Leita í fréttum mbl.is

Lífróður Samhjálpar - Guðni í Höfn.

Nú hefur Guðni Páll lokið kayakróðrinum kringum Ísland. Ekki er sjálfgefið að slíkt takist þó vaskir menn leggi úr vör  - en hér tókst allt sem til stóð.

Fararbæn var gerð við kveðjustund og allan tímann báðu menn fyrir Guðna eða sendu honum hlýjar hugsanir, allt þetta og hugrekki hans komu honum heilum heim.

Fyrir hönd Samhjálpar og skjólstæðinga hennar vil ég nú þakka Guðna Páli innilega fyrir framlag hans í þágu Samhjálparstarfsins. 

Allir þeir sem hafa ætlað sér að styðja þetta frábæra framtak og ekki gert í því geta það enn. 

Það kemur starfi Samhjálpar til góða og er um leið viðurkenning og þakklæti til Guðna Páls fyrir afrekið sem og alla þá landkynningu er róðurinn hefur haft í för með sér. 

 
Guðni Páll þú er hetja innilegustu þakkir Guð blessi þig, Evu unnustu þína og allt þitt fólk. 

 
Karl V. Matthíasson, framkvæmdastjóri Samhjálpar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband