Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn - næg verkefni

Ágæti lesandi.

Ferðlög um kjördæmið kosningaþeysireið og margt annað á þátt í blogghléi mínu en nú koma nokkur orð til að bæta úr því.

Jæja, þá eru kosningarnar afstaðnar og ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í þann mund að taka við völdum.  Vil ég hér þakka öllum sem kusu Samfylkinguna á Norðvestur kjördæmi og reyndar um allt land. Draumurinn um að Anna Kristín yrði þingmaður rættist ekki og eru það okkur öllum mikil vonbrigði.

Samfylkinginn náði þó því að verða næst stærsti flokkurinn í kjördæminu og tapað innan við tveimur prósentum frá síðustu kosningum en vann auðvitað, ef við horfum til þess þegar útlitið var sem verst í haust. Ég get sagt það hér, að þá varð mér ekki um sel. En það var liðsheildin sem breytti öllu og sameiginleg barátta skilaði okkur Guðbjarti inn á þing.  Og nú þar sem við erum komin í stjórn geri ég ráð fyrir því að kallað verði á fleiri úr liðinu til að takast á við mörg verkefni sem við okkur blasa og þátttaka í ríkisstjórn krefur.

Já ég er ánægður með það sem er að gerast -  þátttöku okkar í ríkisstjórn. 

Auðvitað er stefnuskrá Samfylkingarinnar ekki málefnasamningurinn, en engu að síður hljótum við að vera sátt við það að málefnasamningurinn  ber þess skýr merki að jafnaðarflokkur á góðan hlut í honum. 

Að vera í stjórnarliðinu gefur okkur aukin tækifæri að hafa áhrif til góðs fyrir land og þjóð og taka á mörgum brýnum verkefnum.

Ég óska þeim Ingibjörgu, Össuri, Kristjáni, Jóhönnu, Björgvin, og Þórunni innilega til hamingju með  störfin og trúi því að þau verði góðir málsvarar janfaðarstefnunnar á þessum nýja vettvangi. Þá óska ég ráðherrum Sjálfstæðisflokksins velfarnaðar í störfum sínum og óska Guðlaugi  líka til hamingju með ráðherratitilinn og vona líka að honum vegni vel í störfum sínum.

Það sem er mér nú efst í huga er staðan í byggðinni vestur á fjörðum,  en byggðamálin þar eru æpandi verkefni fyrir nýja ríkisstjórn.  Varnalegar lausnir verðum við að finna á þeim vanda sem skapaðist við það að kvótinn er seldur burt.

 

Stöndum saman  

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Kalli, innilega til hamingju með þingsætið.

Þú ert vel að því kominn og ég veit að þú verður farsæll í starfi fyrir fólkið í kjördæminu og landið allt.

Besta kveðja (líka til Steina)  

Sigurður Þórðarson, 24.5.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Virkilega og innilega til hamingju með að vera kominn inn á þing aftur...en þar áttu að vera:)

Matthias Freyr Matthiasson, 24.5.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri vin.

Segi við þig líkt og ég hripaði inn á bloggið hans Össa okkar.

Innilega velkominn í faðm Íhaldsins.

ÞAr kemur ykkur til með aðlíða vel í velgju og skjóli, í stað ógróina Þorpa, - á sköfnum melum stjórnarandstöðu.

Vandræði frænda minna á Flateyri eru til komin af sömu rót og vandi flestra duglegra manna, það eru KERFIN sem þið Kratar hafið átt hvað stærstan hlut í, að búa mönnum.

Kvótakerfið undan rifjum fyrrum Seðlabankastjóra, -áður þekkts Krata (Norðdal).  Hann ásamt og með Framsókanrmaddömmunni, skópu þessa Gýg, sem síðan hefur galið suma Sjálfstæðimenn.

Við sem vorum þá á Vestfjörðum í fe´lögum Sjálfstæðismanna, menn á borð við Matta Bjarna börðumst hatrammri baráttu gegn setningu þeirra, vegna þess, að við vissum, hvert helsi þetta yrði og að Gróðapungar finndu strax peningalykt af því og það auðveldaði mjög spillingu, líkt og ÖLL KRATAKERFI.

Annað Kratakerfi, sem við börðumst llyrmislega gegn líka var kerfi komið í beinan karllegg af Gylfa Þ Gísla, áður nefndann ,,Kvígan".

Verðtryggingin alias ,,Ólafslög" hafa gengið svo nálægt duglegu fólki, serstaklega úti á landi, að kostað hefur ótölulegan fjölda gjaldþrota, hjónaskilnaða en eins og þú veist vel sem sálusorgari, er hjónabandið oft það fyrsta sem brestur, þegar fjármálin eru illa komin og fjölskyldufeður og mæður orðnar nánast sem þrælar á doríu lögfræðinga og fjármagnseigenda, öll þeirra orka og allt þeirra aflafé fer lóðbeint í vasa löffa og okrara, löglegra í skjóli Ólafslaga.

Nóg í bili minn kæri

og mundu það, að þú kristinn maður átt þe´r engan argvítugr andstæðing næst Djöflinum en sannan G.....  ÞEtta sagði kirkjufaðir okkar hann Lúther gamli.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Til hamingju með að vera kominn aftur inn á þing Kalli, þó vissulega hafi ég orðið fyrir vonbrigðum með að mér finnst þið hafa látið íhaldið valta yfir ykkur. Þú verður að toga flokkinn til vinstri!

Guðmundur Auðunsson, 24.5.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að ríksstjórninni gangi vel.  

Ég þykist vita að Ingibjörg Sólrún hafi meiri áhuga á mörgum öðrum málum en sjávarútvegsmálum það má meðal annars sjá af stjórnarsáttmálanum.  Hitt er ljóst að ef hægt væri að klóna 62 eintök af Kalla  Matt til að hafa með frumeitakinu á þingi myndu sjávarbyggðirnar blómstra á ný.  Gott gengi Karls í prófkjörinu var engin tilviljum.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband