Leita í fréttum mbl.is

"Sigurganga einkavæðingarinnar" Nýr Alþýðubanki og ljósið í myrkrinu.

Í rauninni ætti ég nú að segja frá ferð undirritaðs forseta eða formanns Vestnorrænaráðsins á þing  Norðurlandaráðs og þeirri ánægjulegu athygli sem tillögur Vestnorrænaráðsins hlutu í Ósló.

 En þegar ég kom heim uppfullur af einhverri flensu, hæsi, hita og  hósta voru fyrstu fréttirnar um vafasama verðlagningu Bónus og Krónunnar í tengslum við verðkannanir. Er þetta rétt? Búum við í eina ríki heimsins þar sem "sigurganga einkavæðingarinnar" er að breytast í helsi einokunar?

Að auki þjaka vextir og verðbætur íslenska fjármaálkerfisins skuldarana.  Og lánin bara hækka og hækka en launin ekki neitt nema lítið eitt.  Er nema furða að fólk sé farið að horfa til Evrunnar?

Verkalýðshreyfingin hlýtur að vera farin að hugsa um það að stofna "matvöruverslun alþýðunnar"  "alþýðubanka" og  "olíufélag alþýðunnar".  og nota til þess digra lífeyrissjóði sína. 

Verkalýðurinn þarf á umtalsverðri launahækkun að halda til að geta haldið í við okrið og svindlið.

Ljósið í myrkrinu er viðskiptaráðherrann sem ætlar að leggja fram frumvarp um samkeppni og verðlagseftirlit og afnám stimpilgjalda og auka rétt neytenda og gera þeim hærra undir höfði.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek fyllilega undir þetta allt saman. Margt hér í okkar litla landi er mun dýrara en annars staðar gerist,  án þess að auðvelt sé að segja af hverju.

En ég held samt að matur og mörg önnur vara sé mun ódýrari en var fyrir nokkrum árum.

Við erum hins vegar smám saman að verða betur á varðbergi fyrir samráðstilburðum og misferli í viðskiptum en við vorum.  Kannki er það ástæðan fyrir því hve hátt þessi mál ber í dag?

Jón Halldór Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband