Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Setjum 30.000 tonn af þorski á markað.

Það er nokkuð ljóst að við verðum að hægja aðeins á "uppbyggingu" þorskstofnsins og gefa út færið hvað veiðiheimildir varðar.  Nú þegar við heyrum um sívaxandi atvinnuleysi getum við ekki gert annað. 30.000 tonn væri mjög ákjósanlegt. Og auðvitað ætti að haga því svo til að fiskurinn yrði unninn í fiskvinnslunni hér á landi. Það myndi skapa aukin störf og aukna atvinnu bæði beint og óbeint. Hverni á svo að úthluta þessu? Svarið er einfalt: Setja það á markað og þá gætu útgerðir boðið í heimildirnar. Andvirðiði rynni svo til ríkisins, sem síðan notaði bróðurpartinn af þessum tekjum til að efla kræklingarækt, þorskeldi , grænmetisræk og aðrar atvinnugreinar sem skapa með því meiri vinnu og gjaldeyristekjur. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg að viðbótar fiskveiðiheimildir ættu að fara á markaðinn beint frá ríkinu svo hinir raunverulegu eigendur auðlindarinnar nytu ávaxtanna til hins ýtrasta. Hægt væri að hafa greiðslufyrirkomulagið þannig að viðkomandi útgerð greiddi sitt verð. Tölvukerfi innlendu fiskmarkaðanna eru vonandi svo vel íbún að þau ráði við slíkt fyrirkomulag.

Stöndum saman.

Kalli Matt.


Samfylkingin með mesta fylgið.

Það er alveg dásamlegt að sjá hvernig fjölmiðlar (hver á þá nú?) matreiða útkomuna í síðustu könnun. Það er nánast eins og "óháði fréttamaðurinn" hafi ekki áttað sig á því að Samfylkingin er stærst samkvæmt könnuninni.  Í fréttinni sem ég las er varla talað um Samfylkinguna þrátt fyrir velgengni. Veit ekki hver niðurstaða næstu könnunar verður en ég hlakka til að sjá hvernig hinn "óháði" mun útskýra hana.  Augljóst er nú að fólk horfir meira til vinstri en hægri.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 


Er Björgvin sökudólgurinn?

Með fullri virðingu.

Hér á blogginu var einhver sem nánast staðhæfði eftirfarandi: "Bankarnir þöndust út eftir að Björgvin varð ráðherra, þess vegna er allt honum að kenna. " Ég get engan veginn tekið undir þessa speki.  Mér finnst slíkur málflutningur fyrir neðan allar hellur. 

Á rúmlega eins árs ráðherratíð sinni hefur Björgvin gert sér far um að vera góður talsmaður þess að uppræta alls kyns gjöld og álögur bankanna. Hann hefur líka - ásamt mörgu öðru góði fólki - bent á verðbótaþrældóminn sem á okkur hvílir, en verðbótafixið á stóran þátt í síbreytilegu gildi eða verðlagi krónunnar sem m.a. er ástæða jökla eða krónubréfa, skortsölu og alls kyns brasks með þennan gjaldmiðil okkar. Krónan spilar nú stórt hlutverk í erfiðleikum útflytjenda, námsmanna, kaupmanna og í sjálfu sér landsmanna allra. Ég tek undir orð þeirra sem tjá það að Björgvin hafi staðið sig mjög vel, enda er hann Samfylkingarmaður.

Stöndum saman.

 Kalli Matt

 

 


'Ur erindi á útvarpi Sögu -- Hugvekja og hugmyndir

Ég set hér á bloggið mitt hluta úr erindi, sem ég flutti á útvarpi Sögu um daginn.  Það er svolítið stytt og breytt.

Gerið þið svo vel.

Allt er á fleygiferð - hinn íslenski fjármálaheimur hefur verið algerlega í lausu lofti, en sem betur fer virðist nú sem stýrið sé að komast í lag og aðalvélin í gang eftir að hafa slegið út svo ég notist við líkingamál sjómennskunnar.  Þegar við horfum yfir dekkið á skipinu þá er allt á tjá og tundri og í lestinni er allt sem við töldum vera vel skorðað  gersamlega út um allt, sumt ónýtt og annað laskað.  Já, margir horfa nú fram á mikið tjón, ef ekkert verður að gert. 

Sumir sem eiga enn nokkurn pening, en hafa tapað einhverju eru miður sín, aðrir hafa tapað öllu þeir eru líka miður sin. Þá eru þeir til, sem skulda og horfa fram á gríðarlega hækkun skulda sinna svo mikla að þau sjá ekki fram úr því að geta greitt þær.

Svo er líka til fólk sem siglir lygnan sjó af því að það fór varlega eða var bara svo fátækt að það hafði enga möguleika til að taka þátt í hinu mikla "efnhagsundri" einkavæðingarinnar.

Allir finna þó fyrir hinum miklu umskiptum þó ekki nema vegna þess að vöruverð hækkar.  Það sem ég tel vera skelfilegast í þessu er að margir missa nú vinnuna og sjá fram á atvinnuleysi. 

Tækifæri og ríkisvald. 

Við verðum nú að gera allt til að endurskipuleggja atvinnulífið með aukinni framleiðslu og vonandi aukinni hugkvæmini í hver kyns nýsköpun sem gefur eitthvað í aðra hönd.

Það er deginum ljósara að ríkisvaldið verður að koma hér sterkt að. Sem dæmi leyfi ég mér að nefna nýja atvinnugrein sem miklar vonir eru bundar við en það er kræklingarækt.

Kræklingur er mjög vinsæl fæða um allan heim sem vex við stendur okkar en við höfum ekki nýtt sem skyldi.  Þá verðum við líka að gefa í hvað þorskeldið varðar. Svo verðum við einnig að efla grænmetisrækt á Íslandi og lækka rafmagnskostnað til þeirra sem og annarra er framleiða matvæli hér.  Við sjáum nú augljóslega hversu nauðsynlegt það er að landbúnaður okkar búi við umhverfi sem ásættanlegt er og að bændur geti rekið landbúnað sinn með hagnaði.    

Við skulum vona að eignir Landsbankans dugi langt til að greiða upp þær skuldbindingar sem á þjóð okkar hvíla gagnvart því fólki sem lagði sparnað sinn á reikningana í Bretlandi og víðar. Því minna sem við þurfum að greiða í bætur þeim mun meiri möguleika höfum við til að standa vörð um samfélag okkar.

Í samdrætti einkageirans hlýtur hið opinbera að auka framkvæmdir  sínar til að greiða fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Opinberar framkvæmdir felast til dæmis í vegagerð, uppbyggingu háharðanetsins, efling þjónustu við gamla fólkið okkar byggingu hjúkrunarheimila og margt fleira mætti nefna.

Brjáluð hugmynd eða hvað?

Einn vinur minna kom með þá tillögu að nú ættu Íslendingar að gefa Bretum 100.000 flugmiða til Íslands og fimm daga hóteldvöl hverjum þeirra. Með morgunmat.  Íslenska ríkið myndi kaupa miðana af íslenskum flugélögum en þessi ferðagjöf myndi síðan leiða til gríðarlegar verslunar, bæði á varningi, listum og þjónustu.  Kannske er þessi hugmyndi ekki svo galin. Væri ekki ágætt að fá slatta af ferðmönnum sem gætu eytt nokkrum aur hér af því að farið var svo ódýrt.  Auðvitað yrði að útfæra þess hugmynd svo hún skilaði nokkrum árangri.

Þetta myndi líka vekja heims athygli eins og margt annað sem við Íslandingaar höfum tekið okkur fyrir hendur á undanförnum árum.

 Hvatningar. Við höfum lent í kreppu áður, við höfum lenti í náttúruhamförum, drepsóttum og mjög margt fólk hefur líka mátt sjá á eftir börnum sínum, börn eftir foreldrum , systkinum, maka eða kærum og elskuðum vinum.  Að missa vinnuna sína og óttast að maður missu húsið eða íbúðina er auðvitað skelfilegt. En ég verð að segja að það er ekki hægt að líkja ástandinu núna við missi barns, maka eða foreldris. Við getum ekki líkt ástandinu hér við ástandið í Darfur eða staði þar sem hungur eða stríð geysa. 

Neyðarlögin sem sett voru um daginn gefa þeim sem óttast missi íbúða sinna venga okurvaxta og verðbóta  nokkra von. Íbúðalánsjóður gegnir hér miklu hlutverki. 

Í mínum huga er heldur ekki hægt að gera heila eða hálfa þjóð gjaldþrota. Það er fáraánlegt að hugsa sér að við yrðum flest gjaldþrota fólk sem ekkert mætti skapa eða gera af því að vöktunarfyrirtæki skuldeigenda væru vomandi yfir sem gammar yfir hræi. 

Ég leyfi mér að minna á orð Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann talaði um að það væri hlutverk ríkisvaldsins að lágmarka skaðann. Við erum líka í góðri stöðu hvað húsnæði varðar það er til mikið af lausu husnæði um allt land og þó einhver þurfi af fara annað þá tel ég ekki mikla hættu á því að fólk muni þurfa að flytja í lélegar íbúðir.

Við skulum átta okkur á því að land okkar er gjöfult og miðin í kringum það. Svo er annað sem við eigum og það er menntun þjóðarinnar og það er líka gott að búa við það heilbrigðiskerfi sem við eigum og um allt þetta verðum að standa vörð og gera allt hvað getum til að ganga til nýrrar sókanar reynslunni ríkari.  

Séhagsmunir verða nú að víkja fyrir almannahagsmunum fyrir hagsmunum þjóðarinnar.

Ég vona svo sannarlega að þeir athafnamenn, sem enn eru á leiksviðinu, hvort heldur það eru gamalgrónir eða nýir. Já ég vona að þetta fólk láti hugsunina um hag og sóma þjóðar sinnar ganga fram yfir eigin hag eða vonina um skjótfenginn gróða.  Hér reynir á siðiferðisþrek okkar allra stórra sem smárra.

Niðurlag.
Hvað gerðum við rangt? Hvað gerðum við rétt?  Nú verðum við að skoða okkur sjálf, nota tækifæri til að endurmeta gildin öll spyrja af því hvað sé eftirsóknarvert í lífinu og hvað ekki. 

Og á meðan öll þessi ósköp ganga yfir þá skulum við varast bræði, heift eða reiði og láta ekki hatur komast að okkur. Við skulum heldur vera yfirveguð, þegar við fjöllum um sekt eða skaleysi um glæp eða refsingu.  

 Siðferðisráðuneytið.

Eftir að ég varð alþingimaður hefur Matthías Björnsson faðir minn sífellt lagt það að mér að ég ætti að beita mér fyrir því að koma ætti á fót siðferðisráðuneyti. Hvað þetta mál varðar hefur mér fundist hann taka fulldjúpt í árinni en þegar maður horfir yfir sviðið þessa dagana þá verð ég nú að viðukenna það að þessi hugmynd er ekki svo galin eða hefðum við lent í þessari ófæru sem við nú erum ef hin gömlu góðu siðrænu gildi hefðu ráðíð ferðinni.

Stöndum saman Kalli Matt    

Múr kapítalismans hrynur.

Þá eru bankarnir kominir til baka. Eftir stendur þjóð -reynslunni ríkari. Við erum að mörgu leyit á byrjunarreit og verðum að snúa bökum saman - byrja upp á nýtt.

Neyðarlögin forðuðu okkur frá því að bankarnir væru lokaðir í dag -- það er bara svo einfalt. Og neyðarlögin gera það að verkum að við getum beitt ýmiss konar ráðum til að gera sársaukann minni en ella. Við viljum ekki sjá gjaldþrotafólk um allt. Tækið sem við beitum í því er félagshyggjan og Íbúðalánasjóður gegnir þar hlutverki.  Sem betur fer féll hann ekki í einkavæðingarbrjálæðinu. Framsóknarmenn mega eiga það, að þeir gátu varið hann í síðustu ríkisstjórn með mórölskum stuðningi Samfylkingar og Vinstri grænna.  Samfylkingin hefur oft notað orðin "að standa vörð um" velferðarkerfið, um Íbúðalánasjóð og svo framvegis." Af hverju segjum við svona oft "að standa vörð um" þetta eða hitt. Vegna þess að það er sótt að því - vegna þess að menn vilja eyða öllu sem er samfélagslegt og láta auðvaldið ráða.

Nú sjáum við nauðsyn samstöðunnar. Nauðsyn þess að við stöndum saman. Það var félagshyggja og samvinna og samstaða sem rifu landið upp úr eymd og fátækt fyrir hundrað árum og á sama hátt munum við komast upp úr öldudalnum því sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.

Stöndum saman.

 Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband