Leita í fréttum mbl.is

Framhjá höftunum.

Þessi grein sem birttist í Fréttablaðinu varð til vegna fréttar sem birtist á vefsíðu Mbl. laugardaginn 20 júní s.l. kl. 7.37

Hér kemur svo greinin.

Fiskimiðin við Íslands strendur eru sameign þjóðarinnar og stærsta auðlind okkar.  Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem þjóðin hefur trúað fyrir því að nýta þessa auðlind. Mjög brýnt er að þeir útgerðarmenn og forsvarsmenn fiskútflutningsfyrirtækja komi með þann gjaldeyri til þjóðarinnar sem aflinn gefur. (Þetta á reyndar einnig við um fyrirtæki í ferðþjónustu, álútflutningi og fleiru).

Þjóðin tekur nú á sig miklar byrðar og mun hún aldrei líða það að útflytjendur stundi gjaldeyrisbrask fram hjá Seðlabankanum meðan hún stritar fyrir skuldum útrásarinnar.  Í rauninni er slíkt ekkert annað en þjófnaður og sumir ganga svo langt að kalla slíkan gerning landráð.

Alþingi Íslendinga sá sig knúið til þess að setja sérstök lög um gjaldeyrisviðskipti og var það m.a. gert vegna þess að farið var að bera á því að útflutningsfyrirtæki skiluðu ekki gjaldeyrinum heim sem þeim bar.

En þrátt fyrir þessa lagasetningu reyna sum útflutningsfyrirtæki enn að komast hjá þessari skyldu og safna í einkasjóði erlendis.  Yfirvöld verða að bregðast við þessu og innkalla allar veiðiheimildir mun fyrr og með öflugri hætti en áætlað er.   Það er ekki líðandi að þeir sem trúað var fyrir auðlind okkar haldi áfram að draga að sér fé með ólöglegum og siðlausum hætti. Í hinu nýja Íslandi er gert ráð fyrir að rótgróin spilling verði upprætt og um það eigum við að kappkosta.

Embætti sérstaks saksóknara og “rannsóknarnefnd hrunsins” eru til marks um vilja Alþingis til þess. Vissulega er það gott ef við finnum út hverjar orsakir hrunsins eru og hvers vegna “útrásarævintýrið” gat gegnið svona langt, en við verðum líka að horfa á það sem er að gerast núna. Svindlið og siðleysið má ekki halda áfram.

Hver einasta króna útflutningsatvinnuveganna verður að skila sér heim. Það flýtir fyrir því að þjóðin komist út úr þeim skaða og erfiðleikum sem hún glímir nú við og mun draga úr fólksflótta.    

Stöndum saman.  

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

HEYR

Þórður Már Jónsson, 29.6.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband