Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótann.

Ríkisstjórnarflokkarnir voru kosnir út á mikil loforð um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þjóðin styður Jóhönnu í þessu máli.
En samt eru áhrif LÍÚ hópsins svo mikil, að hann getur lamað allt atvinnulíf þjóðarinnar eins og nú er að koma fram. Ekki er hægt að bæta kjör fátæks fóks sem vinnur við fiskverkun, á kössum stórmarkaða eða hreinsar til á sjúkrahúsum eða í hótelherbergjum af því að LÍÚ er í fýlu. Fiskurinn er olía Íslands og gull. Ég tel rétt að við höfum þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið.

Stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Karl hér getum við ekki bætt kjör í þessu landi ef þetta kvótakerfi verður áfram við lýði. Þjóðin verður að fá að kjósa um annarvegar Kvótakerfi í einhverri mynd eða Sóknarmark þessu ofbeldi við þjóðina verður að linna.

Þetta SA mál frá LÍÚ´er partur af skipulegri aðför að Alþingi. Fyrst var hótað að sigla flotanum í land og nú þetta. Þeir ætla sér öll völd í þessu landi ef ekki verður að gert. 

Ólafur Örn Jónsson, 16.4.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ef þessi Ríkisstjórn beigir sig fyrir LÍÚ valdinu í þessu máli.

Þá getur þessi Ríkisstjórn kvatt Stjórnarráðið, enda svo sem rúinn öllu trausti eftir enn eitt tapið um ICESAVE og svo með þessa heimskulegu ESB umsókn á bakinu í blóra við lang stærstan hluta fólksins í landinu.

Gunnlaugur I., 16.4.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband