Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð í belg sjávarútvegsumræðunnar.

Nú er svo komið að Hafró mælir þorskstofninn í  það hættulegri stöðu, að hún ráðleggur mikinn niðurskurð.  Og Hagfræðistofnun kemur í kjölfarið með ráðleggingar sínar upp á svipað.

Undanfarin ár hefur verið veitt töluvert umfram ráðgjöf og ymsir eru þeir sem fullyrða að mikið brottskast hafi átt sér stað ásamt því að einhver fjöldi manna er sagður landa framhjá í töluverðu magni.  

Sem sagt veiðar umfram ráðgjöf, brottkast fiskjar, og framhjálöndun og kannski svelt á fiskinum vegna ofveiði loðnu? og svo auðvitað aðrir þættir eins og til dæmis samkeppni um fæðu við önnur dýr sjávarins. Þá má einnig nefna hitastig sjávar og sjálfsagt eitthvað fleira, sem hefur áhrif á þorskstofninn.  

Já, hvað er það sem veldur þessu hruni? Vitum við það algerlega?  Mitt svar er nei en við hljótum engu að síður að taka mark á mælingum Hafró, höfum við annað betra að styðjast við? 

Margir hafa haft samband við mig undanfaran daga og komið með fullt af hugmyndum. Eins og að banna veiðar um hrygningartímann, banna snurvoð, banna flottroll, veiða eins og við getum. Og svona  má lengi telja. 

Já það eru margir sem vilja tjá sig um þessi mál og eftir að hafa velt þess fram og aftur með sjálfum mér finnst mér eins og að við vitum mjög lítið um það hverng allt lífríkið í hafinu er að virka. Ég segi það aftur að ég hallast að niðurskurðar tillögunum en ég hallast líka að því að við eflum allar rannsólknir okkar á lífríki hafsins.

Það er hægt að gera með auknu fjármagni til Hafró og annarra aðila svo sem háskóla, náttúrfræðisofnana og svo framvegis. Þannig að fleiri augu horfa á þetta allt saman og betur sjá augu en auga.

Í rauninni  er það skrítið að komið er allt of lítið inn á þessi fræði  til dæmis í  náttúrufræðikennslu mennta- og fjölbrautarskólanna.  Svo ættum við líka að efla rannsóknir á þorskeldi og hefja mun markvissari athuganair á því hvaða sjávarfiska við gætu verið með í eldi. 

Er ekki langstærstur hluti Þeirra sjávarafurða sem etnar eru í dag framleiddar í eldi? ég  veit ekki betur. En hvað sem rétt er í þvi efni þá er ljóst að eldishlutinn fer vaxandi. Þetta á að minnsta kosti við um rækju og skelfisk hvers konar.  Er ekki einmitt upplagt tækifæri til að ryðja nokkrum sprotafyrirtækjum braut sem þessu tengjast?

Eitt ættum við líka að leggja meiri áherslu á en það er rannsóknarsamvinna við þjóðir sem hafa sömu hagsmuna að gæta eins og til dæmis Grænlendingar, Færeyingar, Norðmenn, Írar og flieri.

Þó vð séum að nota mismundandi kvótakerfi þá ættum við að geta unnið meira saman. Og þá ekki aðeins í eiginhagsmuna skyni heldur líka vegna nátúrunnar sjáfrar. 

Í skýrslu hagfræðistofnunar er rætt um að þriggja ára alfriðun þorsks myndi skila miklum ávinningi fyrir okkur og gefið er upp módel sem leiðir okkur til 300.000tonna þorskafla á hverju ári eftir ákveðin tíma. 

Afleiðingar slíkar aðferðar gæti orðið sú, að mati Hagfræðistofnunnar, að minni útgerðum fækkaði og þær stærri myndu þá óhjákvæmilega sjá um að veiða allan aflann.  Þá gæti sú hætta skapast að lögin um takmarkaðan rétt útgerða til veiða á ákveðnum stofnum yrði brotin.  

Já það eru miklar pælingar í þessu öllu saman. Það má líka velta því upp, ef við munum skera veiðarnara mikið niður.  Hvort ekki sé rétt að takamarka eða draga úr sölu á algerlega óunnum fiski úr landi, því hér er um mjög alvarlegt ástand að ræða. 

Þetta eru mál sem verða ekki leyst með einni patent lausn að fækka útgerðum.  Þá má líka  velta  því upp hvort ekki sé hægt að koma til móts við stærri útgerðir með tímabundnum styrkjum og leyfa byggðunum sem eiga allt undir þorskveiðum að  fá aukinn byggðakvóta sem færi á leiguuppboð og sveitasjóðirnir nytu þess. 

Endlaust er hægt að velta þessu öllu fyrir sér fram og til baka.  En eitt er algerlega ljóst í mínum huga og það er að íslenska þjóðin  á fiskimiðin í kringum land okkar og enginn annar. Rétt  eins og að sú þjóð sem býr í Venezuela hún á olíu þess lands og enginn annar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er gáttaður á því að Samfylkingin virðist ætla að kokgleypa þetta dellumeik sem skýrsla Hagfræðistofnar óneitanlega er.

Hagfræðistofnun reiknar út stærð þorskstofnsins áratugi fram í tímann í skýrslunni með mikilli nákvæmni miðað við hina og þessa aflaregluna þegar það er síðan tekið fram m.a. á bls. 48 að erfitt sé að meta veiðistofn í upphafi hvers árs með mikilli nákvæmni.

Hvernig er hægt að spá fyrir um framtíðina ef menn vita ekkert um núið og hafa þurft að "leiðrétta" stofnstæð þorsk aftur í tímann?

Þó svo Samfylkingin virðist vera að gúffa á að taka á kvótakerfinu til þess að geta komist í ríkisstjórn, þá hlýtur að vera hægt að fá að lesa umrædda skýrslu Hagfræðistofnunar með gagnrýnum hætti. 

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að geta leyft það.

Sigurjón Þórðarson, 28.6.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður pistill.  Vantar áhugann til að tjá mig um fiskveiðistjórnunarkerfið ´vaá langt orð.

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband