Leita í fréttum mbl.is

Í Reykjavík norður.

Nú er ég kominn í framboð í Reykjavík norður fyriir Frjálslynda flokkinn. 

Erindi Frjálslynda flokksins inn í samfélag okkar er mjög mikilvægt.  Og á ég þá von besta að þjóðin kynni sé rmálstað okkar í Frjálslynda flokknum.

"þetta byrjaði allt með kvótakerfinu, eins og það er í dag."  "Upphaf vandræðanna er að leita í kvótakerfið" Þetta eru orð sem eru nú sögð á hverjum einasta degi og Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á þetta í mörg ár eða allt frá því að hann var stofnaður. Um skeið var ekki hlustað á þá sem héldu því til streitu að breyta bæri kvótakerfinu. "Góðærið" virkað sem nokkurs konar eyrnatappar.  Í  góðærinu var ekki ástæða til að hlusta á raddir þeirra sem aftur og aftur hafa bent á þetta.  En nú eru raddirnar franar að heyrast á ný og mjög mikilvægt er að Frjálslyndi flokkurinn komist til áhrifa í næstu kosningum.

En ekki aðeins af þessum ástæðum því Frjálslyndi flokkurinn hefur margt annað gott fram að færa og vil ég hvetja sem flesta að flylgjast með, þegar málefnavinna landsfundarins sem var um síðustu helgi verður birt.

En þar var meðal annars fjallað  um verðbótaþáttinn í okurlánakerfinu sem hér hefur verið við lýði.  Og vil ég í því sambandi benda á fyrri skrif mín um "beltin og axlaböndin"  Einnig var vikið að málefnum eldri borgara. Aukin áhersla á harðari viðbrögð við fíkniefnavandanum og mörg fleiri mál sem með réttu skal kalla þjóðþrifamál eins og til dæmis fríar máltíðar fyrir börn í skólum. Læt hér staðar numið og segi sem fyrr.

Stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karl, í mínum augum ertu ekkert annað en tækifærissinni af. Þú varst flengdur í prófkjörinu fyrir vestan og kemur svo hingað í framboð fyrir Frjálslynda í Reykavík norður. Ef þetta er ekki að bera kápuna á báðum herðum þá veit ég ekki hvað.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband