Leita í fréttum mbl.is

Eignast útlendingar kvótann?

Þessari spurningu er beint til mín og einnig er henni velt upp í bloggi Guðmundar Magnússonar.  Ekki skal ég fullyrða um þetta, en ljóst er að úrskurður Mannréttindanefndar SÞ og svo auðvitað 1. grein um stjón fiskveiða gætu verið vörn í málinu fyrir þá sem hugsa um hag þjóðarinnar.

En 1. greinin hljóðar svona:

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Ég hef lagt það til að við bætum við aflaheimiildirnar og setjum þær á markað.  Þó erfitt sé að hugsa til þess að útlenskur banki eignist kvótann. Þá gæti það orðið til þess að  frjáls markaður opnaðist með fiskveiðiheimildir. Varla myndu þeir úthluta eftir þeim reglum sem við höfum í dag. Það yrði bara tap fyrir þá.

Við verðum að drífa í því að breyta fiskveiðstjórnarkerfinu í þá átta að ríkið fái aukinn pening fyrir fiskveiðiheimildirnar.

Stöndum saman

Kalli Matt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ég að skilja það svo að þú viljir selja útlendingum aflaheimildirnar til að fá pening fyrir ríkið?  Heldur þú virkilega að þessi ályktun mannréttindadómstólsins sé nægileg trygging fyrir að þær haldist hér? Hvernig er skilningur ríkisins á ályktuninni og hvernig hefur það brugðist við henni?

Þetta er nú ansi heit kartafla, sem þú ert að henda á lofti hér. Hér stangast á í einum graut, þessi ályktun, EES samnngurinn og 40 grein stjórnarskrárinnar. Er ekki rétt að fá þá hluti á kristaltært áður en við hleypum ykkur inn í spilavítið.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 07:52

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Góðan daginn Jón. Ég vil ekki selja útlendingum aflaheimildir.  Það sem ég vil segja í þessu máli er tvennt.

1. Mannréttinda nefndin og 1.gr gætu verið vörn til þess að halda kvóanum á íslenskum höndum.

2. Fari svo að útlendir bankar fái yfirráð yfir kvóta munu þær að öllum líkindum deilda út fiskveiðiheimildum öðru vísi en nú er gert. Líklegast með uppboði.

Við verðum að herða róðurinn í umræðunni um kvótamálin, þau verða mjög líklega mun ofar á dagskránni en verið hefur.

KM

Karl V. Matthíasson, 10.11.2008 kl. 08:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki rétt að ríkið sjaí um uppboðin og söluna og sleppi spillingunni og einkavinanæðingunni. Ríkið á bankana. Ríkið á kvótann. Er ekki spurning um að endurskoða þetta kerfi frá grunni og deila út á nýjum forsendum.

Er víst ð íslendingar hljóti kvótann á uppboðum erlendra banka? Er það ekki ólíklegra en hitt að erlendir aðilar fái kvótann og hirði afraksturinn af veiði og fullvinnslu? Ég átta mig bara ekki hvað þú ert að fara?  Hefurðu hugleitt af hverju við erum sjálfstæð þjóð Kalli?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála þér að það þarf að ræða þetta þegar um hægir og flana ekki að neinu. Það er greinilega ekki vanþörf á. Ekki víst að við eigum nokkurn kvóta þegar eignasafn bankanna hefur runnið til lúkningar skulda fyrir óreiðumennina. Það er veruleikinn sem blasir við núna. Þeir eru að ráðstafa þessu á þessu augnabliki og haf verið að því undanfarnar tvær vikur og enginn veit neitt.

Bréf í orkuframleiðslu, dreifingu og sölu, þjónusufyrirtækjum, verslunum, Landareignir, laxveiðiár, vatnsréttindi og margt fleira í þeim eignapakka. Vert að hafa áhyggjur af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 08:41

5 identicon

1.       Það er auðvita tækifæri núna til að þjóðnýta útgerðina og þjóðnýta auðlindina. 

2.       Það er óþolandi að þegar þjóðin  er að reina að semja sig út úr gjaldþroti , skulu fáir útvaldir gjaldþrota útgerðarmenn fá,  1, sept hvert ár fá (ríkis styrk miljarða) uppúr gullkistunni/auðlindinni.

3.       Draumar LÍÚ hafa verið að fá útlendinga til að fjárfesta í greininni, enda telja þér sig vera eigendur af auðlindinni, burt séð frá 1.gr. laga um stjórnfiskveiða.

4.       Það er enginn ástæða fyrir erlenda banka að fara að hressa uppá „gjaldþrota‘‘útgerðir, komist þeir í aðstöðu til þess,,þeir selja,,.  

Sigurður G. Marinós. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:05

6 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Sæll Jón þakka á ný góðar athugasemdir.

Vissulega er algerlega nauðsynlegt að leikreglunum verði breytt. Er þér sammála.

Ég er er ekki hlyntur því að útlendingar fái að bjóða í kvóta nema við fáum að bjóða í hjá þeim eða að þeir landi aflanum hér.

Það eru til útgerðir á Íslandi sem kunna að bjóða í og hafa þurft að starfa þannig eins og við vitum - jafnvel þurft að borga 200kr er meira fyrir að fá að veiða eitt kíló.

þá skulum við ekki gleyma því að margir flytja núna út fisk til útlanda óunnin og láta vinna hann þar sbr Humbersvæðið í Bretlandi.

Krafa þín um gegnsæi í störfum bankann er algerlega réttmæt og mun ég víkja að henni á þingflokksfuni í dag, en ég vil bæta því við að ég hef gert það áður einkum í tenslum við útgerðina.

Hvernig á banki sem fær allt í einu 1000tonna kvóta upp í hendurnar að koma honum í verð? Takk aftur fyrir góðar athugasemdir.

Til áréttingar: Grundvallarskoðun mín í sjávarútvegsmálum kemur mjög vel fram í 1. greininni.

kv

KM

Karl V. Matthíasson, 10.11.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eru með þessum skrifum að lýsa yfir stuðningi við tillögur Frjálslyns flokksins um innköllun kvótans?

Karl þú talar um að herða róðurinn í kvótamálinu og tek ég heilshugar undir það en mér sýnist að það þurfi ekki hve síst að róa gegn Samfylkingunni þar sem formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og varaformaðurin Ágúst Ólafur Ágústsson styðja illræmt og óréttlátt kvótakerfi.

Sigurjón Þórðarson, 10.11.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo að lokum minna þig á að kynna þér annan sáttmála innan bandalagsins, en það er Rómarsáttmálinn. Þar kveður á um að allur fiskveiðikvóti sé sjálfkrafa sameigns sambandsins. Engin hliðrun hefur nokkurntíman verið gerð á þessu Kalli og mun ekki verða gerð til mismununar öðrum bandalagslöndum, sem hent hafa stofnum í þetta púkk.

Þessi umræða ykkar er andvana fædd og mér er engin leið að skilja hvert markmið ykkar og væntingar eru. Nú er evran í frjálsu falli gagnvart dollar, svo ekki er stöðugleikinn alveg það sem stenst. Atvinnuleysi innan bandalagsins hefur að jafnaði verið um 10% og hefur ekki náðst upp úr þeirri sjálfheldu, þrátt fyrir opin landamæri, með fylgjandi vandræðum. Í okkar sögulega djúpu efnahagsdýfu hefur ekki náðst að jafna þá ´prósentutölu sem er norm í EU.

Nú þurfið þið að hætta að bergmála formanninn og skoða málin á eigin forsendum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband