Leita í fréttum mbl.is

Kastljósshugmyndir.

Ég var glaður að hlusta á kastljósið þar sem koma fram hugmynd um að gefa ferðir til Íslands. Í erindi sem ég var með á útvarpi Sögu fyrir einni eða tveimur vikum kom ég fram með svipaða hugmynd. Það er satt að margir eru að hugsa svipað í líkum aðstæðum. En svona var textinn.

Brjáluð hugmynd eða hvað?

Einn vinur minna kom með þá tillögu að nú ættu Íslendingar að gefa Bretum 100.000 flugmiða til Íslands og fimm daga hóteldvöl hverjum þeirra. Með morgunmat.  Íslenska ríkið myndi kaupa miðana af íslenskum flugélögum en þessi ferðagjöf myndi síðan leiða til gríðarlegar verslunar, bæði á varningi, listum og þjónustu.  Kannske er þessi hugmyndi ekki svo galin. Væri ekki ágætt að fá slatta af ferðmönnum sem gætu eytt nokkrum aur hér af því að farið var svo ódýrt.  Auðvitað yrði að útfæra þess hugmynd svo hún skilaði nokkrum árangri.

Þetta myndi líka vekja heims athygli eins og margt annað sem við Íslandingaar höfum tekið okkur fyrir hendur á undanförnum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mjög góð hugmynd.  Ég held að flugmiðarnir séu nóg, en verði skilyrtir því að ferðin sé amk 2 dvalarnætur.

Þó vil ég benda á eitt; Það er það að svokallað útflutningsráð og aðrir aðilar sem hafa styrkt ferðamennsku til landsins hafa einblínt á suðvesturhornið.  Þeir ferðamenn sem koma til landsins í skamma dvöl skilja ekki eftir sig tekjur á landsbyggðinni.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Durtur

Sveimérþá ef þetta er ekki bara fínasta hugmynd--altént ekki verri en sú að bjarga skuldavandamálinu með því að taka stærra lán og skulda þar með 110% af vergri árlegri þjóðarframleiðslu okkar [steytir hnefa].

Það er líka kórrétt hjá Jóni að Ferðamálastofa einbeitir sér algerlega að því að beina erlendum gestum okkar á suðvesturhornið, þar sem Kynnisferðir eru með rútuferðir og "Flugleiðahótel" eru á hverju strái. Þekkjandi þann bransa ágætlega veit ég fyrir víst að erlendir gestir eru hreinlega hvattir til að forðast t.d. Vest-, og Austfirðina, með ýmsum ráðum.

Durtur, 20.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband