Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Flóðbylgja á leiðinni?

Var að lesa í Fréttablaðinu í dag.  Þar er frétt um aukningu fjárnámsbeiðna. Hver er ástæðan?  Einhver bankamaður talaði um eyðslusemi skuldaranna, en vék ekki að okurvöxtunum og verðbótunum (beltunum og axlaböndunum), sem gætu verið stór þáttu í þessum auknum fjárnámskröfum. Vondandi er ekki flóðbylgja gjaldþrota á leiðinni.

Stuðlum að stöðugleika

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


Er Bónus ljósið í myrkrinu?

Sé miðað við fréttir af ákærum og endlausum yfirheyrslum yfir eigendum Bónuss er það  kaldhæðnislegt að maður heyri aftur og aftur að koma Bónus sé það jákvæðasta sem komið hefur á norðanverða Vesfirði og reyndar annars staðar á landsbyggðina síðustu árin.

Margir velta því fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi og hvern sé hægt að ákæra fyrir það sem hefur riðið yfir í atvinnumálum á Vestfjörðum undanfarin ár.

Veljum aðra valdhafa

Stöndum saman

X -S (Success)

Kalli Matt


Kolbrún Sverrisdóttir.

Eftirfarandi athugasemd kemur frá Kollu Sverris á Ísafirði við skrifum mínum um utandagskrárumræðu Önnu Kristínar Gunnarsdóttur. Þessi orð endurspegla hina ömurlega stöðu sem komin er upp í atvinnumálunum vestra.  Rétturinn til að veiða fisk fer minnkandi og  einokunarvæðing ríkisstjórnarinnar leiðir markvisst til hruns. 

Og enn einn skemmdi ávöxturinn er þróunin hjá Símanum, sem var að segja upp fólki.  Hvað er til ráða? Númer eitt er að fá nýju fólki völdin í hendur -- fólki sem vill hlusta og hefur von og trú á því að hægt sé að breyta. 

En hér koma orð Kollu Sverris

Já þetta var gott hjá Önnu ,en mér finnst kannski ekki skipta máli hver byrjaði umræðuna heldur að þingmennirnir eru á launum hjá okkur og þeir eiga að vera meðvitaðir um atvinnuástandið hér og eiga að vinna sína vinnu.

Hér verður ekki unað við óbreytt ástand..... og í Guðs bænum ekki leggjast í það að slá ykkur til riddara í aðdraganda kosninga að minnsta kosti ekki þið, sama í hvaða flokki þið eruð, sem hafið setið á þingi sl.fjögur ár hvar hafið þið verið jafnt samflokksmenn mínir sem og Steingrímur J svo ég tali nú ekki um nýuppfundinn Byggðamálaráðherra.... 

Hér eru menn meðal annars að súpa seiðið af sölu  eða eigum við að segja gjöfum ríkisstjórnar Íslands á ríkisfyrirtækjum. NEI nú segjum við stopp Vestfirðingar sama hvar í flokki við erum við látum ekki bjóða okkur meir, það er kominn tími á uppgjör þar sem að menn þurfa að átta sig á að byggðunum blæðir á meðan sameiginlegir sjóðir okkar landsmanna fara aðallega í uppbyggingu á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Valdnýðsla og hroki verður ekki lengur liðin af ríkisvaldinu stöndum saman sem einn maður og krefjumst breytinga.

Með baráttukveðju að vestan minnug þess að það dugar ekki að minna á sig á fjögurra ára fresti.

Kveðja
Kolbrún Sverrisdóttir

P.s. Nú geri ég eins og Össur vinur minn gerði um árið þegar hann kallaði Baugsfeðga bófa og gangstera, ýti á send á meðan ég er nógu reið, nema að ég ætla að senda Jóhannesi í Bónus mínar bestu kveðjur því það er hann sem heldur landsbyggðarlýðnum gangandi með lágu vöruverði.

Óskráður (kolbrún Sverrisdóttir), 28.2.2007 kl. 20:40


Anna Kristín Gunnarsdóttir með utandagskrárumræðu.

Er betri en í dag, lét mig hafa það af fara fram úr og  horfa og hlusta á fréttir, þar  kom fram að Anna Kristín Gunnarsdóttir vakti utandagskrárumræðu um byggðahrun sumra svæða í Norðvesturkjördæmi.  Mér fannst bæði RUV og Stöð 2 gera of lítið úr frækilegri framgöngu hennar en sýna aðra þingmenn meira og jafnvel mátti skilja á stöð 2 í lok fréttanna að Steingrímur J. hefði verið aðla í umræðunni.

RUV og Stöð 2:  Vinnum að nákvæmum fréttaflutningi .

Stöndum saman

X -  S (Success)

Kalli Matt


Köld kók í gleri

Kom við í tölvunni af því að ég skrapp fram í eldhús að fá mér íbúfen því ég er líklega kominn með flensuna, höfuðverkur og svo framvegis. 

Kyrrðardagarnir í Skálholti gengu þó vel og ferðin í Fellabæ líka. Og æðruleysissmessan þar var einnig mjög góð. Flaug yfir landið í frábæru skyggni í gær og sá hvað það er stórkostlega fallegt.

Vildi bara melda mig inn.  Ætlaði að gera annað í dag en að vera veikur og taka við vorkunnsemi,  konan fór út í búð að kaupa kalda kók í gleri.

það er gott við magaólgu, ógleði og hefur verið svo frá því ég var litill strákur, skríð nú aftru í bólið.

 Vinnum að bættri heilsu

Stöndum saman

X - S (Success)

Kalli Matt


Dularfulla bréfið.

Ég var að hlusta á fréttirnar um hið nafnlausa bréf. Hver er tilgangurinn er hann að vekja ótta, hræða dómarana og kannske fleiri?

Ég hef ekki séð bréfið,  en er kannski lagt til í því að allir hæstaréttardómararnir verði reknir nema Jón Steinar og Börkur.  

Leggur bréfritarinn kannski til hvernig dómar skulu falla í  Baugsmálinu?

En annars: Nú er ég að fara í Skálholt til að vera með hugvekju á kyrrðardögum um helgina og taka þát í þeim. Hlakka mikið til veðrið er svo fallegt og vonandi mun kyrrðin þar hafa góð áhrif á sál mína og hinna sem koma.

Mun þar fjalla um afsiðun alkahólismans og gildi manneskjunnar.  Á meðan verður veröldina að kljást við það að ég blogga ekki fyrr en á mánudag því ég fer austur á sunnudag síðdegis til að predika í æðruleysismessu í Kirkjuselinu í Fellabæhjá um kvöldið hjá sr. Láru Odds austur á héraði.

Biðjum þess að bréfritarinn og við öll eigum góða helgi.

Kalli Matt. 


OKURVÆÐINGIN

Ég veit ekki á hvern ungi Sjálfstæðisflokks þingamaðurinn var að benda, þegar hann var að tala eitthvað í þinginu um að allt væri í himnalagi í kjaramálum þjóðarinnar.  

Ég veit ekki heldur hvort hann telji ,að fólkíð sem fær okurrukkanir og gjalda í hausinn frá bönkunum þegar verið er að  rukka húsnæðislánin og önnur lán sé heimskt og vitlaust.

Almenningur er ekki aðeins að upplifa að einkavæðingin sé orðin að einokunarvæðingur heldur líka okurvæðingu.

Að æpa og ópa er siður hins óttaslegna og nú er íhaldið hrætt þess vegna eigum við eftir að sjá meira slíku fyrir kosningarnar.

 Berjumst gegn okurvæðingunni.

 

Stöndum saman

X -S (Success)

Kalli Matt


Kræklingaostur

Það var mikið ánægjuefni að lesa fréttina um kræklingarækt í mynni Hvammsfjarðar. Við hljótum að leggja mikla áherslu á slíka atvinnugrein sem kræklingarækt er.  Í Evrópu er gríðarlega mikið etið af kræklingi. Hátt á annað hundrað þúsund tonn á ári.

Ég minnst þess þegar ég fór einu sinni á markað í eina borg í Belgíu að heilu sölubásarnir þar voru eingögnu með krækling. Það er í rauninni skandall hvað þessi möguleiki hefur verið litið notaður og lítill gaumur gefinn og allt of lítill peningur settur í þessa nýsköpun. Hér er atvinnugrein sem fjlótt á litið gæti orðið mikilvæg við ströndina ekki síst í fjörðum okkar. Þetta er líka staðbundin atvinnu grein og "kvótinn" verður ekki seldur burtu.

Í Búðardal er mikil hefð fyrir matvælaiðnaði enda hafa komið þaðan frábærar kjötvörur og svo auðvitða mjólkurvörurnar frá mjólkurvinnslunni þar.  Kannski eiga þeir eftir að framleiða kræklingaost (nú þegar er til rækjuostur) í Búðardal. Ég býð mig fram til að vera smakkari ef Búðdælingar fara út í þessa starfsemi.

Gerum álhlé og horfum nú frekar til aukinnar matvælaframleiðslu bæði í skelrækt hvers konar og einnig skulum við auka stuðning við rannsóknir í þorskeldi, ýsueldi, lúðueldi og svo framvegis.  Það vantar alltaf fiskmeti og annan hollan mat.

Byggjum upp og styðjum byggð við ströndina.

 Stöndum saman

X - S  (Success)

 Kalli Matt

 


Sjóflutningar á landi

Nú eru skipaflutningar með strönd landsins nærri aflagðir og mestur afli sem  berst að landi er keyrður í stórum flutningabílum suður til uppskipunarhafnarinnar í Reykjavík  eða í flug.  

Við flytjum þúsundir tonna af fiski eftir vegum landsins á í hverjum mánuði. Þetta hefur mikil  áhrif á vegina og svo auðvitað umferðina líka. Það er rosalegt að mæta stórum flutningabílum með tengivagna aftan í og maður dáist í rauninni að því hversu góðir og tilitssamir flestir vöruflutningabílstjórarnir eru.

Ég fékk far  á dögunum með einum slíkum bíl frá Blönduósi til Reykjvíkur. Skyggni var slæmt og hálkublettir enda varð mér ekki um sel í einni hálku brekkunni niður Holtavörðuheiði. En bílstjórinn var öryggið uppmálað og allt fór vel.  Ég hugsaði samt með mér:  "Þetta er svakalegt."  Að auki eru hinir malbikuðu  vegir orðnir svo slitnir og dældaðir eftir allan þennan þungaakstur að mér fannst um tíma sem ég væru um borð í gamla  Svani  SH 111 á vertíðinni með Össa skipstjóra.  Hið  sama verður sagt um Mýrarnar og reyndar leiðina  alla frá Vegamótum að Borgarnesi. 

Vegakerfiði  -sýnist mér  -- byggt fyrir fólksbíla og enginn virðist hafa áttað sig á gríðarlegri aukningu þungaflutninga um þessa vegi og því eru þeir orðnir eins og bylgjur hafsins.  Í þeim skilningi má tala um sjóflutninga á landi.

Við erum greinilega í slæmri stöðu í vegamálunum. Fullt er af ómalbikuðum vegum um byggðir landsins meira að segja mjög fjölförnum og líka fullt af vegum sem eru að verða óökuhæfir vegna þugnaflutninganna sem þessi vegir bera alls ekki. 

Og nú í litlum frostum bætast svo þungatakmarkanir ofan á þetta sem er auðvita bagalegt fyrir flutningafyrirtækin og þá sem nota þjónustu þeirra.  það kallar á enn fleiri ferðir og aukna mengun og kostnað.

 Annað hvort verðum við að byggja mun breiðari og mun betur undirbyggða vegi. Eða þá að hefja sjóflutninga á ný til vegs og virðingar, og svo má líka ímynda sér að sérstakar vörubifreiða  eða --lesta brautir verði lagðar um landið. 

Þessar hugsnir fóru um huga minn í dag þegar ég var að fara suður Mýrarnar og sjúkrabíll tók fram úr mér á fleygi ferðu -  ögugglega með sjúkling um borð. Bílinn dúaði upp og niður og vona ég að sjúkingurinn hafi verð bundinn í körfuna sína.

Bætum (Stórbætum) vegakerfið okkar.

 Stöndum saman

 X -S (Success)

Kalli Matt


Starfs- iðn- og tækninám - Ný sýn

 

Eitt það flottasta sem ég hef verið vitni að í skólastarfi var þegar skólastjóri einn í grunnskóla hafði forgöngu um það að einn drengur, sem átti erfitt með að skilja tilgang miðmyndar, frumlags, viðtengingarhátta, eðlismassa, veldisvísa og svo framvegis, færi í aukið starfsnám og minna bóknám. 

Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hvað þessi drengur hefur dafnað og sprungið út á meðan sumir jafnaldrar hans hafa helst úr lestinni. 

Nú er hann þessi ungi drengur orðinn reglusamur og ábyrgur heimilsfaðir í góðu starfi..  

Þetta datt mér í hug þegar ég heyrði fréttina áðan um hugsanlega sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans. Því það er mjög gott þegar iðnaðarmenn geta aukið starfs og tækninmenntun sína og haldið áfram á sinni braut án þess að þurfa að fara í gegnum sérstakt stúdentspróf og byrja á vissan hátt upp á nýtt.  Já, það er ánægjulegt þegar menn sjá betur mikilvægi  tengsla hugar og handar. Og það er jákvætt þegar við erum opinn í hugsun allri um menntun og störf en lokum fólk ekki inni í atvinnugein sinni. 

En mér finnst  líka að við ættum að auka möguleika þeirra sem eru ekki mikilir bókamenn til aukinnar menntuanr í alls konar starfsgreinum þó þeir ljúki ekki sveinsprófi eða háskólagráðu.

Verum opin og víðsýn

Stöndum saman

X - S (Success)


Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband