Leita í fréttum mbl.is

Alvöru lýðræði - Aukið lýðræði.

Hvers vegna er talað svona mikið um lýðræði á þessum tímum þegar við verðum að þola afleiðingar efnahagshruns þjóðarinnar. Er það eitthvað tengt lýðræði? Var ekki allt í lagi með lýðræðið? Fékk ekki þjóðin að kjósa sitt fólk á fjögurra ára millibili hið mesta? 

Svar mjög margra við þessu er :  " NEI. Við fengum ekki að kjósa okkar fólk. Við fegnurm að kjósa fólk sem flokkarnir og klíkur þeirra völdu á listana.  Valdklíkur í flokkum sem afhentu fiskimiðin, síldarverksmiðju ríkisins, bankana, og margt fleira í hendur vina sinna." 

Þjóðin tengir spillinguna við valdklíkur. Maður nokkur sem hringdi í mig um daginn  til að þakka mér fyrir grein sem ég skrifað gerði þetta að umtalsefni við mig.  Hann var á þeirri skoðun að lýðveldið hefði þróast út í þingveldi, þaðan yfir í flokksveldi og úr því yfir í flokksklíkuveldi. Margir aðrir hafa tjáð þessa skoðun. Og nú er viðleitni hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til að bregðast við þessu með persónukjöri en  um það er sérstaklega fjallað í verkefnaskrá núverandi ríkisstjórnar. 

Ég er henni algerlega sammála.  Leyfum flokkunum að koma með tillögur um frambjóðendur en svo þegar kosið er á hver og einn kjósandi að fá að velja hverjum þeir treysta best til að framfylgja þeim markmiðum og leiðum sem viðkomandi flokkuri stendur fyrir.  Sumir eru á þeirri skoðun að þetta náist ekki í gegn. Hvað er að? Af hverju ekki? Er fólkið of heimskt að þeirra mati til að fá að velja sjálft. Þarf að ákveða fyrir fólkið hverja það á að kjósa, þarf að bíða af því að  umræðan er ekki orðin "nægjanlega þroskuð?"   Hvenær er tími til að láta af skynseminni og leyfa lýðræðinu að ráða? Ég styð hugmyndir Jóhönnu um aukið lýðræði. Og mun leggja mitt að mörkum til að þær nái fram að ganga á yfirstandandi þingi.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Síðasta ríkisstjórn var sett af - fyrir utan alþingishúsið. Þeir sem innan dyra voru - reyndust vanhæfir til þess. Búsáhaldafólkið tók verkið að sér.

Vonandi bíður þingheimur ekki eftir frekari niðurlæginu alþingis. Kröfur um aukið lýðræði brennur á fólkinu. Fyrir liggur að komin eru fram frumvörp varðandi aukið lýðræði. 

Persónukjör er mjög aukið lýðræði. Það verður að virka í komandi kosningum.  Uppstokkun á okkar 160 ára gömlu dönsku konungsbundnu stjórnarskrá er með öllu úrelt.  Krafa er um stjórnlagaþing í haust.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þegar lagst þver fyrir auknu lýðræði- segja tímann of skamman.  Það tók þann flokk ekki nema þrjá daga að koma eftirlaunaósómanum í gegnum þingið á sínum tíma.

Vilji er allt sem þarf... kannski er sá eindregni vilji utan veggja alþingis ... það er enn tími til stefnu.

Sævar Helgason, 22.2.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Sævar Helgason

 Smá leiðrétting :

"Uppstokkun á okkar 160 ára gömlu dönsku konungsbundnu stjórnarskrá er með öllu tímabær .  Krafa er um stjórnlagaþing í haust."

Sævar Helgason, 22.2.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

afhverju sýnið þið ekki lýðræðis ást ykkar í verki í staðinn fyrir að ráðast á löggjafarvaldið um leið og þingmenn gefa ekki eftir í öllum málum fyrir framkvæmdarvaldinu?

samanber Höskuld og viðskiptanefndina. þar sannast að lýðræðisástin er meira í orði heldur en nokkurntíman á borði. 

Fannar frá Rifi, 24.2.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

vil benda þér á eitt sem ekki er tengt þessari grein, en þú talar mikið um. kvótann og byggð. svona áður en þú bullar mikið meira um byggðar sjónarmið ættiru að gera tvennt. kynna þér málinn og koma með sannleikann um þína skoðun.

1.

91% kvótans er skráður utan Höfuðborgarsvæðisins. 

92% kvótans er  landað utan höfuðborgarsvæðisins.

85% kvótans er unninn og verkaður utan höfuðborgarsvæðisins. 

semsagt. þessi 15% sem ekki er unnin úti á landi er myndu fjölga íbúa á landsbyggðinni margfalt. og taktu eftir. þetta eru meðaltals tölur árana 2003 til 2007. 

2. hvar má að þínu mati gera út? miðað við tölur hérna að ofan sem allar eru fengnar frá Hagstofu Íslands, þá er nánast allur fiskur unnin úti á landi.  hvaða byggðir eiga ekki að fá að gera út? viltu kannski leggja niður útgerð á Akureyri, Vestmannaeyju eða Snæfellsbæ? hvar er þér þókknanlegt að það sé gert út í sjávarútvegi? 

Fannar frá Rifi, 7.2.2009 kl. 18:35

Gastu ekki svarað þessu? var þetta óþægileg spurning og ábending í lýðskrums tali þínu?

Fannar frá Rifi, 24.2.2009 kl. 12:14

5 identicon

Fannar minn, rólegur ezk.

Ef að ég vildi kaupa bát og byrja í útgerð... gæti ég það? Þú getur bara ekki verið ósammála því að fiskveiðistjórnunarkerfið - kvótanum sé misskipt eins og kerfið er núna. Jafnvel þó svo að þú hafir fæðst inní kvótafjölskyldu. Ég er ekki að gera neina skratta úr þeim sem "eiga" kvótann núna, alls ekki. Það er flest allt harðduglegt fólk sem er að vinna innan því kerfis sem er í boði. Það breytir því ekki að þetta er mikið óréttlæti ef þú horfir á heildarmyndina. Afhvejru hefur sonur þinn meiri rétt á því að gera út heldur en ófædd börn mín??

Kalli er að tala um að fleiri eiga rétt á því að veiða fiskinn okkar í sjónum heldur en nokkar útgerðir.

Bestu

-hlé

Hlédís (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú getur keypt bát ef þú færð lán.

misskipt? að þeir eigi hann sem keyptu hann og þeir eiga ekki neitt sem keyptu ekki neitt og vildu að ríkið kæmi og útdeildu öllu upp á nýtt til að þjónka sjálfum sér?

Hlédís. þegar kerfið var sett á áttum við ekki neitt. takmörkunin á veiðum var algjör. við urðum að kaupa allt til okkar. 

þetta er bara fyrirsláttur og lýðskrum til þess að fiska atkvæði. afhverju kemur þú og hann ekki fram og tjáið ykkur hvernig, hverjir og hvar má gera út? 

en ef það á að gera upp kvótann og endurúthluta til að fleiri komist að. á þá ekki að gera slíkt hið sama með allar auðlindir landsins? þar falli jarðnæði undir og aðrar auðlindir? svo og húsnæði og lóðir. hvernig á sonur minn að byrja t.d. að reka verslun? hann þarf að gerast leiguliði eða kaupa dýrum dómum hús eða byggja það og svo lóð. 

það er kannski nákvæmlega eins í útgerð. þú þarft að fjárfesta í útgerð til þess að komast inn, alveg eins og í öllum öðrum atvinnugreinum á þessu landi. en nei. sjávarútvegur á að vera eitthvað sérstakur og öðruvísi. 

það eina sem kemur frá ykkur er að þið viljið að sjávarútvegur verið svipaður og í ESB þar sem launin eru engin og greinin er ríkisstyrkt. það má alla vega lesa óbeint af þessum hugmyndum. já takk Kalli Matt. Tak fyrir að beita þér fyrir kjaraskerðingu sjómanna. 

Fannar frá Rifi, 24.2.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband