Leita í fréttum mbl.is

Öryggi manna í fangelsum.

Nú fer fram umræða um öryggismál í fangelsum. Brunamál ber á góma. Til eru klefar í fangelsum landsins sem er lokað með hengilás, og ef einn gangur er svoleiðis á Litla Hrauni segir það sig sjálft að erfitt er fyrir hvaða fangavörð sem er að ganga á röðina og opna hvern lás ef kviknar í. 

Og hvernig virkar svoleiðis ef jarðskjálfti ríður yfir?

Menn segja að öryggið sé svo gott að þetta sé allt í lagi. Það er vissulega bót í máli ef menn leitast við að hafa öryggið sem best. En auðvitað er ljóst að allir fangar vildu frekar vera á gagni þar sem hægt er að opna allar hurðar með einu handtaki í stað gangs sem lokað er með hengilásum.  Ef ég væri fangi myndi ég vilja það að minnsta kosti sjálfur.

Ég gleðst yfir því að í stjórnarsáttmálanum er sérstaklega getið um fangelsismál og vímuefni.  Þau orð fela í sér virðingu fyrir þeim sem hallir hafa farið í lífinu og þarfnast stuðnings. Við verðum að styðja ríkisstjórnina í því að fylgja þessum áformum eftir.  En auðvitað meira um þetta síðar.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott að sjá þig aftur á blogginu eftir kosningatörnina og til haminju með þingmannssætið og ríkisstjórnina!

Ég veit að fangelsis og vímuvarnir eru eitt af þínum hjartansmálum og styð þig heilshugar í þeim efnum.

Skjáums

EA

Edda Agnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvad segir Karl um stefnu rikisstjornarinnar i sjavarutvegsmalum?

Sigurjón Þórðarson, 26.5.2007 kl. 10:11

3 identicon

Gaman að sjá þig aftur hérna.

Kjartan Sæmundsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband