Leita í fréttum mbl.is

Dularfulla bréfið.

Ég var að hlusta á fréttirnar um hið nafnlausa bréf. Hver er tilgangurinn er hann að vekja ótta, hræða dómarana og kannske fleiri?

Ég hef ekki séð bréfið,  en er kannski lagt til í því að allir hæstaréttardómararnir verði reknir nema Jón Steinar og Börkur.  

Leggur bréfritarinn kannski til hvernig dómar skulu falla í  Baugsmálinu?

En annars: Nú er ég að fara í Skálholt til að vera með hugvekju á kyrrðardögum um helgina og taka þát í þeim. Hlakka mikið til veðrið er svo fallegt og vonandi mun kyrrðin þar hafa góð áhrif á sál mína og hinna sem koma.

Mun þar fjalla um afsiðun alkahólismans og gildi manneskjunnar.  Á meðan verður veröldina að kljást við það að ég blogga ekki fyrr en á mánudag því ég fer austur á sunnudag síðdegis til að predika í æðruleysismessu í Kirkjuselinu í Fellabæhjá um kvöldið hjá sr. Láru Odds austur á héraði.

Biðjum þess að bréfritarinn og við öll eigum góða helgi.

Kalli Matt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alltaf svo yndislegt að hlusta á þig tala .... þú ert með skilning á hliðum mannslífsins sem alltof fáir hafa

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Takk fyrir þessa jákvæðu athugasemd, kæra Kleópatra

kallimatt

Karl V. Matthíasson, 23.2.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband