Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Krónan styrkist - verum bjartsýn.

Íslenska króna hefur bara verið að hækka og hækka i verði miðað við erlenda mynt. _ svo spá menn verðbólgu. Td. kostaði eitt enskt pundi 209,94kr þann 15. júlí s.l. en kostar nú 15. okt 192,71kr þetta er 10.01% hækkun á krónunni miðað við gengið í dag...
Bankarnir græða tugi milljarða á milljarða ofan, Útgerðin er með full troll af peningum og olíukostnaður hennar lækkar og lækkar. Ferðamenn sækja í æ stríðari straumi til landsins. Þetta ætti að styrkja krónuna enn frekar. Bankar ættu að getað lækkað vexti ekki hækkað þó löggur, sjúkraliðar og annað láglaunafólk fái góða leiðréttingu launa sinna.
Verum bjartsýn ekki svatsýn.

Kalli Matt


Þjóðkirkjan okkar er frjálslynd og tekur á móti þeim, sem til hennar leita.

Þjóðkirkjan okkar er örugglega ein frjálslyndasta kirkja í heimi.
Þegar fyrsta konan vígðist sem prestur þótti öllum það sjálfsagt og eðlilegt. Þjóðkirkjan okkar velur konur fyrir prófasta sína og biskupa. Jafnvel í frjálslyndum nágrannalöndum okkar kom fram fólk sem hafnaði því að konur ættu að fá vígslu sem ég get engan veginn skilið.
Þegar lagt var fram frumvarp til laga um breytt hjúskaparlög fyrir mjög fáum árum fagnaði því stór hluti presta með ályktun sinni. Og nú þegar fréttablaðið spyr alla prestastétina kemur í ljós í gríðarlega góðri svörun að 99,9% þeirra sem svara segjast fúslega vilja gefa saman samkynhneigt par.

Vona ég nú að fólk sjái að hinn ósiðlegi stormur sem bulið hefur á Þjóðkirkjunni í þessu máli var bara stormur í vatnsglasi.
"Vor kirkja er byggð á bjargi en bjargið Jesús er".

Stöndum saman.

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband