Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Borgarnesfundur - baráttan um að Anna haldi þingsæti sínu.

Við opnuðum kosningaskrifstofnuna okkar í Borgarnesi í kvöld. það var frábært hve margir komu og áttum við góðan baráttufund. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir voru mættir  en einhver sagði mér að um 65 til 70 manns hefði komið.  Ingibjörg Sólrún hélt ræðu kvöldsins þá sungu Silfurrefirnir nokkur lög við undirleik Steinunnar stjórnanda hópsins.  Síðan flutti Össur hvatningarræðu og á eftir honum talaði Anna Kristín Gunnarsdóttir.  Óvænta og ánægjulega gesti hafði líka borðið að garði. Það voru þeir Gunnar Svavarsson og Árni Páll Árnason úr kraganum og töluðu þeir líka og brýndu fundarmenn til dáða. Hólmfríður Sveinsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Borgarnesi stjórnaði þessu öllu með stakri prýði. en undirritaður sleit fundi og benti á að ekki sé langt í það að við náum þriðja manni með þessu áframhaldi.

Já, nú er það orðin raunhæfur möguleiki að Anna Kristín Gunnarsdóttir haldi sæti sínu á Alþingi, en til þess verðum við samt að leggjast vel á árarnar og kjósa Samfylkinguna.

Já stöndum saman

X  -  S

Kalli Matt


Öll erum við hjartanlega velkomin- sérstaklega þú

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar verður opnuð í Borgarnesi í kvöld.  Við ætlum að hafa heitt á könnunni og kannski gott betur. Ætlunin er að opna fleiri kosningaskrifstofur á næstu dögum. Það er oft gaman að kíkja á kosningaskrifstofurnar til að spjalla um daginn og veginn og ræða um hin og þessi málefni sem lúta að pólitíkinni.  Öll erum við hjartanlega velkomin og sérstaklega þú sem lest þessar línur.

Kosningaskrifstofan sem hér um ræðir er í Félagsbæ og opnar klukkan 20.00.  Anna Gutti og Kalli (ég) mætum og að sjálfsögðu þau Ingibjörg og Össur og margt fleira stórmenni svo sem þú. 

Vertu með því vorið kallar á þig.

 X  -  S

Kalli Matt 


Heimur batnandi fer - forystugrein Fréttablaðsins.

Til að skilja eftirfarandi texta til fulls verð menn að lesa forystugein fréttablaðsins í dag.

Forystugrein fréttablaðsins í dag er nokkurs konar iðrunarpistill. Þar kemur fram í "játningum" Jóns Kaldals að fjölmiðlafólk beri töluverða sök á því að "jákvæðar hliðar á okkar samfélagi þurfi að koma á óvart"  Um þetta skal ekki fjallað ítarlega en gleðilegt er að maður sem stendur svo framarlega í "fjölmiðlaheiminum" skuli gera sér grein fyrir því að matreiðsla fjölmiðlamanna skuli skipta máli og geti haft áhrfi á umræðuna í samfélaginu og um leið ýmsa framvidnu þess. 

Það skiptir máli við hverja er talað um hvað og svo framvegis. Nú hellast yfir okkur endalausar myndir af manni sem geinilega var alvarlega veikur á geði sínu og framdi fjöldamorð í Virginíu í Bandríkjunum. Langar og ítarlegar fréttir  um málið bíast yfir okkur. Í hvað skyni? og svona má lengi telja.

það sem mér finnst þó mikilvægast í máliu er að "fréttaneytendur" geri sér grein fyrir því að "fréttahaukurinn" höfundurinn er litaður af eigin reynslu og lífi.

Hugsum okkar til dæmis "gamlan" heimdelling eða stúlku eða dreng sem alist hafa upp á gegnsýrðu sjálfstæðisheimili eða gamlan fylkingarkomma eða stúlku eða dreng sem alist hafa upp á gegnsýrðu kommaheimili og fá vinnu við að koma fréttum á framfæri - fara í fréttamennsku. verða þau hlutlaus eða skiptir bakgrunnurinn hér máli? 

Er fréttastjóri eða ritistjóri sem hefur verið formaður stjórnmálaflokks "hreinn" fréttamaður og hlutlaus? Svona getum við endalaust velt þessum hlutum fyrir okkur en mikilvægast er að við gerum okkur grein fyrir því að hverjum manni er nauðsynlegt að hafa gagnrýna hugsun og kokgleypa ekki allt fyrir heilagan sannleika sem sagt er í fjölmiðlum.

Ég á tvö börn í grunnskóla 10 ára og 12 ára og gleðst innilega yfir því að fíkniefnaváin í grunnskólum fari minnkandi (vonandi er könnunin hlutlaus (hver greiðir fyrir hana?)).  En um leið spyr ég mig: "Hvernig stendur á því í þessum batnandi heimi  að fangelsi landsins eru orðin svo full að þau geta ekki tekið við fólki sem kemur þangað til afplánunar?  og að biðlistar á meðferðarstofnarnir fari síst minnkandi þrátt fyrir svona jákævðar niðurstöður grunnskólarannsóknarinnar?  Og að lokum: Hver var tilgangur ritunar þessarar Pollýönsku forystugreinar?

 X  - S

Kalli Matt


Á ferð um Norðvesturkjördæmi

Síðustu daga vorum við Jóhann Ársælsson alþingismaður á  ferð um Norðvesturkjördæmi (Norðurland vestra) það er greinilegt, að fólk í kjördæminu hefur fylgst með landsfundi okkar Samfylkingarmanna og leggja flestir honum gott orð. Fundurinn tókst líka mjög vel að mínu áliti og var mikil stemmning á honum. Enda er ég viss um að landið fer að rísa hjá okkur Samfylkingarfólki. 

Á ferð okkar Jóhanns um kjördæmið vorum við oft spurðir að því hvað Samfylkingin ætli að gera til að efla og treysta byggðina. Við vísum auðvitað til stefnu okkar um jöfnuð milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis - að við viljum að allir landsmenn njóti góðra samgangna,  nettenginga, símasambands og búi við sömu gæði hvað þetta varðar.  Sérstaklega teljum við að leggja þurfi aukna áherslu á samgöngurnar.

Við bendum líka á áherslur okkar á  störf án staðsetningar og auðvitað að opna verður fiskveiðkerfið svo nýliðun geti orðið auðveldari. Það er líka umhugsunarefni hvernig fólk á að geta hafið búskap við þær aðstæður sem nú eru í landbúnaðinum. Vissulega ber okkur að gæta landbúnaðar okkar, en hann verður að vera opin fyrir jákævðum breytingum.

það er líka mikið byggðamál að börn okkar geti búið heima hjá sér til 18 ára aldurs og geti stundað nám að mestu leyti í heimabyggð sinni en þurfi ekki að fara að heiman strax eftri grunnskólapróf. 

Hvar sem við komum barst talið  líka að málefnum ungling og þeirri vá sem að mörgum  þeirra steðjar. Öllum ber saman um að gera verður í stórátak á þessu sviði og í því sambandi bentum við á samþykkt landsfundarins um vímuvarnamál og stefnu Samfylkingarinnar  á þessu sviði.

Ekki skal því haldið fram að ríkisstjórnin sem nú hefur stjórnað í 12 ár hafi ekki gert neitt gott - skárra væri það nú - en við bendum á að nú verður tími nýrra áherslna að renna upp. það eru áherslur á hin mannlegu gildi og byggðamálin.

það er ekki mánuður til kosninga og mér finnst sem viljayfirlýsingar, undirskriftir og skóflustungur ráðherrana síðustu daga beri keim af ótta við dóm kjósenda. það er í rauninni ótrúverðugt, enda ekki í litlu samræmi við gerðir þeirra síðustu árin.   Breytum nú til og gefum öðrum tækifæri í kosningunm - munum það,  að enginn sér til okkar í kjörklefanum. þar erum við frjáls.

Breytum rétt og kjósum Samfylkinguna.

X - S

Kalli Matt


Landsfundurinn í Egilshöll og frábær ræða Ingibjargar

Dagurin er að kveldi kominn og ég er mjög ánægður. Byrjaði á fundinum kl 13.00 að stýra ásamt Ástu Ragnheiði hópi 3 um málefni aldraðra og heilbrigðisþjónustuna. það var ánægjulegt. Við erum líka með ákveðna sérályktun um áfengis-og fíkniefnamál og vona é gað hún fái jákvæða afgreiðslu.

Ég sá ekki alveg fréttirnar af fundinum en hvert sæti var setið og var þarna mjög mikill fjöldi fólks sem sýndi samhug og einingu. Ræða Ingibjargar var frábær - í anda janaðarstefnunnnar það sést alltaf betur og betur hversu afgerandi og góður leiðtogi hún er. Ég óska henni til hamingju. ég trúi ekki öðru en að fylgið okkar Saamfylkingarmanna fari nú að koma og að við jafnaðarmenn göngum sátt frá borði eftir kosningar í vor. En svona er þetta líf. Verum bara hress og berjumst áfram til þess 12. maí n.k.

Já stöndum saman x - s

Kalli Matt


Kristur er upprisinn - kristur er sannarlega upprisinn.

Nú er páskadagur að kveldi kominn. Pákskarnir eru stærsta hátíðin í mínum huga. Þá sté Jesús út úr gröfinni og sigraði dauðann.  Sú staðreynd gefur okkur öllum von. 

Það fólk sem eru svo barnalegt að trúa þessu er í góðum málum. Það var svo gott að vakna í  morgun og geta sagt við fólkið sitt: Kristur er upprisinn - gleðilega páska.

Já lífið hefur tilgang og allir kristnir menn hafa þann tilgang að hlýða Jesú Kristi fara eftir orði hans um að elska Guð og náungann.  Mér fannst biskupinn góður í morgun. Það væri betra ef við hlustuðum með meiri athygli á menn eins og hann og tækjum í alvöru mark á oðrum þeirra.

Þetta á alla vega við um mig.

Kalli Matt


Regnbogi yfir Drangsnesi

Er nú staddur í Hólmavík, en var á Drangsnesi í dag. Hér er fegurð íslenskrar náttúru ótakmörkuð og í dag sá regnbogann yfir Drangsnesi þau ljósbrot voru stórfengleg og boðuðu gott. 

Fólkið sem hér býr er afar vænt og tekur vel á móti gestum og vona ég, að ég eigi eftir að taka þátt í því að byggð hér eflist og dafni.

Hvar sem maður kemur talar fólk um  að það sé mjög bagalegt að byggðirnar hér hafi með kvótakerfinu verið sviftar réttinum til að sækja sjóinn og nýta þær auðlindir sem  eru við bæjardyrnar.  Þetta minnir óneytanlega á ríki sem auðug eru af hvers konar auðlindum, en erlend ríki eða fyrirtæki hafa ein aðgang að.  Sbr demantanámur í Nígeríu, eða olíulindirnar þar og svona má áfram telja.  Er ekki kominn tími til að viðurkennt sé að kvótakerfið er ekki að virka í þágu fjölda byggða sem eiga aldagamlar hefðir fyrir fiskveiðum og vinnslu?

Breytum þessu

X -  S

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband