Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Er nema von að Seðlabankinn fari þessa leið?

Svangt barn þarf mat.

Spurning: Hvað þarf svangt barn. Svar: Mat.

Spurning: Hvað þarf stórskuldug þjóð. Svar: Gjaldeyri

Spurning: Hvernig fær stórskuldug þjóð gjaldeyri: Svar: Af auðlindum sínum.

Spurning: Skila þeir sem fara með auðlindirnar gjaldeyri sem vera ber: Svar: Nei

Spruning: Hvað er til ráða.  Svar: a) Strangari reglur og hert eftirlit.

                                                    b) Nýjar reglur um útdeilingu auðlinda.

 

Stöndum saman.

Kalli Matt


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svangt barn þarf mat.

Spurning: Hvað þarf svangt barn. Svar: Mat.

Spurning: Hvað þarf stórskuldug þjóð. Svar: Gjaldeyri

Spurning: Hvernig fær stórskuldug þjóð gjaldeyri: Svar: Af auðlindum sínum.

Spurning: Skila þeir sem fara með auðlindirnar gjaldeyri sem vera ber: Svar: Nei

Spruning: Hvað er til ráða.  Svar: a) Strangari reglur og hert eftirlit.

                                                    b) Nýjar reglur um útdeilingu auðlinda.

 

Stöndum saman.

Kalli Matt


Evrur, pund, dollarar og jen.

Íslendingar eru mjög ríkir hvað auðlindir varðar. 

Auðlindir Íslands eru grunnurinn að endurreisn þjóðarinnar. Þess vegna er mög mikilvægt að sá gjaldeyrir sem við fáum fyrir fiskinn og aðra gjaldeyrisöflun skili sér í kassa seðlabankans en liggi ekki á felureikningum erlendis.

Ef útgerðin sem hefur verið trúað fyrir því að veiða fiskinn getur ekki skilað inn gjaldeyrinum með sóma og sann þá er aðeins um eitt að gera.

 þ.e. að koma veiðiréttinum í þær hendur sem eru verðugar.  Hendur karla og kvenna sem elska þjóð sína og vilja leggja sitt að mörkum til endurreisnar.

Þetta á auðvitað líka við um önnur fyrirtækii, sem eru í gjaldeyrisöflun. Ef menn hafa það hugarfar að stinga undan eins miklu og þeir geta þá verður það aðeins ávísun á enn meirri reiði og harkalegra uppgjör.

Ég skora á alla sem fá gjaldeyristekjur að koma með gjaldeyrin heim.

Þetta er skrifað vegna fréttar á textavarpi RUV.

stöndum saman.

Kalli Matt


Tökum tillit til barnanna í umferðinni í vetur.

Nú eru skólar byrjaðir og nokkur þúsund börn eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla.  Þegar við sjáum þessi börn og auðvitað mörg önnur á leiðinni í skólann hugsum við hlýlega til þeirra og vonum að hvert og eitt þeirra eigi ánægjulegan skóladag og góðan skólavetur.

Það hvílir mikil ábyrgð á okkur fullorðna fólkinu að búa börnum okkar góða skóla og umhverfi sem býður upp á sem öruggastar leiðir.  Allir foreldrar barna ættu að vita hvaða leið barnið gengur í skólann og að sú leið sé sú öruggasta.

Þegar ég var barn var það almenn regla að börn færu ein í skólann og gengju jafnvel langan veg.  Bílaeign og umferð var þá miklu mun minni en nú er. Nú hefur þetta breyst og margir keyra börn sín í skólann en engu að síður eru þau í umferðinni. Það er mikilvægt að öryggisbeltin séu spennt og að bílstjórar barnanna sjái svo um að þau búi við sem mest öryggi á allan hátt með góðum akstri og með því að hafa einbeitinguna í lagi.

Þessi tími haustsins getur verið mjög varasamur því börn eiga það til að gleyma sér í morgundimmunni og skammdeginu eftir sumar mikillar birtu. Því er okkur nauðsynlegt að vera árvökul og viðbúin. Slysin verða oftast þegar eitthvað óvænt hendir og fólk býst alls ekki við þeim aðstæðum er komu upp.  Eitt andartak getur orðið til þess að allt breytist í lífi okkar og dagur sem átti að verða ósköp venjulegur verður örlagadagur sem varpar skugga og sorg á tilveru okkar í langan tíma á eftir.

Ég vil hvetja til þess að við ökum varlega, af virðingu og þökk við lífið og af virðingu og tillitssemi við öll börn þessa lands.  

Í dimmunni er oft erfitt að greina dökkklædda, en endurskinsmerki eru mjög mikilvæg og hafa þau sannað gildi sitt og örugglega orðið til þess að koma í veg fyrir mörg slys. Öll börn sem eru á leiðinni í skólann og reyndar hvar sem er ættu að bera endurskinsmerki. Þetta á auðvitað við um alla gangandi vegfarendur. 

Gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að öll skólabörn séu örugg í umferðinni og komist heilu og höldnu í skólann sinn í vetur.  

Karl V. Matthíasson.vímuvarnaprestur og formaður umferðarráðs.  

Stöndum saman

Kalli Matt


Óttinn erlendis.

Kapítalistar úti um heim eru hræddir við það að litla gjaldþrota Ísland verði sjálfkrafa að sósíalísku ríki eftir að múr kapítlaismans hrundi hér. Auðvitað blasir það við að ríkið verður að taka við mörgum græðgisgjalþrotum og stokka upp. Því fyrr sem það verður gert því betra og því lengur sem það dregst fær fólk á tilfinninguna að stjórnmálamenn séu á einhvern hátt háðir útrásarvíkingum og auðmönnum. Ég trú ekki öðru en að alþýðuhetjan Ásmundur Stefánsson standi sig í stykkinu. Hann er mikill réttlætismaður.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband