Leita í fréttum mbl.is

Alkóhól veldur mikill ógæfu.

Ef aðgengi að alkóhóli verður aukið mun neysla þess aukast. Heilbrigðisfólk í Danmörku, Bretlandi og víðar og víðar vill skera niður aðgengið að þessu hættulega efni vegna þeirrar ógæfu, ofbeldis, kostnaðar og sorgar sem það veldur. Þegar við fögnum 100 ára kosningarétti kvenna ættum við að minnast þess að konur börðust gegn alkóhólneyslu vegna þess ofbeldis, heilsutjóns og fátækar sem hún olli. Frumherjar verkalýðsbaráttu á Íslandi börðust líka gegn áfengisneyslu en núna virðist mér að þetta sé hjá sumum orðið það sem bjargar okkur.
Afnám áfengishaftanna verður mörgum mun dýrara en afnám gjaldeyrishaftanna.  Svo mikið mál er þetta á minni sál að ég segi bara með einlægni. Guð blessi Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ég er algerlega á móti þessu, og finnst þetta hin mesta vitleysa. Ég hef séð mörg sorgleg dæmi mikillar áfengisneyslu. Það versta er við þetta frumvarp þarna er, að það skuli vera lögreglumaður, sem flytur það, maður, sem ég hefði nú haldið, að hefði séð mörg hörmuleg tilvik of mikillar áfengisneyslu. Mér finnst það eiginlega honum til hinnar mestu skammar að koma fram með þetta. Þingheimur veit ekki mikið, hvað hann gerir, ef hann samþykkir þetta, þegar hefur sýnt sig að mjög margir, bæði félagasamtök og aðrir eru eindregið á móti þessu. Ég spyr líka, hvort Ólafur Ragnar muni vilja skrifa undir þetta, þar sem hann hefur til þessa verið mikill bindindismaður. Ég á erfitt með að trúa því, að hann sé samþykkur þessu. Hann hefur þá breyst mikið á þeim rúmu sjötíu árum, sem hann hefur lifað, segi ég. Þetta er forsmán hreint út sagt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 13:12

2 identicon

Peningagræðgi er sterkt afl

og stókaupmennirnir sjá fram á verulegan gróða að selja sinn bjór og sitt vín í sinni verslun

allt þó í þágu neytenda að þeirra sögn

enda stórkaupmenn þjónar neytenda

en ekki mammons að þeirra sögn

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband