Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi = landflótti.

Til að koma í veg fyrir landflótta verður að skapa atvinnu. Atvinnutækifæri Íslendinga felast í auðlindum Íslands og menntun. Auðlindir landsins skipta hér mjög miklu máli. Mikilvægt er að auka aðgengi  að hafinu.  Þó ekki væri nema að gefa frjálsar handfæraveiðar á minni trillur. Fá tonn skipta miklu máli fyrir litlar atvinnulausar fjölskyldur.

Orka er næg á Íslandi og væri hægt að framleiða mun meira úrvals grænmeti en við gerum nú og jafnvel selja úr landi vegna hagstæðs gengis og samkeppnishæfrar orku.

Kræklingarækt er farin af stað en hana verður að efla með ráðum og dáð því mikill markaður er fyrir þá skel í Evrópu og víðar.  Hið sama má segja um ýmsan iðnaðarvarning.

Ferðaþjónustan og auglýsingafyrirtækin í kring þann bransa njóta skilnings ríkisins og mætti örlæti ríkisins gagnvart öðrum greinum vera slík. 

Þó gott sé að hafa stór og mikil fyrirtæki er líka nauðsynlegt að styðja við hin smærri. 

Við verðum líka að koma landbúnaðinum út úr kindinn láta unga menn fá jarðir sem ríkið á eða bankarnir hafa eignast og skapa sér þar atvinnu tækifæri við repjurækt og fleira.

Í allri umræðunni í kjölfar hrunsins var mikið talað um að auðlindiri lands ættu að vera í eigu þjóðarinnar líka hafið. Vinstri græn töluðu mikið um það, en lítið tala þau um það núna. Eru hópar innan Vg sem vilja ekki breyta kvótakerfinu?

Og nú er verið að tala um að vatnið verði einkaeign. Verði það að veruleika eins og Framsókn og Sjálfstæðismenn þrá þá ætti ríkisstjórnin að fara að hugsa alvarlega sinn gang. 

Aukum framleiðslu atvinnutækifæri á Íslandi þannig skapast meiri vinna þó gróðinn verði ekki svaka mikill.  Margir ríkisstarfsmenn gætu örugglega hugsað sér að starfa annars staðar ef þeir fengju tækifæri til þess. 

Að lokum það er mikið af atvinnulausu fólki í Reykjavík margt af því fólki gæti veitt fisk í Faxaflóanum en því miður hann er lokaður.

stöndum saman.

Kalli Matt

 


mbl.is Óttast landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þér í hverju orði Kalli í þessum pistli. Mæl manna heilastur.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2010 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband