Leita í fréttum mbl.is

Kræklingaostur

Það var mikið ánægjuefni að lesa fréttina um kræklingarækt í mynni Hvammsfjarðar. Við hljótum að leggja mikla áherslu á slíka atvinnugrein sem kræklingarækt er.  Í Evrópu er gríðarlega mikið etið af kræklingi. Hátt á annað hundrað þúsund tonn á ári.

Ég minnst þess þegar ég fór einu sinni á markað í eina borg í Belgíu að heilu sölubásarnir þar voru eingögnu með krækling. Það er í rauninni skandall hvað þessi möguleiki hefur verið litið notaður og lítill gaumur gefinn og allt of lítill peningur settur í þessa nýsköpun. Hér er atvinnugrein sem fjlótt á litið gæti orðið mikilvæg við ströndina ekki síst í fjörðum okkar. Þetta er líka staðbundin atvinnu grein og "kvótinn" verður ekki seldur burtu.

Í Búðardal er mikil hefð fyrir matvælaiðnaði enda hafa komið þaðan frábærar kjötvörur og svo auðvitða mjólkurvörurnar frá mjólkurvinnslunni þar.  Kannski eiga þeir eftir að framleiða kræklingaost (nú þegar er til rækjuostur) í Búðardal. Ég býð mig fram til að vera smakkari ef Búðdælingar fara út í þessa starfsemi.

Gerum álhlé og horfum nú frekar til aukinnar matvælaframleiðslu bæði í skelrækt hvers konar og einnig skulum við auka stuðning við rannsóknir í þorskeldi, ýsueldi, lúðueldi og svo framvegis.  Það vantar alltaf fiskmeti og annan hollan mat.

Byggjum upp og styðjum byggð við ströndina.

 Stöndum saman

X - S  (Success)

 Kalli Matt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jahá, það er nú líkast til að fiskurinn er hollur, ég hef trú á að hann geti næstum því komið í staðin fyrir ritalín.

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kræklingur er algert sælgæti.  Ég man alltaf haustin á Gilsbrekku við Súgandafjörð þegar við týndum kræklin og skelltum honum beint á pönnuna og suðum í eigin vökva. Svo voru aðalbláber í desert.

Það er vissulega mikið hægt að gera fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni ef menn eru hugumstórir og frjóir en þá verða stjórnvöld líka að vera viljug til að taka áhættuna með mönnum.   

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2007 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband