Leita í fréttum mbl.is

Ræða Jóhönnu og sitthvað fleira.

það kom vel fram í ræðu Jóhönnu hversu einörð hún er í því að auðlindir Íslands eigi að vera í höndum þjóðarinnar, en ekki örfárra hagsmunaaðila. Auðvitað hljótum við að taka undir slík orð, ekki síst í þeirri stöðu sem við nú erum. Um þetta hljótum við líka að hugsa í því uppgjöri sem við nú eigum.  Annnars ætla ég ekki að greina þessa ræðu frekar en hana er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins. Ég hvet fólk til að lesa þessa ræðu og velta því fyrir sér hvort aðalmálið í ræðunni hafi verið hótanir um stjórnarslit eins og Mbl. gefur í skyn á forsíðu vefs síns.

Annars er ég núna að semja predikun fyrir útvarpsmessu sem verður í útvarpinu á morgun. Textinn er auðvitað innreið Jesú í Jerúsalem. Ég hvet alla að lesa þennan texta í Jóhanesarguðspjalli og einnig til að íhuga atburðina sem komu í kjölfarið og dymbilvikan er helguð.

Kirkjan býður upp á margvíslegt helgihald um bænadaga og páska. Það er öllum holt að nota þennan tíma til að íhuga eigið líf og tilgang þess og kristnum mönnum sérstakt tilefni til að sækja helgihaldið hvar sem þeir eru á ferð um landið þessa daga.

Stöndum sman.

Kalli Matt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ekki gleyma www.þjóðareign.is Kalli ;-)

Kvótakerfið í dóm þjóðarinnar!

Þórður Már Jónsson, 28.3.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlýtur að vera krafan að Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin standi við orð sín og leggi fram þingsályktunartillögu um afnám kvótakerfisins eins og hún orðar það.Að öðrum kosti er hún loddari númer eitt, sem sá er þetta ritar telur reyndar að hún sé.Hún sagði í ræðu sinni að útgerðarmenn hefðu stóran kjaft eins og skötuselurinn.Sjálf hefur hún það sem er stærra en kjaftur á nokkrum útgerðarmanni eða skötusel, og talar með því.

Sigurgeir Jónsson, 30.3.2010 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband