Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fyrir vestan um hvítasunnu

Ég fór vestur á firði á fimmtudaginn var og kom til baka í dag. Mitt fyrsta verk var að fara til sr. Magnúsar í Ísafjarðarkirkju og bað hann um blessun mér til handa í nýju starfi. Ég fór líka til Flateyrar þar sem allt er nú í óvissu og lausu lofti vegna kvótakerfisins, m.a..  Það er ljóst að mikil verkefni blasa við ef rétta á hag byggðanna fyrir vestan og reyndar víðar um land.  Ég mun leggja  lóð mín á þær vogarskálar er gefa byggðinni vigt.  Það ástand sem nú er,  hefur orðið til á nokkuð löngum tíma en engu að síður verður að grípa til skjótra aðgerða. Hugmyndin um að Ísafjarðarbær neyti forkaupsréttar á kvótanum er mjög eðlileg og tel ég að drífa verði í því sem fyrst. Hvort við erum að sjá Bæjarútgerð Ísafjarðarbæjar eða einhvers konar eignarhaldsfélag í uppsiglingu veit ég ekki en ljóst er að kvóta er þörf. 

Á hvítasunnudegi naut ég þeirrar ánægju og gleði að fá að ferma fjögur ungmenni í Suðureyrarkirkju. Það gerði ég í stað sr. Valdimars Hreiðarssonar sem fól mér þá þjónustu, þar eð hann varð á þessum degi að vera annars staðar brýnna persónulegra erinda. Er ég honum mjög þakklátur því einmitt á hvítasunnu fyrir 20 árum fermdi ég í fyrsta sinn og það líka í Suðureyrarkirkju. Þessi dagur var einstaklega fallegur og sólríkur og allir voru svo glaðir.

Ég vona að okkur gangi vel að styrkja byggðir og efla, svo að fólk verði þar öruggara um atvinnu sína afkomu og líf.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 


Öryggi manna í fangelsum.

Nú fer fram umræða um öryggismál í fangelsum. Brunamál ber á góma. Til eru klefar í fangelsum landsins sem er lokað með hengilás, og ef einn gangur er svoleiðis á Litla Hrauni segir það sig sjálft að erfitt er fyrir hvaða fangavörð sem er að ganga á röðina og opna hvern lás ef kviknar í. 

Og hvernig virkar svoleiðis ef jarðskjálfti ríður yfir?

Menn segja að öryggið sé svo gott að þetta sé allt í lagi. Það er vissulega bót í máli ef menn leitast við að hafa öryggið sem best. En auðvitað er ljóst að allir fangar vildu frekar vera á gagni þar sem hægt er að opna allar hurðar með einu handtaki í stað gangs sem lokað er með hengilásum.  Ef ég væri fangi myndi ég vilja það að minnsta kosti sjálfur.

Ég gleðst yfir því að í stjórnarsáttmálanum er sérstaklega getið um fangelsismál og vímuefni.  Þau orð fela í sér virðingu fyrir þeim sem hallir hafa farið í lífinu og þarfnast stuðnings. Við verðum að styðja ríkisstjórnina í því að fylgja þessum áformum eftir.  En auðvitað meira um þetta síðar.

Stöndum saman

Kalli Matt


Ný ríkisstjórn - næg verkefni

Ágæti lesandi.

Ferðlög um kjördæmið kosningaþeysireið og margt annað á þátt í blogghléi mínu en nú koma nokkur orð til að bæta úr því.

Jæja, þá eru kosningarnar afstaðnar og ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í þann mund að taka við völdum.  Vil ég hér þakka öllum sem kusu Samfylkinguna á Norðvestur kjördæmi og reyndar um allt land. Draumurinn um að Anna Kristín yrði þingmaður rættist ekki og eru það okkur öllum mikil vonbrigði.

Samfylkinginn náði þó því að verða næst stærsti flokkurinn í kjördæminu og tapað innan við tveimur prósentum frá síðustu kosningum en vann auðvitað, ef við horfum til þess þegar útlitið var sem verst í haust. Ég get sagt það hér, að þá varð mér ekki um sel. En það var liðsheildin sem breytti öllu og sameiginleg barátta skilaði okkur Guðbjarti inn á þing.  Og nú þar sem við erum komin í stjórn geri ég ráð fyrir því að kallað verði á fleiri úr liðinu til að takast á við mörg verkefni sem við okkur blasa og þátttaka í ríkisstjórn krefur.

Já ég er ánægður með það sem er að gerast -  þátttöku okkar í ríkisstjórn. 

Auðvitað er stefnuskrá Samfylkingarinnar ekki málefnasamningurinn, en engu að síður hljótum við að vera sátt við það að málefnasamningurinn  ber þess skýr merki að jafnaðarflokkur á góðan hlut í honum. 

Að vera í stjórnarliðinu gefur okkur aukin tækifæri að hafa áhrif til góðs fyrir land og þjóð og taka á mörgum brýnum verkefnum.

Ég óska þeim Ingibjörgu, Össuri, Kristjáni, Jóhönnu, Björgvin, og Þórunni innilega til hamingju með  störfin og trúi því að þau verði góðir málsvarar janfaðarstefnunnar á þessum nýja vettvangi. Þá óska ég ráðherrum Sjálfstæðisflokksins velfarnaðar í störfum sínum og óska Guðlaugi  líka til hamingju með ráðherratitilinn og vona líka að honum vegni vel í störfum sínum.

Það sem er mér nú efst í huga er staðan í byggðinni vestur á fjörðum,  en byggðamálin þar eru æpandi verkefni fyrir nýja ríkisstjórn.  Varnalegar lausnir verðum við að finna á þeim vanda sem skapaðist við það að kvótinn er seldur burt.

 

Stöndum saman  

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband