Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Æðruleysismessa í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.00. Gleði og von.

Æðruleysismessurnar hafa verið vel sóttar og ánægjulegt er, hversu margir koma þangað aftur og aftur.

Þetta starf er hluti af helgihaldi kirkjunnar og er ætlað að koma til móts við það fólk, sem leitar nýrra miða í lífsstefnu sinni eða vill viðhalda gæðum þess lífs, sem það hefur náð með því að skoða tilveru sína upp á nýtt í anda  12 sporanna sem eiga upphaf sitt í AA-samtökunum. og Alanon 

Þessar messur eru gleðiríkar og fólk sem gengur úr kirkjunni af þeim loknum er andlega mettara en þegar það gekk inn í hana.

Í kvöld mun sr. Hjálmar Jónsson leiða messuna, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun predika og undirritaður mun sjá um bænina og einn úr röðum kirkjugesta mun deila með okkur reynslu sinni. 

Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir stjórna tónlistarflutningi. Þar sem annar leikur á flygil en hinn á kontrabassa.

Já, það er upplagt og andlega styrkjandi að byrja nýja viku með því að "ganga í Guðshús inn" og byggjast  upp fyrir verkefni næstu daga. 

Allir eru hjartanlega velkomnir  og ekki síst þú, sem lest þessar línur.

Stöndum saman. 

Kalli Matt


Hin sanna víma.

Kannabis er hættulegt efni en stundum er látið að því liggja að það sé allt að því heilsusamlegt. 

Að vera án vímuefna er auðvitað besta víman. Gleðin sem kemur án þess að einhver efni komi þar að er  besta gleðin. 

Góð leið til að verað sér úti um gleði er auðvitað að mæta í Vængjamessu í Guðríðarkirkju annað kvöld kl 20.00.  Þetta eru messur gleði og vonar og lyfta okkur upp. 

Sylvía Guðnýjardóttir syngur og Ástvaldur Traustason spilar undir á flygilinn.

Þið eruð öll velkominn í þessa messu.

Og Zach Galifnakis er líka vel kominn. Vonandi les hann þetta.

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Reykti marijúana í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband