Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Verðkrónan nýja.

Upp er komin hugmynd - að gefa krónunni okkar nýtt nafn látum hana heita verðkrónu.  

Við megum ekki sleppa henni því þá þarf að auka agann í hagstjórninni og hagfræðingarnir þurfa að taka sig á. (Það myndi ekki nægja þeim að skipta um nafn).

Hin verðtryggða króna er órjúfanlegur múr, sá sem er svo vitlaus að taka verðryggt lán sleppur ekki úr gildrunni.

Maturinn hækkar, olían hækkar, klósettpappírinn hækkar, fötin hækka og þar af leiðandi hækkar lánið sem vitleysingurinn tók.

Íslenska krónan er rándýr, sem étur heimilin þessa dagana hvert af öðru og þeir sem eru í skilanefndum heimilanna fá lægri og lægri laun. 

Nei, sleppum ekki krónunni höfum sjáfstýringuna á þó við munum ekki hvert við ætluðum að stefna þegar gamla góða  krónan var tekin upp.

Stöndum saman.

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband