Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Lifi Vestfirðir

Ég var á ferð í Vestubyggð og Tálknafirði síðustu daga. Þar er alltaf sama gamla góða gestrisnin og velvildin sem tekur á móti manni. Fyrstu tvo dagana vorum við Guðbjartur Hannesson á ferðininni, en hann þurfti svo að fara í Stykkishólm til að taka þátt í umræðuþætti á stöð 2.

Ég var áfram á svæðinu og finn það betur og betur,  hvað stjórnvöld verða að  taka sig á til þess að að endurheimta fyrri stöðu byggðanna á þessu svæði. Það tekur auðvitað tíma, en fyrst er að vilja. Íbúunum hefur fækkað hættulega mikið. það er því ljóst  að næstu ríkisstjórn bíður mikil vinna til uppbygginar og eflingar í samvinnu við heimamenn.  Þetta á reyndar líka við um norðanverða firðina.

Við í Samfylkingunni erum  meðvituðu um það, að næsta ríkisstjórn verður að lljúka vegagerðinni vestur svo hægt sé að komast þangað án þess að berjast í holum fleiri, fleiri kílómetara malarveganna.  Þetta hefur Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar marg bent á. Við viljum líka standa að nýjum störfum á vegum hins opinbera verði fjölgað, bæði sem störfum án staðsetningar  og einnig í tengslum við rannsóknir á þorskeldi og jafnvel kræklingarækt og margt annað sem tengist þar mannlífi og sögu. 

Í raun og veru eru Vestfiðir áskorun fyrir Alþingi sem á að vera framsækin og réttlát löggjafarsamkunda. Við í Samfylkingunni bindum miklar vonir við kosningarnar þann 12. maí næstkomandi því okkur langar til að koma að endurreisn og uppbyggingu sem mikil þörf er á.  Jafnaðarflokkur berst fyrir jafnrétti á öllum sviðum - líka milli landshluta -  og þar sem hallar á er nauðsynlegt að hugsjón jafnaðarstefnunnar ráði för.

Nú er ákveðið að framhaldsdeild skuli starfrækt á Patreksfirði í samvinnu við framhldsskólann í Grundarfirði. Ég gleðst yfir því, enda er  það hið besta mál.  En við verðum  að gera okkur grein fyrir því, að svo myndarlega verður að standa að þessu verki, að nemendendurnir búi við sama kost og  nemendur annarra framhaldsskóla í landinu.

Leggja verður einnig miklu meiri alúð við starf ferðþjónustunnar á svæðinu og veita "þolinmóðara" fjármangni í greinina en nú er.  Lækkun flutningskostnaðar er einnig brýn nauðsyn, en það verður ekki gert án tilverknaðar yfirvalda. Og svona mætti  lengi telja.

Ef við berum okkur til dæmis saman við Norðmenn og skoðum hvað þeir gera til varnar og jafnvel eflingar byggð sinni þá sjáum við að okkur vantar þar mikið upp á.

Eiga Vestfirðir að lifa? Mitt svar er lifi Vestfirðir. Að því skulum við stuðla

Stöndum saman

X -S

Kalli Matt


Fangar og fangaverðir

Fangelsismál á Íslandi eru í hinum mesta ólestri. Við erum með fanglesi í notkun sem er algerlega óvðiunandi og okkur til skammar. það er fangelsið á Skólvörðustíg 9. Og ekki er að efa að betur má fara í öðrum fangelsum hér á landi.

Fram kom í fréttum í gær (21. mars) að fangelsin eru orðin full - svo þröngt setin að þeim sem koma til afplánunar er vísað frá.  það hlýtur að vera erfitt að vera dæmdur maður sem hefur undirbúið sig til afplánunar og mæta til fangavistar sinnar og fá þau svör að maður skuli koma síðar.

Þá er einnig mjög  dapurlegt að sjá svo í fréttum daginn efitr þessar fréttir að fangavörðum er haldið nauðugum við vinnu sína, en þeir eru margir komnir að því gefast upp í störfum sínum vegna afar lakra kjara. Meira að segja samninganefnd ríkisins viðurkennir að svo sé, en ekkert er gert í málinu heldur gripið til lagaákvæða, sem knýja þá til áframhaldandi vinnu.  

Störf fangavarða eru gríðarlega mikilvæg og krefjandi og við hljótum að gera þá sjálfsögðu kröfu að þeim líði vel í starfi sínu og eigi góð tækifæri til að eflast í vinnu sinni með aukinni starrfsmenntun og námsferðum til þeirra landa sem við viljum eiga samneyti við í mannréttindamálum.

Við getu séð hilla undir nýja tíma í þessum efnum með því að fá aðra til að stýra fangelsismálum þjóðarinnar.  Það er meðal annars gert með því að tryggja Samfylkingunni góða útkomu í kosningunum í þann 12. maí næstkomandi.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


Stjórnarskrárákvæði og auðlindir

Það er algerlega klárt að Samfylkingin er þeirrar skoðunar að auðlindir landsins séu sameign íslensku þjóðarinnar.  Allt frá stofnun Samfylkingarinnar hefur þetta verið ljóst.  

Í umræðunni um sjávarútveg hefur það ekki síst komið fram og einnig í umræðunni um vatnalögin sem samþykkt voru og bíða þess að taka gildi, ef núverandi ríkisstjórn heldur velli.

Það á að vera í hendi Alþingis að ákveða hvaða lög og reglur skuli gilda um aðganginn að öllum auðlindum Íslands. Ef við finnum til dæmis olíu í jörðu þá á ekki einn iðnaðarráðherra að ákveða um nýtingu hennar með reglugerðum heldur þingið 

Ef það findist til dæmis olía í Flatey á Skjálfanda eða í Flateyjardal þá ætti þingið að ákveða um olíuvinnslu og enginn annar. Og svona mætti lengi telja. 

Að  þessu sögðu finnst mér undarlegt að  ríkisstjórnarflokkarnir og herrar þeirra skuli halda því fram að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafi stoppað þá ætlun að setja í stjórnaskrá ákvæði um að auðlindir Íslands væru sameign þjóðarinnar.

Tvær ástæður liggja fyrir því að stjórnarandstaðan gat engan veginn sætt sig við "auðlindaákvæðið" 

Í fyrsta lagi var málið svo illa unnið, að fár ef nokkur allra þeirra álitsgjafa, sem kom að því taldi það svo vel gert að hægt væri að setja það í stjórnarskrá lýðveldisins.  Ef ákvæði í stjórnarskrá er til þess fallið að vekja upp deilur og jafnvel málaferli, þá er betra að hafa það ekki þar.  Þetta var fyrri ástæðan. 

Hin síðari ástæða, sem auðvitað er ekki eins veigamikil, en skiptir samt máli er framkoma ríkisstjórnarinnar gagnvart stjórnarandstöðunni.

Ríkisstjórnin bauð stjórnarandstöðunni alls ekki til samráðs eða viðrræðu um málið.

Ef þeir Geir og Jón hefðu boðið stjórnarandstöðunni  í kaffi og kannske með því við borðið í stjórnarráðinu og borið þar frumvarpið undir hana er líklegra að árangur hefði náðst.  

Já, fyrst þeir vildu breiða samstöðu er öruggt að sá háttur hefði virkað mun betur en að henda frumvarpinu fram í þinginu án þess að hafa borið það undir sjtórnarandstöðuna.

Kannske eru hin póleruðu borð stjórnarráðsins ekki fyrir aðra en ráðsherrana og hið kurteisa fólk sem næst þeim stendur.

Niðurstaðan: Ekkert ákvæði í stjórnarskrána. Og í bakherbergjum eru þeir til  sem fagna því, að enn er möguleiki til þess að fáeinir við gnægta- og græðgisborðið verði ævarandi eigendur auðlinda Íslands.

Það verður kosið eftri tvo mánuði við skulum stuðla að því að fyrirheitið um auðlindirnar fari inn í stjórnarskrá, það verður ekki gert nema að við skiptum um ríkisstjórn

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


Iðnþingið 2007

Ég þakka Samtökum Iðnaðarins fyrir að hafa boðið mér á þing sitt í dag, sem hafði yfirskriftina Farsæld til framtíðar. Faðir minn Matthías Björnsson 85 ára gamall fór með mér á þingið, en það var ekki síst honum að þakka að við fórum þangað. En hvað um það  fimm karlar fluttu ræður á þinginu og voru erindi þeirra allra ágæt nem eins Þorsteins Pálssonar það var langbest. 

Þeir sem töluðu voru Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins,  Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Víglundur Þorsteinsson og svo Þorsteinn Pálsson fyrrvernadi forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendiherra og núverandi ritstjóri.

Þórólfur Árnason sem þurfti að segja af sér embætti borgarstjóra venga olíusamráðsmálsins var fundarstjóri og var hann mjög góður sænd hans og hróður munu aukast að minni hyggju.

Tveir þeir fyrstu ræddu í upphafi  um liðna tíð vexti hennar og hvar við ættum að bera niður í nútíð og framtíð. Báðir lögðu áherslu á menntun og eflingu skóla á tæknisviði og nýsköpunar.  Áhersla þeirra á nauðsyn þekkingar og færni var góð brýning.

Varnaðarorð Helga um að við ættum að varst græðgina kveikti þá hugsun hjá mér að hann hafi kannski séð skugga hennar bregða fyrir í heimi íslensks iðnaðar. Þá ræddi hann líka um mikilvægi þess að við tækjum Evrópumálin á dagskrá og töluðum hispurslaust um þau.

Sigurjón Þ kom víða  við en það sem hann sagði var meðal annars að allir ættu að hafa aðgang að háskólum okkar og ekkert mætti hindra það.  Ég gat ekki betur skilið en að hann væri að segja engin skólagjöld og mun opnari skóla. (Hann hlýtur að vera krati) Þá talaði hann einnig um það að við ættum líka að vera dugleg í því að fara víða um heim að leita menntunar.  Ef við lærum allt hér heima á Fróni þá gæti okkur farið aftur og við einangrast.

Víglundur var með ágætt erindi um auðlindanýtingu og byggðaþróun. Hann talaði um auðlindanýtinguna og mikilvægi þeirra orku sem við eigum í náttúru okkar og að orkuverð ykist til muna á næstu áratugum, því væur tækifærin mikil og góð vegna hreinleika orkunnar.

Þorsteinn Pálsson flutti afar snjallt erindi um stöðugleikann gengið og krónuna.

Hann fléttaði á meistarlegan hátt hugmyndum úr "Ísland farsælda frón" við þann tíma sem við nú lifum. Hann gerði stöðu okkar í samfélagi við aðrar þjóðir að umtalsefni og nefndi að norrænt samstarf hafi breyst og áhrif okkar í tengslum við það minnkað. Þá benti hann á að áhrifastaða Íslands hafi einnig minnkað á "öðrum" erlendum vettvangi þar eð NATO sé orðið allt annað en fyrir nokkrum árum. Þorsteinn hvatti til þess að við töluðum saman með fullri virðingu um stöðu þjóðarinnar gagnvart  Evrópusambandinu og gerðum það æsingalaust.  Mál ræðunnar var afar fallegt og var hann orator þessa þings að öðrum ólöstuðum. 

Þá voru fengnir 14 álitsgjafar úr heimi stjórnmála og atvinnulís og var gaman og gagnlegt að hlusta á þau. Skemmtilegtust voru að mínu mati þau Ingibjörg Sólrún,  Hilmar V. Pétursson, Illugi Jökuls og Steingrímur J.

Mig langar að lokum að geta þess að Víglundur nefndi fiskeldi sem byggðamál og fannst mér það gott hjá honum. Við hljótum að eiga óendanlega möguleika í því og  ræktun skeldýra.  Helst ættum við að fara að huga að almenningshlutafélögum í því sambandi.

Þá vil ég bæta því við að vindmillur til rforkuframleiðslu eiga örugglega eftir að koma við sögu í atvinnumálum framtíðar okkar sem og sjávarfallavirkjanir. 

Takk fyrir iðnþingið og fyrirgefið ef eitthvað er missagt, en reynist það svo stafar slíkt af misminni eða misskilningi en ekki ásetningi um rangtúlkn

Að lokum ég sé að áhersla Ingibjargar Sólrúnar á samræðustrjórnmál er farin að bera árangur tölum betru saman og ........

Stöndum saman

X -  S

Kalli Matt


Bætum tennur og heilbrigðisþjónustu

Ég bloggaði áðan um nauðsyn þess að börn fengju fría þjónustu hjá tannlæknum og eftir fréttina á stöð tvö staðfestist sú skoðun og vissa. Það sést greinilega á þessum fréttum að efnahagur skiptir miklu máli um heilsufar fólks. Þetta á ekki aðeins við um tannheilsu heldur á þetta líka við um aðra þætti heilsufars okkar. Við verðum að standa vörð um almannatryggingakerfið og efla það slíkt er líka stefnumál Samfylkingarinnar. Vörumst að afnema þátttöku ríkisins í  læknis og sjúkrakostnaði aukum hann frekar.

Stöndum frekar saman

X -S

Kalli Matt


Tannpína og skemmdar tennur

Auðvitað verðum við sem erum foreldrar að fylgjast vel með tannheilsu barna okkar.  Það er heilbrigðismál að hafa heilar tennur og ekki síst fyrir börnin. Skemmdar tennur valda vanlíðan og tannpína er mjög slæm, sérstkalega ef verkurinn er mikill. 

Er ekki kominn tími til þess að við bjóðum börnum þessa lands upp á fríar tannlækningar. Umfjöllunin í fréttunum í gær hlýtur að hafa vakið marga til umhugsunar. Það eru til skyldusprautur fyrir ungbörn við alls kyns sjúkdómum en ætti ekki það sama að gilda um tannheilsu og -hirðu?  

Að fara til tannlæknis er mjög dýrt og verður bara dýrara eftir því sem það dregst. Þetta á bæði við um fullorðna og börn. Þeir foreldrar sem eru fátækir geta freistast til að  fara ekki tannlæknis með börn sín nema í ýtrustu neyð. Og það færist nú í vöxt.

Sjúkrasjóðir sumra stétarfélaga taka þátt í tannlæknakostnaði félaga sinna en því miður eru þeir pengingar skattlagðir.   Ef við hugsum okkur tvö börn annað með allar tennur heilar í munni sínum en hitt með allar sínar skemmdar þá sjáum við strax hve mikill munur er á þessum börnum - í rauninni á allan hátt

Hér verðum við að taka okkur á.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


Þjóðin eigi land og fiskimið.

Kosningaloforð Framsóknarmanna um að festa í stjórnarskrá, að auðlindir sjávar séu eign íslensku þjóðarinnar verður ekki efnt.

Hver er ástæðan?  Formaður Framsóknarflokksins telur hana vera stjórnarandstöðuna. 

Auðvitað sjá allir að þetta er ekki rétt.

Hafa ekki Framsóknar- og Sjáflstæðismenn meirihluta á þingi? 

Vandinn var auðvitað sá að tillögur Sjálfstæðisflokksins voru grugg í tæra hugsun um þjóðareignina og því gat enginn sérfræðingur séð nokkurt vit í tillögunum. Og Sjálfstæðismennirnir eru glaðir því þeir vilja ekki sjá slík ákvæði í stjórnarskránni sem um er getið. Það er vegna trúar þeirra á mátt einkaframtaksins og þá hagsæld sem þeir telja að sönn eignagleði hafi í för með sér.

Nú geta Framsóknarmenn komið fram á ný með sama loforðið og þeir voru með fyrir fjórum árum.

"Festum í stjórnarskrá að auðlindir sjávar séu þjóðareign"

Auðvitað gengur svona lagað ekki lengur. Við skulum venda kvæði okkar í kross og skipta um ríkisstjórn í komandi kosningum.

Stöndum saman

X  -  S

Kalli Matt


Æðruleysismessa í Dómkirkjunni. 18. mars kl. 2000

Æðruleysismessa marsmánaðar í Dómkirkjunni. Á sunnudaginn kemur þann 18.mars verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni kl. 20.00.  Hún verður með hefðbundnu sniði.  Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun predika og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun leiða messuna og sr. Karl V. Matthíasson mun  leiða bænahaldið. Þá talar einn úr hópi kirkjugesta og er með vitnisburð.Sálmasöngur og önnur tónlist verða sem fyrr í öruggum höndum Harðar Bragasonar organista, Birgis Bragasonar kontrabassa-leikara og Hjörleifs Valssonar fiðluleikara.  Anna Sigríður Helgadóttir mun leiða sönginn. Æðruleysismessurnar hafa yfir sér blæ gleði og vonar og það eru góðar og uppbyggilegar stundir sem fólk nýtur þar. Allir eru velkomnir í æðruleysismessurnar.  Sérstaklega verður beðið fyrir þeim sem líða og þjást vegna áfengis- eða annarrar fíkniefnaneyslu eða annarra veikinda. Þá verður þeirra einnig minnst sem látist af völdum þessa sjúkdóms, sem fer eyðandi höndum um líf þess fólks er hann grípur. 

Þegar hendir sorg við sjóinn.

 Sorgarfréttir.

Hið skelfilega sjóslys sem varð fyrir einum sólarhring í mynni Ísafjarðardjúps snertir okkur öll.

Þeir Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson fórust, hetjur hafsins. Störf þeirra  gerðu mörgum gott og eru grunnur margs þess góða sem við eigum í landi okkar.

Guð blessi minningu þeirra og styrki fólkið þeirra allt.

Verum tilbúin að rétta hjálparhönd.

 

 Líknargjafinn þjáðra þjóða.

Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugarró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
Herra, lægðu vind og sjó.

Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Yfir logn og banabylgju
bjarmi skín af Drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi' og dauða skráð.

Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll,
vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.

Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi' um jörð og höf.
Breiddu þína blessun yfir
blóma lífs og þögla gröf.
Vígi' og skjöldur vertu þeim, sem
vinda upp hin hvítu tröf.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi' um jörð og höf.

Jón Magnússon

 


 

 


Ísafjarðarfundurinn

Ég sat fundinn á Ísafirði og vil ég þakka fyrir að til hans var boðað.  það er greinilegt að hann hafði sín áhrif.  Íbúar Ísafjarðarbæjar er uggandi vegna þess ástands sem nú er að skapast við væntanlega brottför Marels. það munar um minna. 

Undanfarin ár höfum við orðið vtini að því, hvernig fiskveiðistjórnun ríkisstjórnarinnar hefur farið sem logi yfir akur. það er ekki aðeins Ísafjörður, við getum líka bent á önnur byggðarlög Vestfjarða, svo sem Patreksfjörð, Tálkanfjörð, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri Bolungarvík, Drangsnes og  Hólmavík. Öll muna þau fífil sinn fegurri. 

Spyrja má hvað er til ráða? Og við höfum svörin. Við verðum í fyrsta lagi að koma samgöngunum í lag. Skapa þær aðstæður að fólk sem íhugar að flyta á þessa staði segi ekki strax: "Ég flyt ekki þangað vegna þess að vegirnir vestur eru vonlausir og hættulegir." Hvað þarf mikið til þess að bæta hér úr. Það þarf mikið,  en ef við ætlum ekki að afskrifa þær eignir og þau verðmæti sem fyrir hendir eru þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að það kostar peninga. Viljum við að Vestfirðir lifi. Svarið er já og þess vegna skulum við gera það sem gera þarf.  Klárum vegalagninguna fyrr en áætlað er því tíminn er nánast útrunninn.

Með sama hætti og Menntaskólinn á ísafirði stórefldi allt atvinnulíf þar mun nýr Háksóli Vestfjarða tengdur hátækniiðnaði til dæmis í góðri samvinnu við 3X Stál, þorskeldi og kræklingarækt gefa nýja möguleika.  Og svona mætti lengi telja  og nefna fleiri atvinnugreinar eins og til dæmis ferðamennsku.

Ég fór í sund á Suðureyri, naut þess að vera í heita pottinum (að sjálfsögðu eftir að hafa synt 200 metra). Og viti menn komu þá ekki allt í einu 8 bandarískir  ferðamenn að njóta þessara gæða. Fyrst þeir komu -- er þá ekki hægt að fá þá fleiri?  Þetta nefni ég, en auðvitað er þetta svo sem ekkert nýtt. Til þess að koma þessu á legg og mörgu öðru verður vilji og skilningur að vera fyrir hendi. Leggjum nú fjármagn í allt þetta.  Hið opinbera gæti líka verið með miklu fleiri störf úti á landi bæði á Vestfjörðum og víðar. Hér læt ég staðar numið í upptalningu sem gæti að sjáflsögðu verið mun lengri.

En víkjum aftur að fundinum, sem bæði var til hvatningar og áminningar.  Á honum kom líka fram hjá einum frummælenda að miklir möguleikar eru í þorskeldi. Okkur sem sátu fundinn var gefin kostur á að bera fram spurningar til frummælendanna. Og því notaði ég tækifærið og spurði hvort mögulegt væir að framleiða 20.000 tonn af eldisþorski í umhverfinu þarna. Mér fannst svarið ekki vera afdráttalaust en gat þó ekki skilið betur en að gríðarlega miklir möguleikar væru í þeirri atvinnugrein.  Þess sér líka stað -- því nú þegar hafa menn hafist handa við niðursuðu á lifur úr eldisþorski. Þetta er gert í Súðavík á þeim stað þar sem Frosti var áður með fiskvinnslu sína. Mér skilst að það vanti meiri lifur. En þetta er hið mest ljúfmeti. Og sérstkalega fannst mér ánægjulegt að koma og sjá þessa starfsemi þegar ég var þar ekki fyrir löngu. 

Allir sem töluðu á fundinum hafa þá trú að á Vestfjörðum geti mannlíf dafnað  og eflst.  Ég hef einnig þá trú en til þess að svo megi verða hjótum við að gefa öðrum tækifæir til að koma þessu í framkvæmd við höfum reynt hitt of lengi.

Stöndum saman

X - S

Kalli Matt


Næsta síða »

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband