Leita í fréttum mbl.is

Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Ég skrifaði eftirfarandi grein um daginn og  var hún birt í Fréttablaðinu í dag.

„Hvað boðar nýárs blessuð sól.“  Þannig hefst nýárssálmur sr. Matthíasar Jochumsonar sem fæddist á Skógum í Þorskafirði árið 1835 og lést á Akureyri árið 1920. Tímar hans voru ólíkir okkar tímum og miklar breytinar lfiði hann í lífi sínu.  Við vitum að mikill munu var á lífskjörum þjóðarinnar þá og nú. En hér fer ég hvorki  frekar úti í samanburð á  tímum sr. Matthíasar og okkar né ætla ég að skoða nánar nýárssálminn góða. Hvet þó fólk til að lesa hann (aðgengilegur á netinu, kirkjan.is og númer 104 sálmabókinni).Efti þær miklu hræringar sem átt hafa sér stað á árinu 2008 held ég að allir spyrji sig: „Hvernig verður nýja árið, 2009? Hvað mun gerast sem ég ræð engu um? og hvað mun verða sem við látum gerast? Eitt það mikilvægasta sem við eigum að gera og getum gert  á nýja árinu er að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Breyta úthlutunarreglunum og afnema þann fáránleika að örfáir einstaklingar hafi full yfirráð yfir fiskistofnum þjóðarinnar.  Mjög margt fólk víkur sér að mér þessa dagana og leggur á það mikla áherslu, að við „breytum kvótakerfinu“. Ástæðan fyrir því er augljós sjórinn og miðinn eru í hugum margra mikill mögleiki til að bjarga sér frá atvinnuleysi og jafnvel gjaldþroti. Þjóðin er klár á þvi að fiskimiðin eru sameign hennar og að sem flestir eigi að njóta.  Stór hluti þjóðarinnar hefur ímugust á núverandi kerfi og vill breyta þvi og krafan um réttlæti og ábyrgð mun óhjákvæmilega vaxa í þeim erfiðu aðstæðum sem við nú erum.  Í ljósi mikillar fiskgengdar væri góð byrjun að veita viðbótarkvóta sem setur yrði á markað. Það gæfi þjóðinni miklar tekjur og einnig myndi það gefa kvótalitlum útgerðum möguleika til að starfa á jafnréttisgrundvelli.  Svo er það heldur engin spurning að við verðum líka að gefa handfæraveiðar frjálsar á minni trillunum til þess að skapa atvinnu.  Við getum hugsað okkur muninn á  líðan þess manns sem stendur við skakrúlluna og vinnur fyrir sér og sínum og spjallar við múkkann í stað þess manns sem situr atvinnulaus og kvíðinn við eldhúsborðið heima hjá sér.Til þess að breyta kerfinu þarf að hafa hugrekki sem hlýtur að aukast vegna úrskurðar Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem við fengum á okkur í fyrra. Þá hafa vaknað ýmsar spurningar upp á síðkastið sem gefa okkur enn fremur tilefni til að velta því upp hvort ekki sé brýn nauðsyn til að breyta lögunum um stjórn fiskveiða.  Eins og til dæmis eftirfarandi tvær spurningar: 1. Hvað á að gera við kvóta gjaldþrota útgerða sem lenda inni á borðum bankastjóranna?  2. Munu  erlendir bankar eignast veiðirétt íslenskara fiskistofna ef þeir kaupa íslenska banka? Það var til fólk sem hélt því fram að kvótkerfið okkar væri það besta í heimi og því miður hafa aðferðir þess verið boðaðar í nýlendustefnu stórra útgerða.  Þetta frábæra kvótkerfi hefur þó ekki virkað betur en svo að nokkrar útgerðir a.m.k eru í gjörgæslu hjá  bönkunum. Og svo hefur það hvorki stuðlað að þeirri uppbyggingu fiskistofnanna sem var markmið lagasetningarinnar um stjórn fiskveiða  né eflt atvinnu í byggðum landsins. Auk þess sem það hefur leitt til mikillar samþjöppunar og jafnvel einokunar.  Í þeirri krepputíð sem nú ríður yfir okkur höfum við ekki lengur efni á hagfræðilegum loftfimleikum með fjöregg þjóðarinnar. Við verðum að hefja vinnu nú þegar til að breyta kerfinu. Það væri góðu byrjun á nýju ári. Stöndum saman Kalli Matt 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er hjartanlega sammála þér en ertu tilbúinn að leggja frumvart þessa efnis fram á Alþingi séra minn? Orð án aðgerða eru léttvæg!

Héðinn Björnsson, 2.1.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll Karl
Þakka þér kærlega fyrir ágæta grein. Þú ert eini maðurinn í Samfylkingunni sem talar klárlega á móti kvótakerfinu, það hlýtur að vera erfitt að ganga gegn forystunni. Þú stingur upp á því sjálfsagða máli að gefa trilluveiðar frjálsar. Ég vil reyndar ganga lengra og gefa allar veiðar dagróðrabáta frjálsar. Einnig tel ég að ekki þurfi að leigja kvótann eða bjóða hann upp. Kvótinn sem slíkur er einskis virði, það er fiskurinn sem kemur á land sem skapar okkur öllum tekjur. Leiga mun viðhalda núverandi ástandi; þeir stöndugu sölsa heimildirnar til sín.
Allar breytingar stranda þó á því að Hafró telur að aukin sókn, meiri afli, setji þorskstofninn í útrýmingarhættu. Hafró notar nefnilega ofveiðidrauginn á sama hátt og páfinn notaði bannfæringuna á miðöldum: Vilt einhver vera ábyrgur fyrir því að þorskstofninn eyðist? spyrja þeir. Þeir hafa heljartak á stjórnvöldum og engum er heimilt að gagnrýna þá. Erfitt verður að breyta nokkru í átt til frjálsari fiskveiða fyrr en hugmyndafræði Hafró hefur verið sett til hliðar.
Ég er fagmaður og hef 35 ára reynslu af fiskveiðistjórn og nýtingu fiskstofna og er á þveröfugri skoðun við Hafró eins og margoft hefur komið fram og ég hef rökstutt faglega, - án áheyrnar.
Sú stefna sem ég tala fyrir gengur út að að þegar fæðuskortur sé augljós þurfi að veiða meira. Einnig þurfi að veiða meira af smáfiski til að viðhalda jafnvægi í stofninum. Ég bendi t.d. á http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/450703/ sem frekari lesningu.
Ég hef boðið stjórnmálaflokkum og sjávarútvegsnefnd Alþingis fræðsluerindi til þess að þeir geti sett sig betur inn í óhefðbundna fiskifræði, myndað sér sjálfstæðar skoðanir og tekið upplýstar ákvarðanir. Boðinu hefur ekki verið sinnt en það stendur enn - endurgjaldslaust - í þágu íslenskra sjómanna.

Stöndum saman

Jón Kristjánsson, 2.1.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Karl, ég vil byrja á að óska þér gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.   Þetta er góður pistill hjá þér hafðu þökk fyrir það.

Mér finnst líka áhugavert að lesa athugasemd Jóns um tilboð hans og mér finnst afleitt ef landsfeðurnir sýna því skeytingaleysi.

Sigurður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Karl og takk fyrir góða predikun. Ég vil hvetja ykkur alþingismenn til að taka þessu boði Jóns Kristjánssonar fiskifræðings - og það færi vel á því ef þú hefðir milligöngu um það. Á einni kvöldstund er ég viss um að flestir muni margfalda sína líf- og vistfræðiþekkingu - svo ég tali nú ekki um formann sjávarútvegsnefndar. Þá er ég viss um að flestum dugar ein kvöldstund til að átta sig á því að nýtingarstefna Hafró hefur aldrei skilað neinu - nema minni afla á þeim 25 árum sem “tilraunaverkefnið” hefur staðið yfir - tölur frá Hafró staðfest það. Hvað á annars að láta þetta tilraunaverkefni standa lengi enn?   

Þó finnst mér stundum eins og mörgum alþingismanninum líði best með það að vera bjáni í sjávarútvegsmálum og þurfa því ekki að kljást við eigin samvisku á meðan. Ég hef því stundum velt því fyrir mér hvernig líffræðingurinn Össur fer að. Fyrir hann og aðra þá sem áhugasamari eru um kílóvött en kílói af fiski. Þá var nýlega gerð úttekt á því hvort fleiri störf yrðu til per megavatt í ál-eða kísilflöguframleiðslu svo dæmi sé tekið. Í þeim samanburði er munurinn einhver prósent.

En það er ekkert horft til þess að úr hverri milljón í aflaverðmæti á frystitogara er hásetahlutur um 10 þúsund krónur en á bátaflotanum “eftir stærð og fjölda í áhöfn” á bilinu 20 - 120 þúsund.  Þá er smábátaflotinn nær allur smíðaður hér innanlands öfugt við stærri skip. Einnig mætti horfa til þess að flokkur báta undir 10 tonn að stærð eyðir að jafnaði 0.15 lítra eldsneytis fyrir hvert kíló fisks sem þeir afla, línuskip 0.10 lítra, ísfisktogarar 0.43 lítra og frystiskip 0.75 lítra....Því spyr ég; hvort vill sjávarútvegnefnd Alþingis að tekjurnar af auðlindinni fari í olíukaup eða til launagreiðslna hér innanlands?  

Atli Hermannsson., 3.1.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband