Leita í fréttum mbl.is

Einar Oddur Kristjánsson

Aftur og aftur í dag hef ég hugsað til Einars Odds. Það er mikill sjónarsviptir að honum. Hann var afgerandi maður og var einn þeirra sem lögu lóð á vogarskálar stöðugleika með þjóðarsáttarsamningunum.  Með störfum sínum í því sambandi skráði hann sig á blöð íslenskrar sögu. Á Alþingi Íslendinga var hann svipmikill og sterkur og á hann var hlustað. Það var gott að leita til hans þegar hann var í fjárlaganefndinni og lagði hann góðum málefnum lið ekki síst þegar um minnimáttar var að ræða. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fólkinu hans sem syrgir nú góðan dreng. Sigrún Gerða Gísladóttir eiginkona hans var honum alla tíð mikil stoð og stytta í störfum hans og vott ég henni og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð styrki þau og blessi á komandi tíð.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband