Leita í fréttum mbl.is

Réttindalausir Þingeyringar.

Þingeyringar verða að fá að veiða fisk, gera út frá höfn sinni, það er siðferðislegur réttur.

Kvótakerfið hefur leikið þessa byggð illa að ekki sé meira sagt.

Fréttin í sjónvarpinu í kvöld sagði allt sem segja þarf um það hve byggðafjandsamlegt kvótakerfið er og mannfjandsamlegt líka.

Samkvæmt mannréttindanefnd SÞ er framkvæmd laga á lögum um stjórn fiskveiða brot á mannréttindum, og atvinnuréttindum.  "Strandveiðarnar"  breyta engu um það.

Það er mjög mikilvægt að loforð ríkisstjórnarinnar um breytingar á kvótakerfinu standist og að frumvarpið um breytingar verði lagt fram sem allra, allra fyrst. Því nýja kerfið verður að hafa komist í fullan gang a.m.k. einu ári fyrir næstu alþingiskosningar. 

Vonandi heyrum við eitthvað nýtt frá ríkisstjórninni á sjómannadaginn, það myndi örugglega gleðja þingeyringa og marga fleiri.

Stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband