Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Á Hólum í Hjaltadal hjá Jóni biskupi á Hólahátíð.

12. ágúst er afmælisdagurinn minn. þá varð ég 55 ára.

Árla þessa dags lögðum við hjónin af stað að Hólum í Hjaltadal og var leiðin greið, Komum tímanlega að Hólum þáðum konunglegan rétt hjá heiðurshjónunum  Hr. Jóni Hólabiskupi og maddömu Margréti. Síðan var gegnið til messu sem var fallega flutt af sr. Gunnari á Hofsósi, sr. Dölu í Miklabæ og síðan Hólabiskupi.  Hallveig Runarsdóttir söng einsöng og var það einstaklega fallegt hjá henni og reyndar sálmasöngurinn allur og organleikur. Þá predikaði fyrrverandi biskup Íslands Ólafur Skúlason og var sú predikun atburður. Guðspjall dagsins  segir af því er Jesús grætur yfir Jerúslem sem þekkir ekki vitjunartíma sinn. Þar fléttaði hann snilldarlega saman guðspjallinu við nútíman - tár Jesú - við tárin er falla vegna Darfur og Bagdad og víðar. Og spurði hveð við látum af hendi rakna til að útrýmna hungri og hatri í heiminum. Stemmingin var mögnuð þegar þessi aldni biskup hafði lokið predikun sinni. og svo gengu flestir ef ekki allir að borði Drottins. Já þetta einstaklega magnaður vðburður þessi messi.

Svo kom kirkjukaffið á eftir það var frábært, góaðr kökur, flatbrauðið mjög gott og hangiketið líka.

Næst kom ræða Ingibjargar Sólrúnar og var sú ræða einstaklega góð og kom eins og í beinu framhaldi af orðum guðsþjónustunnar þar sem hún talaði um ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna og þá jákvæðu möguleika sem geta falist í því að við fáum sæti í Öryggisráðinu.  Að auki ræddi hún um að grundvöllur blómlegra byggða sé góð og fjölbreytt menntun ásamt góðum samgöngum.

Af þessari ræðu mátti vel merkju hversu það snart Ingibjörgu að fara til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og miðlaði hún af reynslu sinni úr þessari  ferð. Ræðan var auk þess full af skýrum og fallegm myndlíkingum  og var ljós að flutningi loknum að hún féll í mjög góða jörð. 

Hólahátíðarræður hafa oft vakið viðbögð og stunum verið skandall, en þessi Hólaræðia með fullri virðingu er sú besta sem ég hef heyrt eða séð.

Að lokum vorum við sov leyst út með góðri matarveislu hjá Guðrúnu á hólum og manni hennar.

SVo var ekið heimog - ég verð að fara að sofa.

Stöndum saman

góða nótt

Kalli Matt


Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband