Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarsátt um skuldir.

Þjóðarsátt er orð sem oft hefur verið notað á síðustu mánuðum og ekki að ástæðulausu. Eftir hrunið eru margir ósáttir enda hefur hallað á fjölda fólks og því er þörf á þjóðarsátt.

Nú hefur Hæstiréttur kaghýtt lánafyrirtæki með dómi sínum um gengistryggð lán. Í framhaldi af þessu hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn komið með leiðbeinandi vinnulag um breytt greiðslufyrirkomulag lánanna. Og allt logar nú út af þessum „leiðbeinandi" gerningi.

Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um. Samt eru margir skuldarar ófúsir að hvika frá dómi Hæstaréttar og sjá enga ástæðu til koma til móts við lánafyrirtækin eftir þá óbilgirni sem að minnsta kosti einhver þeirra hafa sýnt og á tíðum fyrirlitleg vinnubrögð sem fréttir hafa greint frá.

Fram undan er löng og ströng umræða og málaferli á málaferli ofan. Ríkisstjórnin er farin að gefa í skyn að samfélagið ráði illa við niðurstöðu dómsins og þess vegna hafi Seðlabankinn og FME brugðist svona við. Og auðvitað vekur það manni ugg ef sækja þarf meiri pening til ríkiskassans, með mikilli hættu á því að teygja velferðarkerfisins slitni.

Þess vegna spyr ég: Getum við búið til einhvers konar þjóðarsátt um skuldirnar. Geta skuldarar þessa lands fallist á það að öll lán til húsnæðiskaupa og bílakaupa verði aðeins einnar gerðar með lagasetningu? Væri til dæmis hægt að lækka verðbótalánin og hækka gengislánin á einhvers konar miðlínu sem dregin er á milli verðtryggðu lánanna og gengislánanna eftir dóm Hæstaréttar.

Þau átök og endalausu málaferli sem framundan eru um öll þessi lán geta orðið að ógn við allsherjarreglu og frið í samfélagi okkar.
Ég hvet til þess að leitað verði sátta og samkomulags í mikilli einlægni og að Alþingi og ríkisstjórn geri sitt til þess að vinna að því í góðu samráði við þau samtök sem stofnuð hafa verið til varnar heimilum og skuldurum þessa lands. Já, mikið held ég að margir yrðu fegnir ef hægt væri að klára þetta mál með ásættanlegri og viðráðanlegri lausn sem áreiðanlega er til. Að við gætum gert alvöru þjóðarsátt í þessu máli.

stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Ríkisstjórnin hefur enga heimild til annars en að virða dóm Hæstaréttar - annað er stjórnarskrár brot og beint valdarán.

Prestlærður maðurinn er varla að hvetja til slíks ?

Benedikta E, 5.7.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Maður semur ekki við ræningja!!  Það er búið að hafa fé af fólki á óheiðarlegan hátt og þeir sem gerðu það verða bara að skila til baka því sem tekið var ófrjálsri hendi hvort sem það veldur þeim tapi eða ekki. Það er ekki réttlátt að hagkerfi Íslendinga skuli vera byggt upp á óheiðarlegum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Rétt skal vera rétt!

Edda Karlsdóttir, 5.7.2010 kl. 14:26

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ég var hvorki að hvetja til valdaráns né að við ættum að sætta okkur við þjófnað.  Í rauninni er spurningin þessi. Er hægt að breyta öllum einstaklingslánum, gengislánum sem verðtryggðum vegna íbúða- og bílakaupa í "eitt sams konar lán".  Þá mun eitt ganga yfir alla.

Við sitjum nefnilega í súpu einkavinavæðingar banka og fiskimiða og úr þeirr súpu verður illa flogið.

stöndum saman

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 5.7.2010 kl. 15:03

4 Smámynd: Benedikta E

Myntkörfu-lánahafar fá leiðréttingu samkvæmt sínum lánasamningum og forsendubresti sem orðið hefur á þeim lánum meðal annars lögbrot - ólöglegum lánum var troðið upp á fólk.

Svo eru það verðtryggðu lánin og sá forsendubrestur sem orðið hefur á þeim  það verður að taka á þeim út frá þeim lánasamningum.

Bankarnir tóku stöðu gegn krónunni sem orsakaði óðaverðbólgu og hækkun vísitölu og höfuðstóls.

Það er ekki hægt að setja allt gumsið í einn pott svo úr verði - naglasúpa - sem fólkið borga í topp og - LODDARARNIR - halda áfram að græða á öllu saman .

Ó - NEI - góði maður fólk er  ekki fífl...........við bítum ekki á meðvirknina.

Myntkörfu lán hafar og verðtryggingar lán hafar láta ekki - ómerkileg stjórnvöld gera ágreining sín á milli - og búa til einhverja naglasúpu út frá því.

Báðar tegundir lánhafa ganga sameinaðir gegn ómerkilegum stjórnvöldum - standa upp fyrir sjálfum sér og segja hingað og ekki lengra - Neytendaréttur verður virtur í samræmi við uppkveðin Hæstaréttardóm.

Benedikta E, 5.7.2010 kl. 17:50

5 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Benedikta (Borghildur) mín.

Snúðu bara út úr.  Ég reikna með að við verðum að borga þau lán sem við tókum og líka vexti.

Ég býst við því að þú hugsir það líka.

En hversu mikið?  Þurfum við ekki að finna lausn á því máli?

Um niðurstöðu þess verður að ríkja sátt.

Eða ertu á þeirri skoðun að þeir sem fengu 1000kr í jenum borgi mun minna en þeir sem fegnu 1000kr í verðtryggingu?

"Ég er viss um að flestir sem tóku gengislánin hafi alls ekki hugsað sér að þurfa að greiða eins mikið og þeir hafa verið krafðir um. Ég er líka viss um að þeir hafi ekki heldur reiknað með að greiða jafnlítið og dómurinn kveður á um."

Stöndum saman

Karl V. Matthíasson, 5.7.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband