Leita í fréttum mbl.is

Lifi Vestfirðir

Ég var á ferð í Vestubyggð og Tálknafirði síðustu daga. Þar er alltaf sama gamla góða gestrisnin og velvildin sem tekur á móti manni. Fyrstu tvo dagana vorum við Guðbjartur Hannesson á ferðininni, en hann þurfti svo að fara í Stykkishólm til að taka þátt í umræðuþætti á stöð 2.

Ég var áfram á svæðinu og finn það betur og betur,  hvað stjórnvöld verða að  taka sig á til þess að að endurheimta fyrri stöðu byggðanna á þessu svæði. Það tekur auðvitað tíma, en fyrst er að vilja. Íbúunum hefur fækkað hættulega mikið. það er því ljóst  að næstu ríkisstjórn bíður mikil vinna til uppbygginar og eflingar í samvinnu við heimamenn.  Þetta á reyndar líka við um norðanverða firðina.

Við í Samfylkingunni erum  meðvituðu um það, að næsta ríkisstjórn verður að lljúka vegagerðinni vestur svo hægt sé að komast þangað án þess að berjast í holum fleiri, fleiri kílómetara malarveganna.  Þetta hefur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar marg bent á. Við viljum líka standa að nýjum störfum á vegum hins opinbera verði fjölgað, bæði sem störfum án staðsetningar  og einnig í tengslum við rannsóknir á þorskeldi og jafnvel kræklingarækt og margt annað sem tengist þar mannlífi og sögu. 

Í raun og veru eru Vestfiðir áskorun fyrir Alþingi sem á að vera framsækin og réttlát löggjafarsamkunda. Við í Samfylkingunni bindum miklar vonir við kosningarnar þann 12. maí næstkomandi því okkur langar til að koma að endurreisn og uppbyggingu sem mikil þörf er á.  Jafnaðarflokkur berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum - líka milli landshluta -  og þar sem hallar á er nauðsynlegt að hugsjón jafnaðarstefnunnar ráði för.

Nú er ákveðið að framhaldsdeild skuli starfrækt á Patreksfirði í samvinnu við framhldsskólann í Grundarfirði. Ég gleðst yfir því, enda er  það hið besta mál.  En við verðum  að gera okkur grein fyrir því, að svo myndarlega verður að standa að þessu verki, að nemendendurnir búi við sama kost og  nemendur annarra framhaldsskóla í landinu.

Leggja verður einnig miklu meiri alúð við starf ferðþjónustunnar á svæðinu og veita "þolinmóðara" fjármangni í greinina en nú er.  Lækkun flutningskostnaðar er einnig brýn nauðsyn, en það verður ekki gert án tilverknaðar yfirvalda. Og svona mætti  lengi telja.

Ef við berum okkur til dæmis saman við Norðmenn og skoðum hvað þeir gera til varnar og jafnvel eflingar byggð sinni þá sjáum við að okkur vantar þar mikið upp á.

Eiga Vestfirðir að lifa? Mitt svar er lifi Vestfirðir. Að því skulum við stuðla

Stöndum saman

X -S

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtilegur pistill. Ég reyndi að horfa á þáttinn með Guðbjarti á netinu og hann kom vel út úr honum. Það verður að gera þetta alminnilega í eitt skipti fyrir allt með samgöngurnar, það er alveg synsamlegt að þurfa að bera sig saman við litlu vini okkar Færeyinga sem eru með allt betra en við í vegasamgöngum ásamt ýmsu öðru.

Edda Agnarsdóttir, 31.3.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Auðvitað viltu einsog allir aðrir endurvekja góða tíma. Ég væri alveg til í að endurvekja okkar stundir saman á netaverkstæðinu í den. Nú eru bara aðrir tímar. Vestfirðir hafa orðið eftir, einsog svo margir aðrir staðir. Kanski var er bara staðan sú að aðrir urðu fljótari. Þess vegna þurfum við að passa okkur á að hefta ekki framför þeirra sem eru á undan á kostnað þeirra sem sitja og horfa á.

Svanur Guðmundsson, 1.4.2007 kl. 03:37

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Áfram Kalli, en farðu að greina þetta betur!  Hvað er það í jafnðarastefnu, ef eitthvað, sem ýtir undir byggðir eins og á Vestfjörðum. Kv.

Baldur Kristjánsson, 3.4.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband