugmynd. Hér fer sá hluti bloggsins sem fjallar um gjaldmiðilsskipti;

....Jú í framhaldi er nauðsynlegt að skipta um gjaldmiðil. Það þarf í sjálfu sér ekki að taka upp evru eða dollar. Það væri hægt að kalla nýja gjaldmiðilinn til dæmis skeljar eða undirskálar, eða hvað sem er.

Þessi gjaldmiðill væru svo bundinn evrunni, þannig að ein skel eða hvað hann heyrir jafngilti einni evru.

Peningaskiptin færu svo þannig fram að fyrir 180 krónur fengist ein skel. Gildir að upphæð 5 milljónir. Fyrir upphæðir frá 5.000.001 til 10 milljónir fengist ein skel fyrir hverjar 200 krónur. Fyrir 10.000.001 til 50 milljónir fengist ein skel fyrir hverjar 500 krónur. Umfram 50 milljónir fengjust ein skel  fyrir hverjar 10.000 krónur.

Með þessum hætti gæti maður hugsað sér að misilla fengið fé kæmi í ljós eða hyrfi fyrir fullt og allt.

Þegar þetta hefur verið gert er verðbólgan núll. Því ættu vextir að vera hærri hér en í viðmiðunarlöndunum ? svar Vextir eiga bara ekki að vera hærri. Skelin verði bundinn evru og viðskipti í verslunum hér á landi væru jafngild hvort greitt væri í skeljum eða evrum. Skeljarnar myndu hverfa á skömmum tíma og evran vera raunverulegur gjalsmiðill hér eins og víða í evrópu án þess að evran væri formlega tekin upp.

Ragnar L Benediktsson, 14.3.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Takk fyrir athugasemdina Ragnar, margir hugsa svipað á svipuðum tíma.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 15.3.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband