Leita í fréttum mbl.is

Fyrir vestan um hvítasunnu

Ég fór vestur á firði á fimmtudaginn var og kom til baka í dag. Mitt fyrsta verk var að fara til sr. Magnúsar í Ísafjarðarkirkju og bað hann um blessun mér til handa í nýju starfi. Ég fór líka til Flateyrar þar sem allt er nú í óvissu og lausu lofti vegna kvótakerfisins, m.a..  Það er ljóst að mikil verkefni blasa við ef rétta á hag byggðanna fyrir vestan og reyndar víðar um land.  Ég mun leggja  lóð mín á þær vogarskálar er gefa byggðinni vigt.  Það ástand sem nú er,  hefur orðið til á nokkuð löngum tíma en engu að síður verður að grípa til skjótra aðgerða. Hugmyndin um að Ísafjarðarbær neyti forkaupsréttar á kvótanum er mjög eðlileg og tel ég að drífa verði í því sem fyrst. Hvort við erum að sjá Bæjarútgerð Ísafjarðarbæjar eða einhvers konar eignarhaldsfélag í uppsiglingu veit ég ekki en ljóst er að kvóta er þörf. 

Á hvítasunnudegi naut ég þeirrar ánægju og gleði að fá að ferma fjögur ungmenni í Suðureyrarkirkju. Það gerði ég í stað sr. Valdimars Hreiðarssonar sem fól mér þá þjónustu, þar eð hann varð á þessum degi að vera annars staðar brýnna persónulegra erinda. Er ég honum mjög þakklátur því einmitt á hvítasunnu fyrir 20 árum fermdi ég í fyrsta sinn og það líka í Suðureyrarkirkju. Þessi dagur var einstaklega fallegur og sólríkur og allir voru svo glaðir.

Ég vona að okkur gangi vel að styrkja byggðir og efla, svo að fólk verði þar öruggara um atvinnu sína afkomu og líf.

Stöndum saman.

Kalli Matt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það Karl varst þú ekki að enda við að klappa fyrir stjórnarsáttmála sem gerir ráð fyrir óbreyttu kvótakerfi sem hefur komið öllu uppnám á Flateyri og víðast hvar í sjávarbyggðum landsins?

Er hægt að vera að tala um að styrkja byggðirnar á meða Samfylkingin ætlar ekki að breyta kerfinu sem grefur undan byggðinni?

Sigurjón Þórðarson, 29.5.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skoðaði bloggið hjá Ólínu þar sem hún lÝsir þessari athöfn svo undur fallega!

Edda Agnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 16:25

3 identicon

Til hamingju með daginn og vegni þér vel á þingi - á nýjan leik :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Vissulega þarf að leita leið sem auka öryggi fólks á landsbyggðinni um afkomu sína.

Það koma ýmsar aðgerðir til álita í þeim efnum. Þó er spurning hvort kvótakerfið sem slíkt valdi þessari byggðaröskun eða hvort þar komi ekki til aðrir þættir svo sem gengisskráning, verðbætur og vextir og aðgangur atvinnulífs að fjármagni. 

Jón Halldór Guðmundsson, 1.6.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband