Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki átta daga sæla.

Æ, nú eru uppi vandræði á stjórnarheimilinu. Sjálfstæðismenn eiga mjög erfitt núna og reyndar Framsókn líka. Ríkisstjórnin er fallin skv. skoðanakönnunum.

Og það er líka dapurlegt að fylgjast með auðlindaumræðunni hjá þeim. Ég hálf vorkenni Sjálfstæðismönnum að þurfa allt í einu og algerlega að óvörum að kvitta upp á það að íslenska þjóðin eigi nytjastofna sjávar og auðlindir landgrunns. Æ, æ þá verður torveldara að selja eða útdeila eins og maður selur eigur borgarinnar án útboða eða nokkurrar samkeppni.

Hjálpum þeim

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


Mark

Auðvitað skoraði Eiður, markið var einfalt og tært eins og öll sönn list er. Það var rmjög ánægjulegt að sjá hann Eið okkar skora. Það hefði verið að mínu mati verið betra að láta hann miklu fyrr inn á völlinn. 


Virginíufanginn

það var hrikalegt að horfa á viðtalið vð fangann í fangelsinu í Virginíu.  Við skulum biðja fyrir honum og senda honum fallegar hugsanir.  Hann braut af sér, meiddi annan mann mjög illa. En það var greinilegt að honum leið illa vegna þess og iðraðist sáran. Vonandi losnar hann sem fyrst úr þessu fangelsi.

Allt vekur þetta líka upp spurningar um refsingar og gildi þeirra.

Í þessum málum erum við ekkert sérstaklega vel sett. 

Skólavörðustígur 9 er vont fangelsi og okkur til skammar. Ég mun berjast fyrir því að því verði lokað komist ég á þing. 

Stöndum saman

X - S


Áframhaldandi samstarf DogB?

Það var viðtal við Árna Matt í dag og tjáði hann að eðlilegt væri að  D og B mynduðu næstu ríkisstjórn ef þeir héldu velli. 

Í sama fréttatíma kemur fram  að vandræði eru uppi á milli þeirra að ganga frá stjórnarskrárákvæði um auðlindir sjávar.  Árni veit náttúrulega um þetta en virðist ekki hafa áhyggjur af því. Það virðist pottþétt í hans huga að Framsólkn muni hlýða kalli Sjálfstæðisflokksins.

Nú eru fimm dagar sem þessir höfðingjar hafa til að ganga frá auðlindaákvæðinu en enn sem komið er virðist ósætti í málin. Þetta ákvæði var ein aðlabomban í kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir fjórum árum. Er nokkru við þetta að bæta?

Jú, hjálpum þeim.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt

 


Stórfurðulegar ákvarðanir.

Flest hefur bent til þess að ríkisstjórnin sé fallin skoðanakannanir hafa sýnt það í marga mánuði. En viti menn þá berast henni hjálpráð úr röðum þess fólks sem hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á henni.

Já ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju nokkrir einstaklingar úr röðum eldri borga og öryrkja hyggja nú að fara í sérstakt framboð.  Varla koma þeir með betri tillögur til hagsbóta hópi sínum en Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gert undanfarin ár. Í flestum tilvikum hefur það líka verið í samstarfi eða samráði við talsmenn aldraðra og öryrkja.

Tek náttúrulega fram ég er sjálfur í framboði fyrir Samfylkinguna, en ég er næstum því viss um að ég segi þetta alls ekki af gremju eða ótta um að missa af þingsæti - miklu fremur af undrun í ljósi þess sem að framn hefur verið sagt.  Ég er mjög hissa.

það bjarg sem Samfylkingin stendur á er hugsjónin um jöfnuð og réttlæti.

Ég hugsa og spyr mig: Af hverju bætist þetta fólk ekki hóp okkar Samfylkingarmanna?

En auðvitað spilar persónulegur metnaður líka inn í þetta allt saman hjá hinum væntanlegu nýju frambjóðendum - ég skil það vel - sjálfur hef ég einnig slíkan metnað.  

Þá má líka vera að þeir sem höfðu forgöngu um þetta framboð hafi alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum eða stutt hann og þori hreinlega ekki að fara lengra en að stofna eigin flokk í stað þess að feta í spor Valgerðar Bjarnadóttur og Ellerts Schram sem eru nú bæði áhrifafólk í Samfylkingunni.  Má vera að pólitískir uppeldishlekkir eigi hér sök á.

Þetta sama má segja um Frjálslynda á sínum tíma og núna nýja græna framboðið hans Ómars Ragnars og Möggu Sverris. þau koma líka úr Sjálfstæðisflokknum eða að minnsta kosti umhverfi hans. Af hverju ekki að koma frekar til liðs við okkur í Samfylkingunni eftir að við lögðum fram tillögur okkar um fagra Ísland? 

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að öll sú framboðafjöld sem nú er  fram komin verði til þess að Geir Haarde dansi og syngi "Þau koma í framboð -- þau koma í framboð" undir laginu ég fer í fríið ég fer í fríið.  það skil ég vel, hann syngur ágætlega 

Gamlir samsærisfræðingar halda því meira að segja fram að íhaldið hafi gert allt til að kynda undir þessi framboð og benda á þátt Moggans í því.

Megum við eiga von á fleiri framboðum "þröngra´" málefna eins og til dæmis "skuldara", sem þjakaðir eru af sístækkandi höfuðstóli lána sinna   Aðstandendur alkahólista, fíkla og fanga gætu líka stefnt á framboð og svo framvegis

Ég gæti skilið þetta betur ef Samfylkingin væri búin að vera við stjórnvölin undanfarin ár og staðið sig með sama hætti og Sjálfstæðisframsóknarflokkurinn hefur gert í 12 ára valdatíð sinni.

Hafa menn ekki heyrt í þeim Ingibjörgu Sólrúnu, Össuri , Margréti Frímans, Jóhönnu, Ástu R, Gunnu Ögmunds, Jóhanni Ársæls, þórunni Sveinbjarnar, Önnu Kristínu,  Björgvin G. Sigurðssyni, Ranveigu Guðmunds, Ellert Schram og fleirum og fleirum.  Ég tala svona vegna þess að Samfylkingin  fékk 20 þingmenn kjörna í síðustu kosningum það er ekki lítið. Það vantar bara herslumuninn til að fella þá ríkisstjórn sem hefur skapað  þá óánægju meðal þessa fólks sem bregst svona við. Hvað er að?

Fækkum framboðum, göngum í Samfylkinguna

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt

 


Framsókn límd með tonnataki.

Frá því að þingi Framsóknarmanna var slitið má reikna með því að skuldir okkar hafi hækkað um nokkrara milljónir vegna verðbótaþáttarins. Framsóknarmenn hafa setið í ríkisstjórn í 12 ár, límdir með tonnataki við  Sjálfstæðisflokkinn. Og eru nú að reyna að kroppa sig frá öllu.

Samt er það þannig að sumir Framsóknarmenn tala eins og að Framsóknarflokkurinn sé nýstofnaður og umbóta sé þörf og að afnema þurfi verðtryggingu og stimpilgjöld og ég veit ekki hvað og hvað. Það var svipað hljóð í þeim fyrir fjórum árum og menn bitu á agnið.  Viðskiptaráðherra Framsóknarmanna hneikslaðist þá á beltum og axlaböndum bankanna en engu var breytt.

Af hverju ætti einhver að taka það trúanlegt þegar þeir tala nú um að afnema verðbæturnar. 

Er ekki allt í lagi?

Nei,  stuðlum að breytingum

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


Auðlindin mikla.

Nú hefur umræðan um auðlindir Íslands komið vel upp á yfirborðið. 

Hver átti Ísland áður en menn komu þar að? Og hver átti Ísland eftir að menn komu þar að? Voru það höfðingjarnir einir? Var eitthvað til sem hét almenningur, var eitthvað til sem hét þjóðareign? Já hver átti allt góssið, þetta dýrðarinnar land, fiskimiðin. o.s.frv. 

Hugsum okkur þræl eða ambátt sem flutt voru hingað og þau eignaðist þrælabörn.  Áttu þau eitthvað í landinu sem þau  þræluðu í við að yrkja og sviti þeirra  rann í jörðina í akruinn? Hver var staða þeirra  og barna. Hver var staða þess vinnufólks sem rekið var á vertíðina eins og þrælar og bar svo ekkert úr býtum.

Svona getum við pælt og skrafað fram og aftur á heimspekilegum, siðferðilegum og jafnvel trúarlegum nótum um tengsl mannsins við landið og hafið og uppskeruna alla?

Samfélag okkar er á margan hátt mun flóknara en þegar landnámið átti sér stað -- eða á ég kannski frekar að segja öðruvísi flókið? Við lifum á tímum upplýsinga og hraðra samskipta. Hugsanir okkar eru jafnvel komnar fyrir almenningsaugu á Blogginu áður en þær eru orðnar fullþroskaðar. En hvernig sem þetta allt er:  tölvuöld versus rúnaristun eða kálfskinnsritun þá má ljóst vera að hver manneskja stendur einhvern veginn í sömu sporum og landnámsmennirnir forðum. (Að vísu gátu þrælar orðið leysingjar þá). Í þeim skilningi að allir verða að hafa húsaskjól fæði og klæði. Til þess að svo megi verða þarf fólk að hafa einhverjar tekjur, einhvegn grunn til að standa á, sem tryggir þeim afkomu. 

Íslendingar eru  vel settir í dag og margt hefur breyst í gegnum aldirnar. Okkur hefur tekist að yfirstíga tímabil örbyrgðar, grimmdar og einokunar og nú búum við í landi sem hefur tekist að byggja samfélag þar sem nokkuð almenn velferð hefur ríkt.  Hér hafa orðið gríðarlega miklar framfarir bæði á sviði lýðræðis,  heilbrigðismála, menntunar, samgangna og fleira. það hefur í sumum tilfellum tekið mjög á að breyta þessu og kostað harða baráttu -- verkföll og svo framvegis. En því miður höfum við nú villst af leið.   það sést á stöðu ýmissa byggða, sem hafa goldið fyrir hina innleiddu græðisvæðingu 12 ára ríkisstjórnar landsins. það sést líka á því að hagur öryrkja og eldri borgara hefur farið versnandi undanfarin ár.

Já, lífið er mikil barátta við sjáum það um allt bæði hér og í Írak.

Nú er bátátta hér á landi í gangi um það hvort setja eigi í stjórnarskrá að íslenska þjóðin eigi Ísland með gögnum og gæðum ef svo má að orði komast.  Það er auðvitað borðligjandi að íslenska þjóðin á áuðlindir landsins. Og fyrir nokkrum árum hefði ekki einum einasta manni dottið það í hug að pæla í þessu.

En nú er þetta orðið mál málanna. Hver á auðlindir landsins, landgunnsins og þess sem þar er undir og fyrir ofan?

Já afhverju er verið að pæla í þessu.  það er út af græðgisvæðingunni. Sumir menn eru þannig þenkjandi að þeiri telja að þeir hafi rétt til að vera eigendur fiskistofna sem synda um í sjónum og öðrum er það ákafamál að  selja allar virkjanir þjóðarinnar og láta þjóðlenurnar fylgja svo með.

Já vatnslindir, þjóðlendur, fiskimið og allt skal selt í hugum sumra. Sjúkrahús, skólar, hafnir vegir flugvellir og svo framvegis, allt allt skal falt og mikið hefur verið selt undanfarið.  

Hefur þjóðin sem átti bankana haganast á sölu þeirra? Hefur þjóðin hagnast í sölu Símans eða  Síldarverksmiðju ríkisins. Svari hver fyrir sig. Hver er ástæðan fyrir þessu einkavæðingarbrjálæði og nú þeirri geggjuðu hugsun að þjóðin sjálf  eigi ekki að vera eigandi auðlinda sinna lengur. 

Við verðum að staldra við átta okkur á því að við erum ekki eilíf og að aðrir eiga að taka við eins og við höfum tekið við af þeim sem á undan okkur komu.

Nú er hlutverk stjórnmálanna að leiða á ný þá hugsun inn í samfélagið  að við sem byggjum Ísland, íslenska þjóðin eigi sjálf auðlindir lands og sjávar og að við megum ekki gefa það eða selja úr hendi okkar.

Nú skulum við innleiða hugarfar jafnaðar, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og okkur sjálfum svo við sjáum hvar fátækir eru og hvað við getum gert til að rétt hag þeirra.

Byggjum réttlátt þjóðfélag

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


Virðing þings nam þverra.

AF hverju nýtur Alþingi ekki meir virðingar en raun ber vitini skv. Gallup?

Mér skilst á sumum að það sé aðallega Ingibjörgu Sólrúnu að kenna. Ef Ingibjargar Sólrúnr nyti ekki við þá myndi virðing Alþingis þverra enn frekar -- það er mín skoðun.

Er almenningur ekki bara  farinna að líta á Alþingi -- sem afgreiðslustofnun fyrir ráðherraríkisstjórnina er hér situr -- og virðir því Alþing ekki vel?

Breytum þessu

Stöndum saman

X  - S (Success)

Kalli Matt


Góðir Sjálstæðisframsóknarmenn

Það er vissulega ánægjuefni hve mörgum er Samfylkingin hugleikin.

Það er alveg sama hvort Samfylkingin hækkar eða lækkar í skoðanakönnunum þá er hún alltaf aðalmálið.  Vona að ég sé ekki með mikla paranoju en einhvern veginn finnst mér þó eins og Samfylkingin verði fyrir harðasta aðkastinu og óttanum. Eins og sést í m.a. ýmsum umfjöllunarskrifum.

Það er til dæmis gaman að sjá ýmsar atugasemdir sem gerðar eru við skrif hina mæta varaformans Samfylkingarinnar Ágústs Ólafs, sem er mannvinur.  Þær endurspegla þennan ótta. 

Ef marka má þá reynslu sem við höfum af skoðankönnunum og útkomu í kosningum í kjölfar þeirra, undanfarin ár þá ætti  Sjálfstæðisflokkurinn gjalda afhroð í komandi kosningum. Hvort sem það væri nú Geir, Davíð, Hannesi Hólmsteinii Jóni Steinari eða Kjartani Gunnars að kenna skal ég ekkert segja um það, þeir hafa allir eitthvað til síns ágætis.

Að finna sökudólg er í tísku í dag og endurspeglar það aukna ofstækishugsun sem við ættum að vara okkur á.

Góðir Sjálfstæðisframsóknarmenn:  himin og jörð munu ekki farst þó svo að þið fáið  nauðsynlega hvíd eftir næsu kosningar. Það verður algert rílíf fyrir ykkur.  Óttist ekki - hlakkið frekar til - við búum í lýðræðisríki. Þökk sé alþýðubaráttunni fyrir það.

Stefnum öll ótrauð að þessu marki

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


Samfylkingin, definitely (with) the best party in the world!

Samfylkingin verður með opnun kosningaskrifstofu sinnar á Akranesi laugardaginn 3. mars kl. 15.00  Skólabraut 30.

Þar verður menning, pólitík list og gaman.  Snillingarnir Rakel Pálsdóttir og Þór Birgisson munu koma fram, syngja og gleðja gesti, en sem kunnugt er hafa þau unnið glæsta leiksigra í sýningu Fjölbrautarskólans á Akranesi  Almost famous.

Þá munu frambjóðendur listans mæta á staðinn og hrista ýmislegt fram úr erminni.  Þórunn Sveinbjarnardóttir mun einnig heiðra opnunina með nærveru sinni en hún er okkur öllum að góðu kunn fyrir orð sín til friðareflingar í heimi.

Það verður sem sagt party hjá Samfylkingunni á Akranesi kl. 15.00.

Lifi Samfylkingin, mætum öll.

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband