Leita í fréttum mbl.is

Í Kanada

Ég fór á þing Norðurheimskautsráðsins i Kanada um daginn og var það nokkur reynsla.

Mikið var rætt um hlýnun jarðar og þær breytingar sem eiga sér stað á norður hveli jarðar. Nýjar siglingaleiðir eru að opnast og ljóst er að umferð um þetta svæði fer vaxandi. Í telgslum við þetta var rætt um björgunarmál og nauðsyn þess að auka viðbúnað  og standa klár á því að hvers konar slys geta hent.

Þá var sagt frá mjög miklum vandamálum sem hrjá frumbyggjaþjóðir á þessum slóðum vegna áfengsdrykkju og aukinnar fíkniefnaneyslu.  Sjálfsvíg ungra manna eru þar tíð og ofbeldi mikið. Það var greinlegt að fólkið sem gerði grein fyrir skýrslunni var mjög slegið vegna þessarar stöðu og augljóst er að áfengisneysla er mikill bölvaldur á þessum slóðum.  Vonandi tekst að vinna gegn þessari vá og opna augu hinna þjáðu víndýrkenda fyrir því að erfiðleikar lífisins og þrautir verða ekki sigraðar með alkóhóldrykkju eða annarri fíkniefna neyslu. 

Förum edrú að sofa og stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll höbbðingi.

Ákvað að líta á síðuna þína og skoða hvort þú værir skemmtilegur!

Það er gott að fara edrú að sofa en enn betra að vakna með nokkuð skýrt höfuð.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Hafdís Lilja (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 06:02

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll vertu.

Ég hef oft heyrt um mikið áfengisvandamál meðal þjóða sem til skamms tíma lifðu frumstæðu lífi. Nefni Grænland sem dæmi.

Nú er það svo,  að í raun fer vandamál tengt víndrykkju og annari vímuefnaneyslu vaxandi víðast á vesturlöndum.  Hvað er til ráða?

Hér á landi er mikið er rætt um að það skipti öllu máli hvort vínið er selt í þessarri búð, en ekki hinni.  Ekki skal ég fullyrða um það,  hvort það skipti einhverju máli.

Mín skoðun á þessu máli er að það sem þurfi til að vinna gegn þessu sé bætt líffskilyrði almennings.  Það verði hugað að manninum og fjölskyldunni, en ekki Mammoni og lífgæðakapphlaupinu.  Miklu skiptir að í skólum landsins sé tekið á lesblindu og ofvirkni og slíku.  Það er ekki nóg að greipa það í lög að allir eigi rétt á sömu menntun í skólanum, ef sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til að uppfylla þessar kröfur.  Ég fullyrði að ástandið er verra en við gerum okkur grein fyrir.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.10.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband