Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi flokkurinn vill spara gjaldeyri og afla gjaldeyris.

Hvernig stendur á því  að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, jöfnuð og réttlæti kemur sér ekki til þess að skipa þá nefnd sem á að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða svo rétturinn til atvinnu verði virtur? Nefnd sem SÞ krefja okkur um að koma á legg. Er það bara í nösunum á þessum flokkum svona rétt fyrir kosningar að þeir vilji breyta kvótakerfnu?  Svari hver fyrir sig. Ég er að sjálfsögðu sammála því að ákvæði um um að eignarhald þjóðarinnar á auðlindum verði sett í stjórnarskrá. En ef ekkert annað fylgir með er illa af stað farið. Hugur verður að fylgja máli.

Nú ríður á að þjóðin fái þann arð af auðlindum sínum sem henni ber. Frjálslyndi flokkurinn leggur til að kvótinn verði aukinn um 100.000 tonn og leigður út. Ef 50 krónnur fegnjust fyrir tonnið þá myndi það gefa ríkissjóði fimm milljarða króna. Sumir segja að 80 kr væru nærri lagi. Þetta væri hægt að gera í dag. En hver hefur þau tök að slíkt er ekki framkvæmt. Margfeldis áhrifin yrðu svo auðvitað miklu miklu meiri.

Já nú verðum við að afla gjaldeyris sem aldrei fyrr. Og skapa ný atvinnufyrirtæki. Það er nauðsynlegt að endurskoða allt umhverfi smáfyrirtækja, sem gætu unnið að því að spara gjaldeyri og afla gjaldeyris. Við eigum frábæra iðnaðarmenn sem gætu framleitt vörur sem fluttar eru inn fyrir margar evrur, dollara og pund. Húsgögn, fatnaður, líkkistur, álplötur, álvinkla, prófíla, álrör, álfelgur í milljónavís allt einnig til útflutnings og allvegana íhluti í bíla og ýmsan annan varning.

Stöndum saman

 Kalli Matt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband