Leita í fréttum mbl.is

Iðrandi Framsóknarflokkur

Það er augljóst mál að við verðum að breyta lögunum um stjórn fiskveiða   Ekki aðeins vegna úrskurðar mannréttindanefndarinnar, heldur líka vegna þess að kerfið er að brenna sjálft sig upp. 

Það er gleðilegt að verða vitni að orðum hins iðrandi syndara sem Framsóknarflokkurinn er. 

Smám sér sá flokkur að kvótakerfið hefur innleitt hörmungar yfir margar byggðir og bú og vonandi bætast fleiri í hóp hins iðrandi syndara.

Árásin á hið frjálsa kerfi sem smábátarnir unnu í var rothöggið. Kannski er best að hefja nýja göngu í gegnum smábátana og opna kerfið þaðan. 

Fyrningarleið Samfylkingarinnar er góð leið.  Ef menn skoða hana í alvöru og með hugrekki þess, sem óttast ekki lögmál hins frjálsa markaðar sjá þeir að hún er vel möguleg án þess að "rústa" sjávarútveginum. 

Um sjávarútvegsmálin er auðvitað hægt að skrifa og skrifa og skrifa og tala og tala en það er ljóst að þjóðin vill ekki þetta kerfi, enda herðist snaran stöðugt að því.

Ég hvet LíÚ til að afneita því ekki að breytingar eru óhjákvæmilegar og taka frekar þátt í endurskoðuninni koma með jákævð innlegg úr sjóðum reynslu sinnar, okkur öllum til góðs. 

Ég hef það á tilfinningunni að þeim Sjálfstæðismönnum muni líka fjölga sem krefjast "aukins aðgengis" að fiskimiðum okkar.

"Kyssið þið bárur bát á fiskimiði. "

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Nú held ég að sé lag að breyta þessu kerfi. Framsóknaflokkurinn vill það ef það er eitthvað að marka hvað formaðurinn sagði í kastljósinu í kvöld. Mannréttanefnd Sameinuðu þjóðanna, hefur kveðið sinn úrskurð um að íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða þetta fiskveiðistjórnunarkerfi. Stefna Samfylkingarinnar er skír skapa sátt um nýtingu auðlinda hafsins með þátttöku allra hagsmunaaðila sem tryggði útgerðinni starfsgrundvöll til framtíðar. Breytingar á fiskveiðikerfinu miði að því að auðvelda nýliða að útgerð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur. Tryggja skal stöðuleika í sjávarútvegi. Gera verður sérstaka athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða . Ég veit að þú ert allra vilja gerður til að breyta þessu ranga kerfi.

Vigfús Davíðsson, 5.2.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég hvet þig til dáðar Kalli, taktu á þessu óréttlæti sem við erum beittir og eins og þú segir er gott að byrja neðan frá það er smábátunum. Smábátarnir eyða engum fiskistofnum, náttúran ( veðrið ) sér um að stjórna okkar sjósókn.

Hallgrímur Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Margur á sín lengi að bíða.

Ákaflega er ég tregur til að trúa því að Samfylkingin og Framsóknarfl. séu reiðubúin að breyta réttindum hlutabréfa í mannréttindi.

En sú var tíðin að fólkið í sjávarbyggðunum átti hlutabréf í Almættinu.

Meira að segja ég átti svoleiðis bréf í eina tíð.

Árni Gunnarsson, 5.2.2008 kl. 22:28

4 identicon

Tími til komin að breyta þessu óréttláta kerfi þ.e. ef það verður hægt að fá frjálshyggjubrjálæðingana í Sjálftökuflokknum til að samþykkja það.

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:12

5 identicon

Sæll Kalli minn,

Ég sé að það er enn grunnt á trillukarlinum í þér  Man eftir þér vestur í Súgandafirði, nýskipaðan prestinn, í lopapeysunni á leið niður á bryggju og beint á sjóinn. Alvöru prestur,- hugsaði fólkið. Þú ert enn sannur trillikarl inn við beinið og berst enn fyrir landsbyggðinni. Áfram veginn Kalli.

Kveðja

Róbert Schmidt

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Séra minn.

Sko, altso, það er ekki annað að gera en skera draslið upp og la´ta sjá, hvort ekki braggist nokkuð, þegar búið er að skera af, bæði Tilbera og sulli alla.

Sullaveikt þjóðskipulag fær ekki þrifist. 

Sullir eru nægir hér og allmargir í þínum flokki.

Ekki fær þjóð þrifist, sem þarf að búa við þann kost, að sumir ráðherrar hennar boði algert framsal auðlinda til Evrópu-businessmanna og gírugra braskara þar.

Kvótakerfið er MANNANNA VERK og hefur nær gegnið af landslagi og náttúru allri fyrir neðan sjóvarmál-dauðri.  Náttúran og tilheyrandi er verk Hins Hæsta Höfuðsmiðs Himins og Jarðar. 

Ég er í liði HHHHoJ og tel því ekki neitt tiltökumál, þó að einhverjir gróðapungar væli þegar kerfið verður til húsbónda þess sent.

Með kveðjum Kærleikans og von um að þú látir hvergi af þe´r í baráttunni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.2.2008 kl. 11:01

7 identicon

Er Sjálfstæðisflokkurinn jafn iðrandi og Frammarar? Er það ekki forsenda þess að einhverjar breytingar komist í gegn á þessu kerfi? Boltinn er algjörlega hjá þeim.

Heiðar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:51

8 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Bjarni Kjartans.

Bjarni minn þú mátt ekki slíta hlutina svona algerlega úr smahengi. Það sem ég sagði var margt og mikið í umræðu um stjóstangveiðar í atvinnuskyni. Á einn að geta komið með eitt tonn af fiski í land utan kvóta og fénýtt það til fulls á meðan annar má aðeins veið sér til matar.

Vertu sanngjarn.  Meira að segaj þeir sem eru í þessum ferðabransa með sjóstöngina eru hlyntir kvótasetningunni. Reyndar er málið flóknara en það sýndist í fyrstu svo það verður örugglega í nokkurri vinnlus innan sjávarútvegsnefndarinnar.

Stöndum saman

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 8.2.2008 kl. 01:11

9 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ég er sammmála þessu með trillur undir sex tonnum og skakrúllurnar. Finnst mjög eðlilegt að minnsat kosti að þeir sem eru með litla hæggenga báta ættu að mnnsta kosti að fá að veiða fyirr rekstri á slikri trillu. Þetta með leiguna er auðvitað alveg rétt hjá þér, en það er vandi allra í rauninni. Og við verðum að bregðast vel við þessari nýju atvinnugrein. Ég vona að við finnum góða lendingu en engu að síður er ég á þeirri skoðun að við getum ekki leyft þeim að veiða "frjálst" meðan aðrir þurfa að leigja eða kaupa fyirr milljónir.  En aðalmálið er að við verðum að breyta lögunum í heild sinni og vona ég að það verði gert þannig að kerfið opnist nokkuð vel og gefi fleirum tækifæri til sjósóknar en nú er. Þar hljótum við að vera sammála. kveðjur Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 11.2.2008 kl. 00:38

10 Smámynd: Sævar Helgason

Það verður aldrei friður í landinu með þetta kvótakerfi í þeirri mynd sem það er nú. Það hefur ekki skilað neinu af því sem því var í upphafi ætlað.. í flestum tilvikum þvert á móti.

300 milljarað skuldsetning í sjávarútvegi þar sem sáralítil endurnýjun á sér stað bendir til að þessar veðsetningarheimildir sem kvóta "eignin" heimilar ,að stærsti hluti þeirra fjármuna farið í eitthvað annað en sjávarúveg. Er ekki einn þessara "kvótaeigenda " nýlegur eigandi Toyota umboðsins svo dæmi sé tekið ?

Ég held að góð upphafsleið út úr þessu kerfi sé að aflétta öllum hömlum af trillum undir 6 tonnum og sé þar miðað við hámarksganghraða bátanna t.d 12-14 sjóm/klst (gömlu trillurnar) og 2 handfærarúllur. Jafnframt að hefja fyrningu kvótaeignar og taka í það svona 15 - 20 ár.  Vistvænarveiðar skipi öndvegi og botnvörpu úthýst úr landhelginni að mestu.

Allavega það er mikið þjóðþrifaverk að vinna við að snúa ofanaf þessu skaðræðis kvótakerfi.   

kveðja 

Sævar Helgason, 11.2.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Held þú sért full fljótur að fagna stefnubreytingu Framsóknar Kalli. Get nú ekki séð að Lómatjarnarskassið sé neitt að bakka útúr núverandi kvótakerfi..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband