Leita í fréttum mbl.is

Ég er genginn til liðs við Frjálslynda.

Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn.Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum.  Viðhorf mín á þessu sviði hafa ekki skipað þann sess innan Samfylkingarinnar sem ég hefði kosið á undanförnum tveimur árum, sem kom vel í ljós í niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir skömmu.  Ein meginástæða þess að ég hóf þátttöku í stjórnmálum er löngun mín til að stuðla að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi landsins sem að mínu mati er með eindæmum ranglátt og felur í sér mikla mismunun.  Það hefur ekki síst komið í ljós eftir að efnahagskreppan skall á Íslandi í október á síðasta ári en ég er þeirrar skoðunar að fyrirkomulag þessa kerfis eigi stóran þátt í þeim vanda sem þjóðin glímir nú við. Því verður eitt  mikilvægasta verkefni í endurreisn landsins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann veg að arður þessarar dýrmætustu náttúruauðlindar landsins komi þjóðinni allri til góða. og skapi um leið fleiri atvinnutækifæri.  Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt sett þessi mál í öndvegi.  Ég hef því ákveðið að ganga til liðs við flokkinn og hlakka ég til að eiga gott samstarf við félaga hans. Á þessum tímamótum vil ég nota tækifærið til að þakka kærum vinum mínum í Samfylkingunni  samstarfið á undanförnum árum og óska þeim alls hins besta.  Virðingarfyllst  Karl V. MatthíassonAlþingismaður

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Síra Karl !

Velkominn; í sjóhunda- og þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins.

Fengur mikill; af einörðum málafylgjumönnum, hverjir gagn vilja gott gera; landi og fólki og fénaði, öllum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Rannveig H

Ein spurning til þín Karl stefna FF er aðskilnaður ríkis og kirkju hver þín afstaða til þess?

Rannveig H, 13.3.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Vegna tímaleysis verður athugasemd mín afar stutt en innihaldsrík:

Velkominn Kalli

Sigurður Þórðarson, 13.3.2009 kl. 11:52

4 identicon

Athyglisvert Karl V.

Vona að þú haldir áfram að blogga og lokir ekki fyrir athugasemdir.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sárt þykir mér að sjá þið halda því fram að sjónarmið þín í sjávarútvegsmálum hafi ekki hlotið hljómgrunn innan Samfylkingar. Þú veist betur Kalli minn.

Á þeim framboðsfundum sem haldnir voru í kjördæminu nú fyrir prófkjörið var varla um annað meira rætt en sjávarútvegsmálin.  Þú varst að vísu ekki á öllum fundunum. En á þeim var mikið rætt um sjávarútvegsmál. Ég veit ekki betur en Þórður Már Jónsson, ég og Guðbjartur höfum öll verið afgerandi í þeirri umræðu og samhljóða þeim áherslum sem þú vilt nú láta sem hafi verið þínar einkaáherslur. Þannig er það nú ekki.

En ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem þú starfaðir og talaðir sem Samfylkingarmaður og varst samverkamaður okkar félaga þinna í flokknum. Gangi þér vel á nýjum slóðum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.3.2009 kl. 14:54

6 identicon

Mér þykir þetta lítilmannlegt að svissa svona yfir.  Móðgun við kjósendur þína og stuðningsfólk.  Til hvers ertu þú eiginlega í pólítík?  TIl þess að hafa áhrif, vera fulltrúi fólksins eða tið að fá þægilega innivinnu?

Afhverju fórst þú ekki í Frjálslynda ÁÐUR en prófkjörið var (þar sem þér var hafnað)  Hví sagðir þú ekki að ekki hafið verið hlustað á þig í Samfylkingunni ÁÐUR en prófkjörið fór fram

 Það er einmitt svona vinnubrögð sem eru ástæaðun fyrir því að einungis 12% landsmanna ber traust til Alþingis.   Augljóst er að þú horfir í þína hagsmuni frekar en hagsmuni kjósenda þinna þegar þú svissar svona milli flokka eins og ekkert sé.  þetta er lítilmannlegt og illt afspurnar fyrir alla sem ástunda stjórnmál.  Sérr í lagi þig.

Ég vona sannarlega að þú rennir á rassinn í þessu framapoti þinu innan hins ömurlega Frjálslynda flokks.  Við eigum betra skilið en sjálfspotadi vingla eins og þig á Alþingi.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:02

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég harma þessa ákvörðun þína Kalli en vona ég óska þér velfarnaðar og vona að þú náir að breyta rasískri stefnu flokksins í málefnum innflytjenda.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:07

8 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér finnst þetta leitt. Aftur á móti hafa Frjálsl. fengið góðan liðsmann, án efa. Það er alveg rétt Samfylkingin hefur ekki alltaf verið samstíga í sjávarútvegsmálum. Ég vona að menn fari þó að gera sér grein fyrir þeim skaða sem þetta kerfi hefur haft á byggðir landsins.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 13.3.2009 kl. 19:05

9 Smámynd: Sævar Helgason

Í prófkjöri Samfylkingarinnar 2007 féll einn þingmaður í vonlaust sæti á framboðslista- sá hafði sama hátt á og þú núna - fór yfir til Frjálslyndra skömmu fyrir kosningar - sæll og vongóður- Viðkomandi er nú afturgenginn til liðs við Samfylkinguna.  Leiðin að heiman er leiðin heim- því kynntist týndi sonurinn í Biblíusögunum.... En samt takk fyrir góða viðkynningu...í sjávarútvegsnefnd Samfylkingarinnar

Sævar Helgason, 13.3.2009 kl. 21:51

10 identicon

Eg er hissa a þvi að þu Kalli skulir ekki löngu farin yfir i Frjalslinda þvi þar att þu samhljom með öllum nema helst formanninum. Hann veit vel að það eru engir hæfari til að gera ut og veiða fisk heldur en þeyr sem i dag starfa i greynini. Hinir, sem ekki eru hugsjonarmenn, eru löngu bunir að selja sig ut og sitja a digrum sjoðum, tilbunir að keppa við okkur þessa skuldugu a rikisleigumarkaðnum sem þu og þinir likar vilja koma a. Eg man vel eftir þvi hvernig sjafarutvegurin var þegar bæjarutgerðirnar voru um allt land, bæjarbuar borguðu milljonir með þeym til að halda uppi vinnu.Þa var engin kvoti, veidd þrju til fimmhundruð þusund tonn a ari og allt a hausnum. Eg er ansi hræddur um að við sem erum i rekstri i dag yfirgefum flestir vettvangin ef verða einhverjar rottækar breytingar. Þvi við erum þreyttir og við göngum i gegnum sömu kreppu og aðrir landsmenn. Að lokum vil eg hropa þrefalt hurra fyir samfylkingarmönnum sem ekki letu glepjast af þeym fagurgala að hægt væri að skattpina sjavarutvegin meyr en orðið er.

Ps megi frjalslyndi flokkurin hverfa meeð þer. Barður Guðmundsson.

Barður Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:57

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég hef lengi fylgst með þér Karl og þínum málflutningi sem mér hefur fundist málefnalegur.

Ég er í meginatriðum sammála þínum áherslum í sjávarútvegsmálum.

Maður er aldrei fullkomlega ánægður með stefnu og verk síns flokks, en meginviðhorfin skipta áfram mestu máli.

Jafnaðarstefna og félagslegt réttlæti á lýðræðislegum forsendum er málstaður Samfylkingarinnar.

Hvernig við leysum úr þessu slæma öngstræti sem kvótakerfið hefur sett okkur í er ekki auðséð mál.

Hins vegar er það mín skoðun að þú komir síður að því verki sem þingmaður Frjálslyndra en liðsmaður í Samfylkingunni.

Stöndum saman.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 17:29

12 identicon

Það er nú fátt jafn skiljanlegt en að segja sig úr samfylkingunni, af mörgum og málefnalegum ástæðum.  Sr. Karl er orðlagður sómamaður og er hann tilvalinn í að byggja Frjálslynda flokkinn upp að nýju.  Auk þess er Samfylkingin búin að missa pólitískan trúverðugleika sinn á flestum sviðum.  Slíkum flokki er ekki treystandi til að ganga til samninga út af Icesave deilunni, sem ætla sér að valhoppa með stjórnaskrána til Brussel eins og drukknir unglingar  Ég reikna með því að sjávarútvegsmál verði á oddinum á næstu kosningum, auk ESB umræðunnar.  Gangi þér sem allra best Karl.

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband