Leita í fréttum mbl.is

Hirðir án fjár.

Í umræðum þingsins um hrun SPRON  flutti Guðjón Arnar góða ræðu um tilurð og tilgang sparisjóðanna. Hann lagði áherslu á mikilvægi þessarar lánastofnana og hvernig þær hafi komið byggðum úti á landi til góða.  Hann benti á uræðuna sem fram fór á sínum tíma þegar hlutafélagavæðing sparisjóðanna fór fram þar hefði verið talað um að fé gæti ekki veirð án hriðis en nú væri þetta orðið þannig að hrðirinn væri án fjárins. 

Já, spyrja má hvort er betra:  fé án hirðis eða hirðir án fjár.

Stöndum saman

Kalli Matt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Góð spurning Kalli!!!

Það er eins og góð fyrirtæki sem byrjuðu með góðum hug og áttu að sameina krafta allra þeirra sem vetlingi gátu valdið, hafa orðið siðleysingjum að bráð. 

Ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju siðleysið þótti svona sjálfsagt svo lengi? En ég fæ engin svör.

Hver klikkað og/eða hvar klikkaði? 

Mörgum (ekki öllum) þótti það í lagi að ná sem mestu og ef það var frá öðrum var það allt í lagi. Menn fengu ekkert samviskubit yfir því (sjá t.d. hvernig menn geta leyft sér að borga hagnað til sinna manna þegar allt er í bál og brandi HB-Grandi)

Þar var græðgisvæðingin svo mikil hjá því fyrirtæki að það keypti lítil fyrirtæki úti á landi og lofaði að loka því ekki heldur halda því í rekstri, eignaðist kvótann frá því og lokaði svo. Það þorp þrufti ekki að spyrja að leikslokum, það fluttu allir (eða all flestri) í burtu því enga vinnu var að fá (þetta er staðreynd margra sjávarþorpa á Íslandi). 

Núna er útvegsfyrirtæki svo skuldug að það veit enginn hvernig hægt er að bjarga þeim (frekar en Íslandi).

Þetta er nú meira ástandið sem við erum komin í Kalli og það eina sem við eigum eftir er að biðja Guð almáttugan að hjálpa okkur.

Hvað er hægt að gera fyrir okkur fjölskyldurnar sem erum að missa heimilin okkar?

Hvað er hægt að gera fyrir þær fjölskyldur sem eru búnar að missa allt sitt?

Ég bloggaði inni á síðunni hjá nöfnu minni Bjarnadóttir og þar töluðum við um hvað við mæður erum komnar með mikið "ofnæmi" í augun þar sem við vitum ekki hvað kemur til með að taka við.

Versta tilfinningin er sú að okkar nánustu geta líka misst allt sitt, vegna þess að þeir skrifuðu undir ábyrgð á meðan allt lék í lyndi.

Enginn vill taka aðra með sér í fallinu

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband