18.3.2010 | 00:08
Þjóðin þarfnast auðlinda sinna.
Ísland þarf á sjómönnum að halda. Þeir eru einn grundvöllur þess að Ísland getið risið úr rústum græðginnar. Framlag íslenskra sjómanna til þjóðarbúsins fyrr og síðar er ómetanlegt.
Sjómenn hafa háð harðvítuga baráttu við sjóinn og fyrir kjörum sínum. Slysavarnir, vökulög, tryggingar, jólafrí, reglulegt uppgjör og margt annað kemur upp í hugann. Þó fyrirkomulag útgerðar breytist verða alltaf til sjómenn.
Fiskimið íslensku þjóðarinnar eru ein verðmætasta auðlind okkar. En það nægir ekki einni þjóð að eiga auðlindir ef hún gætir þeirra ekki. Ef fáeinir menn ráða yfir auðlindinni er hætta á aukinni misskiptingu og ranglæti.
Til eru fátæk lönd sem rík eru af auðlindum. Þetta virðist mótsögn en samt er þetta nú svona. Í slíkum löndum nýtur viðkomandi þjóð í litlu auðlinda sinna því þar fara auðhringar með völdin og skeyta ekki í nokkru um hag fólksins, heldur hugsa aðeins um eiginn gróða.
Peningaþorsti brenglar fólk svo mikið að gott siðferði gleymist. Við súpum nú seyðið af peningaþorsta og græðgi fárra einstaklinga.
Það er brýnt að setja lög sem aflétta þeirri einokun, samþjöppun og klíkumyndunum sem átt hafa sér stað á síðust áratugum.
Hrunið á að verða okkur til lærdóms og þroska en ekki til þess að græðgi og eigingirni haldi áfram að vaxa í landinu. Bankarnir fóru á hausinn, stór hluti verslunarinnar er í rauninni á hausnum, byggingariðanaðurinn er líka farinn yfir um og skuldir sjávarútvegsins eru mjög miklar og landbúnaðurinn er ekki í vænlegri stöðu.
Hvernig eigum við að endurreisa þetta allt og byggja upp á ný? Gerum við það með því að reyna að koma öllu í fyrra horf af því að við höfum ekki kjark til þess að breyta og af því að meðvirkni og jafnvel spilling en svo mikil?
Til að skapa nýtt þarf hugrekki en ekki ótta. Byrjum á því að breyta stjórnarskránni sem er grundvöllur samfélagsreglnanna. Þar koma lýðræðis- og auðlindamálin fyrst upp í hugann.
Umræðan sem fer nú fram um auðlindamál sjávarins snýst allt of mikið um tæknileg atriði, en ekki hvernig hún geti nýst þjóðinni á sem víðtækastan hátt til atvinnusköpunar, gjaldeyrisöflunar og velferðar.
Minna er rætt um hvernig atvinnufrelsi og möguleikar til nýliðunar í sjávarútvegi eigi að vera. Þess í stað er klifað á því að greinin sjálf verði að bera sig og engu megi breyta því þá sé voðinn vís. Alið er á ótta og skelfingu.
Við verðum að átta okkur á því að sú samþjöppun, frelsisskerðing og einokun í atvinnulífinu sem vaxið hefur á Íslandi í skjóli hagfræðikenninga um frjálsan markað hafa leitt okkur í þær mestu ógöngur sem þjóðin hefur lent í. Var frelsið sem markaðurinn fékk tekið frá einstaklingunum? Eða hvaðan kom það?
Til þess að þjóðir séu frjálsar og til þess að velsæld ríki í löndunum þá verður fólkið sem myndar þjóðina að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og ákveða hvernig þær skuli nýttar öllum til hagsbóta.
Ef auðlindir eru eftirsóknarverðar munu menn ávallt sækja í þær. Og þá er mikilvægt að aðgangurinn að þeim sé veittur af ríkisvaldinu en ekki auðhringjum sem mynda leiguliðakerfi um þær. Betra er að þjóin leigi þeim sem nýta vilja á eðlilegu og sanngjörnu verði.
Núverandi stjórnarflokkar lofuðu báðir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og hlutu góða kosningu fyrir vikið. Mjög brýnt er að breytingatillögurnar komi sem fyrst fram því allt verður gert til að tefja og bregða fyrir fæti.
Annað er það sem leggur stjórnvöldum skyldur á herðar en það er úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að fiskveiðistjórnarkerfi okkar sé brot atvinnufrelsi og mannréttindum.
Ég hvet alla landa mína til þess að hugsa alvarlega um það hvernig auðlindir lands og sjávar nýtist okkur sem best til endurreisnar og börnum okkar til góðs í framtíðinni. Milljarðarnir eiga að fara til uppbyggingar landsins en ekki til örfárra einstaklinga
Eldri færslur
- Júlí 2022
- Nóvember 2020
- Mars 2020
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Mars 2016
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Ágúst 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Nóvember 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
eddaagn
-
bjorkv
-
gudfinnur
-
prakkarinn
-
lara
-
bryndisisfold
-
baldurkr
-
salvor
-
ingibjorgstefans
-
hrannarb
-
hreinsi
-
pallieinars
-
ingo
-
agny
-
arnalara
-
gumson
-
alfheidur
-
reykur
-
arnith2
-
heilbrigd-skynsemi
-
kaffi
-
birnamjoll
-
bjarnihardar
-
bd
-
bjornj
-
blues
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
dagga
-
einarben
-
komediuleikhusid
-
kamilla
-
fanney
-
garpur76
-
gesturgudjonsson
-
gtg
-
gretaulfs
-
gretarmar
-
thjalfi
-
orri
-
gudrunkatrin
-
zeriaph
-
gunnarpetur
-
gbo
-
coke
-
gylfigisla
-
heidistrand
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
idno
-
tru
-
ingimundur
-
irisarna
-
jakobk
-
enoch
-
joninaros
-
fiski
-
thjodarskutan
-
jonthorolafsson
-
kiddijoi
-
killerjoe
-
kolbrunerin
-
kristbjorggisla
-
krist
-
kristinm
-
kristjanmoller
-
mal214
-
natan24
-
nilli
-
nielsfinsen
-
solir
-
olafursv
-
olafurjonsson
-
kex
-
schmidt
-
runar-karvel
-
sirrycoach
-
siggiholmar
-
siggikaiser
-
siggisig
-
siggith
-
steindorgretar
-
summi
-
sunnadora
-
garibald
-
svavaralfred
-
saethorhelgi
-
tommi
-
tryggvigunnarhansen
-
valdisa
-
vefritid
-
vestfirdir
-
steinibriem
-
steinig
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
thorha
Af mbl.is
Íþróttir
- Fjalla um þjóðhetjuna Eygló
- Brynjari fúlasta alvara þurfum að taka út ruslið
- Leeds tveimur sigrum frá úrvalsdeildinni
- Landsliðskonan með stórleik í úrslitum
- Sara Björk með stórleik
- Bikarmeistararnir skoruðu fjögur
- Vestri áfram eftir vítakeppni
- KR þarf einn sigur í viðbót
- Brynjar Karl býður sig fram í forsetakjörinu
- Átta mörk og tvö rauð spjöld í Garðabæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.