Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Andvaka Íslendingar.

Eftir að hafa lesið frétt um mikla notkun Íslendinga á róandi lyfjum og svefnlyfjum fór margt um hugann eins og eftirfarandi orð bera vott um.

Þetta eru slæmar fréttir: Hvað veldur andvökum svona margar Íslendinga? Í frétt á sömu síðu segir að um 9% þjóðarinnar sé í alvarlegum vanskilum. Hvað eru margir í viðbót með áhyggjur af því að endar nái saman. Gæti það verið hluti af skýringunni? Eða er þetta kannske öfugt? Lenda svona margir í vanskilum vegna lyfjanotkiunar? Hér má spyrja margra spurninga? Eða erum við bara að úrkynjast? Eða erum við í þeim í þeim þankagangi að við verðum að fá svefnlyf ef við erum andvaka? Hvað þýðir tvisvar til þrisvar sinnum meira? Ef einn er að fá lyf hjá mörgum læknum þá er náttúrulega bara um alkóhólisma að ræða eða hreinlega verið að fá ódýrar pillur til þess að selja öðrum. Það vakna margar spurnigar upp. Ég ætlaði að sofa til kl 10.00 þennan morgun en vaknaði fyrir klukkutíma síðan. Er nú búinn að gera morgunbæn mína og hella upp á kaffi. Svo frúin verður glöð þegar hún vaknar og ég gegn inn í þennan dag vonglaður þó blankur sé og ýmis glíma blasi við. 
Hér dettur mér líka í huga saga af manni sem hét Nikódemus. Stundum hugsa ég mér að hann hafi verið andvaka og bylt sér í rúminu, ekki getað sofnað vegna alls kyns spurninga sem á hann leituð þrátt fyrir alla sína visku og þekkingu. Hann gat ekki fengið svefnlyf en hvað gerði hann? (Sjá þriðja kaflann í Jóhannesarguðspjalli)


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband