Leita í fréttum mbl.is

Frábært hjá Bjögga

Þetta er frábært og vona ég að þessum málum verði fylgt fast eftir. Áægjulegt að íbúðalánasjóður er farinn að taka við sér og vinna í anda Björgvins G. Sigurðssonar.  Enn er það viðhorf til að þeir sem skulda hafi engan rétt til að mótmæla innheimtugjöldum hvers konar eða öðrum kröfum í tengslum við skuldir. Björgvin er að ræsa liðið hvað þetta varðar og má með sanni segja að hann sé hinn besti neytendamálaráðherra.

 

stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo væri ekki úr færi, að sjá svo um, að lánastofnanir fari að lögum.

Bankalögin banna að bankar eigi fasteignir til langs tíma og því eru Fasteignafélög þeirra ekkert annað en sýlaus brot á lögum.

Ætli bankarnir væru nú ekki til með að lagfæra og styrkja enn frekar margann skuldarann en bjóða upp ofan af honum, væri farið eftir þessum lagabókstaf?  Það yrði til þess, að fasteignaverðið færi ekki svona hratt upp, að venjulegu fólki er með öllu fyrirmunað að kaupa þak yfir sig og sína.

Annars gleðilegt ár og farsælt komandi ár.

e.s.

Góði besti, fáðu þa´til að breyta þessu merki sínu þarna hjá Samfó.  Þetta lítur út fyrir að vera kúla sem er miðað í hjartastað kjördæmisins og roði Dauðans sé yfir skepnunni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.1.2008 kl. 12:59

2 identicon

Hvað ætli það sé langt þar til hann bakkar með þetta, svona eins og hann bakkaði með stimpilgjöldin og vörugjöldin?

 Já og ef það gerist ekki, hvað heldurðu þá að það sé langt þangað til þessir aðilar hækka bara verðið sitt sem nemur þessum þjónustugjöldum?

Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það Karl, ertu ekki virkilega ánægður með dóm Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í ósanngjarnt og gangi ekki upp í núverandi mynd.

 Nú er virkilega hægt að láta hendur standa fram úr ermum og standa við þau fyrirheit sem gefin voru  fyrir kosningar um breytingar á kerfinu.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hann er besta skinn! Takk fyrir síðast - næst þegar þú mætir verður fimmhundruðkall á boðstólum!

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband