Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvalveiðar.

Verði raunin sú að hvalveiðar verði heimilaðar hljóta margir að sækja um leyfi til að veiða. Það á eftir að semja úthlutunarreglurnar. Eða er hugsunin kannske að kvótasetja hvalastofnana við Íslands strendur með sama hætti og fiskistofnana. Komi til þess að hvalveiðar verði leyfðar verðum við að hafa leikreglurnar á tæru þegar í upphafi. Reglur sem eru sanngjarnar en byrja ekki með því að ánafna órfáum persónum þessi dýr til langframa því úr því gæti orðið löng reiði.

Stöndum saman.

 Kalli Matt


Er heimurinn góður eður ei?

Er heimurinn vondur eða góður?

Þetta er pælingin hjá unga fólkinu á heimilinu okkar (12 og 14) þessa dagana og þá ekki síst vegna krísunnar sem er í gangi í landinu. 

En nú vorum við hjónin að horfa á þátt um hvernig börn eru svívirt víða um heiminn, seld misnotuð og nauðgað.

Ég lagði fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar þegar ég var á þinginu í den og á hún fullt erindi enn í dag ef ekki frekara svo ég læt hana koma hér á bloggið.

Reyndar staðfærði Vestnorræna ráðið þessa tillögu og gerði hana að sinni og hefur hún nú verið samþykkt í þjóðþingum landanna þriggja. Þ.e. fyrir einu ári.

En hér kemur svo tillagan:

128. löggjafarþing 2002–2003.Þskj. 1256  —  707. mál.  

                               Tillaga til þingsályktunar 

um gerð námsefnis um hlutskipti kvenna um víða veröld. 

Flm.: Karl V. Matthíasson, Þórunn Sveinbjarnardóttir,Björgvin G. Sigurðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir. 

Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að hlutast til um gerð fræðsluefnis fyrir grunnskólastig um misjafnt hlutskipti og kjör kvenna um víða veröld.                                                         

                                                                 Greinargerð.

Alþekkt er hér á landi hversu mikill munur hefur verið á réttindum kvenna og karla. Hægt er að nefna mörg hryggileg dæmi því til stuðnings. Viðhorf til kvenna hefur löngum verið í þá veru að konan eigi ekki að njóta sama réttar, sömu virðingar og sömu sæmdar og karlinn. Til dæmis sést þetta vel þegar við lítum í sögu kosningalöggjafar og mennta­mála. Núgildandi lög um jafnrétti kynjanna eru góðra gjalda verð en nauðsynlegt er að allir fái inngróna tilfinningu fyrir því að konunni ber sama staða og karlinum í samfélagi voru. Þá fyrst verður um raunverulegt jafnrétti og réttlæti á milli kynjanna að ræða.Víða um veröldina er hlutur kvenna mjög bágborinn og í sumum löndum ríkir mikil kvenna­kúgun og konur ganga sums staðar kaupum og sölum og eru jafnvel þvingaðar í vændi á Vesturlöndum og víðar.Sífellt er bent á slæma stöðu kvenna í mörgum þróunarríkjum og hversu illa er farið þar með konur. Nefna má mýmörg dæmi um umskurn kvenna og fleira. Frægt viðtal við sóm­ölsku fyrirsætuna Waris Dirie vakti margan af værum blundi og einnig skelfilegar fréttir um konur í Bangladess sem brenndar höfðu verið í andliti með sýru vegna þess að þær hrygg­brutu biðla sína.Á undanförnum missirum hefur umræða aukist um nauðganir, vændi, klám og kynferðis­legt ofbeldi gegn börnum og konum. Er það ekki síst vegna fjölgunar ákæra og brota í þess­um efnum. Margir telja að tilkoma netsins og aukin og fjölbreyttari fjölmiðlun eigi nokkurn þátt í þessu, þ.e. að virðing fyrir lífi og líkama annarra hafi farið þverrandi og einnig að kærleiksástin njóti ekki sömu viðurkenningar samfélagsins og fyrr. Hægt er að nefna mörg dæmi um sora sem unglingar og jafnvel börn hafa verið vitni að á þessu sviði. Ljóst er að slíkt hefur slæm mótandi áhrif á þá sem á horfa og getur bjagað og afskræmt það sem fallegt er og fagurt í augum Guðs og manna.

Við þessu ber að sporna af alefli. Það verður einungis gert með viðhorfs­breytingu og gæti gerð námsefnis um misjöfn kjör kvenna um víða veröld verið lóð á vogar­skálarnar. Það ætti líka að vera vel til þess fallið að vekja börnin almennt til umhugsunar um það hversu skammt maðurinn er kominn á leið sinni í átt til réttlætis og einnig ætti slíkt efni að auka kærleika barna og unglinga í garð hvers annars og benda þeim á hversu hver ein­staklingur er mikilvægur í því að skapa betri heim með kærleiksríkri framkomu.

Stöndum saman.

Kalli Matt


Ég græt.

Stundum hefur verið sagt að LÍÚ sé stærsti grátkór landsins og formenn þeirra samtaka stjórnendur hans. En oft kemur hlátur eftir grátur eða þannig. Og þannig er það nú.  LÍÚ kórinn hlær í dag. 30.000 tonnum var deilt út til kvótahafanna. Biðjum bara  þessi að þessi tonn verði ekki veðsetningaraviðbót í útlöndum og að gjaldeyririnn sem fæst skili sér fljótt og vel í botn seðlabankans.  Við skulum líka vona að hvert einast bein komi að landi. Að engri lifur verði hent í sjóinn, þorskhausum og dálkum. Því í þar er um milljónaverðmæti að ræða.

Sjálfum finnst mér það grátlegt að horfa upp á þess úthlutunaraðferð. Nú var tækifæri til að hisja upp um sig gagnvart Mannréttinadanefndinni. Þá hefði ríkissjóður geta notað uppboðsleið til að fá svo sem 100kr fyrir hvert kíló eða samtals þrjá milljarða króna, sem nota hefði mátti til aukinnar framþróunar til dæmis í þorskeldi, kræklingarækt og mörgu fleiru. Að bjóða þessi tonn upp á markaði hefði líka geta skapað betri tækifæri fyrir nýliðun í greininni.

Af hverju óttast menn frjálsan og opinn markað?  Ég græt því þjóðin var að missa af kærkomnu tækirfæri sem hefði getað verið einn góður hornsteinn í þeirri byggingu sem sumir vilja kalla Nýja Ísland. En við sem viljum breyta kerfinu með ábyrgum hætti útgerð og þjóð til góðs verðum að halda áfram að hamra járnið.

Stöndum saman

Kalli Matt


Áskorn Geirs Haarde

Margir hafa orðið  til þess að skora á Geir Haarde undanfarna daga og mánuði. Nú skorar Geir Haarde á útflytjendur til að koma með verðmætin sem skapast af vinnu þjóðarinnar inn í landið. Hvað er í gangi eru Álverin að klikka eða eru útgerðarfyrirtækin að klikka. Getur það verið eftir allt sem yfir hefur dunið að menn séu virkilega í þeim sporum að láta gjaldeyrinn liggja á reikningum úti í löndum skeytingarlausir um byggðina sína. Ég tek undir áskoranir Geirs komið með peningana inn í landið. 

Stöndum saman

Kalli Matt


Rannsóknarnefndin.

 Sú þjóð eða það heimli sem skulda mjög miklar fjárhæðir standa frammi  fyrir miklum vanda.   Við slíkar aðstæður hlýtur skuldarinn að spyrja sig: „Hvers vegna  er ég þessari stöðu og hvað leiddi mig inn í þessi vandræði.“  Þetta er spurningin, sem við reynum nú að svara eftir bestu getu því bæði þjóðin og þegnarnir eru nú mjög skuldsett. Sjálfur hef ég heyrt mörg svör við þessari spurningu og mjög misjöfn. Sumir segja að aðeins eitt svar sé við henni, sem felist í einu orði, en aðrir koma með önnur svör og skýringar. Nú hefur verið skipuð rannsóknarnefnd, sem á að fara yfir sviðið og kappkosta að rekja á sannan og heiðarlegan hátt hvað það var sem gerðist. Það hvílir mikil ábyrgð á þessari nefnd og hlýtur hún að hafa það í huga í störfum sínum að „framtíðarsiðferði“ okkar er að veði.  Engin, tál, blekkingar, yfirhylmingar eða lygar verða liðnar hjá nefndinni. Þau eiga að leita sannleikans og einskis nema sannleikans. Við skulum hugsa vel til þessarar nefndar og biðja þess, að hún leiðist af ljósi sannleikans.Og þegar allt hefur verið dregið fram hljótum við að draga lærdóm af því sem gert var og hvernig við eigum að haga okkur framvegis. Hvernig eiga stjórnmálamenn og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum að vinna? Við hljótum að endurmeta allt með tilliti til þess sem gerst hefur og byggja upp á ný samfélag þar sem gegnsæi, jafnvægi, og réttlæti ríkja. 

Stöndum saman

Kalli Matt


Hvað boðar nýárs blessuð sól?

Ég skrifaði eftirfarandi grein um daginn og  var hún birt í Fréttablaðinu í dag.

„Hvað boðar nýárs blessuð sól.“  Þannig hefst nýárssálmur sr. Matthíasar Jochumsonar sem fæddist á Skógum í Þorskafirði árið 1835 og lést á Akureyri árið 1920. Tímar hans voru ólíkir okkar tímum og miklar breytinar lfiði hann í lífi sínu.  Við vitum að mikill munu var á lífskjörum þjóðarinnar þá og nú. En hér fer ég hvorki  frekar úti í samanburð á  tímum sr. Matthíasar og okkar né ætla ég að skoða nánar nýárssálminn góða. Hvet þó fólk til að lesa hann (aðgengilegur á netinu, kirkjan.is og númer 104 sálmabókinni).Efti þær miklu hræringar sem átt hafa sér stað á árinu 2008 held ég að allir spyrji sig: „Hvernig verður nýja árið, 2009? Hvað mun gerast sem ég ræð engu um? og hvað mun verða sem við látum gerast? Eitt það mikilvægasta sem við eigum að gera og getum gert  á nýja árinu er að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Breyta úthlutunarreglunum og afnema þann fáránleika að örfáir einstaklingar hafi full yfirráð yfir fiskistofnum þjóðarinnar.  Mjög margt fólk víkur sér að mér þessa dagana og leggur á það mikla áherslu, að við „breytum kvótakerfinu“. Ástæðan fyrir því er augljós sjórinn og miðinn eru í hugum margra mikill mögleiki til að bjarga sér frá atvinnuleysi og jafnvel gjaldþroti. Þjóðin er klár á þvi að fiskimiðin eru sameign hennar og að sem flestir eigi að njóta.  Stór hluti þjóðarinnar hefur ímugust á núverandi kerfi og vill breyta þvi og krafan um réttlæti og ábyrgð mun óhjákvæmilega vaxa í þeim erfiðu aðstæðum sem við nú erum.  Í ljósi mikillar fiskgengdar væri góð byrjun að veita viðbótarkvóta sem setur yrði á markað. Það gæfi þjóðinni miklar tekjur og einnig myndi það gefa kvótalitlum útgerðum möguleika til að starfa á jafnréttisgrundvelli.  Svo er það heldur engin spurning að við verðum líka að gefa handfæraveiðar frjálsar á minni trillunum til þess að skapa atvinnu.  Við getum hugsað okkur muninn á  líðan þess manns sem stendur við skakrúlluna og vinnur fyrir sér og sínum og spjallar við múkkann í stað þess manns sem situr atvinnulaus og kvíðinn við eldhúsborðið heima hjá sér.Til þess að breyta kerfinu þarf að hafa hugrekki sem hlýtur að aukast vegna úrskurðar Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem við fengum á okkur í fyrra. Þá hafa vaknað ýmsar spurningar upp á síðkastið sem gefa okkur enn fremur tilefni til að velta því upp hvort ekki sé brýn nauðsyn til að breyta lögunum um stjórn fiskveiða.  Eins og til dæmis eftirfarandi tvær spurningar: 1. Hvað á að gera við kvóta gjaldþrota útgerða sem lenda inni á borðum bankastjóranna?  2. Munu  erlendir bankar eignast veiðirétt íslenskara fiskistofna ef þeir kaupa íslenska banka? Það var til fólk sem hélt því fram að kvótkerfið okkar væri það besta í heimi og því miður hafa aðferðir þess verið boðaðar í nýlendustefnu stórra útgerða.  Þetta frábæra kvótkerfi hefur þó ekki virkað betur en svo að nokkrar útgerðir a.m.k eru í gjörgæslu hjá  bönkunum. Og svo hefur það hvorki stuðlað að þeirri uppbyggingu fiskistofnanna sem var markmið lagasetningarinnar um stjórn fiskveiða  né eflt atvinnu í byggðum landsins. Auk þess sem það hefur leitt til mikillar samþjöppunar og jafnvel einokunar.  Í þeirri krepputíð sem nú ríður yfir okkur höfum við ekki lengur efni á hagfræðilegum loftfimleikum með fjöregg þjóðarinnar. Við verðum að hefja vinnu nú þegar til að breyta kerfinu. Það væri góðu byrjun á nýju ári. Stöndum saman Kalli Matt 

Gleðilegt ár.

Ég óska öllum sem lesa þessi orð Gleðilegs árs og megi það verða mun betra en margir ætla.

stöndum saman

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband