Leita í fréttum mbl.is

Þjóðareign

Líú hefur verið með fundarherferð í gangi um nauðsyn þess að viðhalda kvótakerfinu og talar um aðför að landsbyggðinni.  Nú að vera fundur á Ísafirði í kvöld - Þar sem áður iðaði höfnin af lífi vegna glæsilegs sjávarútvegs.

LÍÚ ætlar að kenna Vestfirðingum það að núverandi kerfi sé það besta sem fyrir þá hefur komið.  Á þessum fundi má ekki koma með fyrirspurnir og formaður verkalýðsfélagsins þar vestra hefur lýst vanþóknun sinni vegna þess.  Það væri annars ágætt að fá það hreint hvort ASÍ sé hinn dyggi bandamaður LÍÚ sem látið er að liggja. 

Það er m.a. gert með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Íslendinga til núgildandi laga um stjórn fiskveiða. 

Samtök hafa verið stofnuð um þjóðareign í almannaþágu. Ég hvet alla til að fara inn á heimasíðuna thjodareign.is  Þessi samtök standa nú fyrir undirskriftasöfnun um þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám kvótakerfisins. Kvótakerfið hefur leitt mikið böl yfir landshluta, byggðir og fjölskyldur að ekki sé nú talað um skelfilegan þátt þess  í  hruninu.

Skrifum undir og styðjum samtökin Þjóðareign  Sýnum nú að við getum staðið saman.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum kannski kosið í sömu atkvæðagreiðslu um að eignir kirkjunnar renni svo líka til ríkisins.
http://www.kirkjan.is/stjornsysla/fjarmal/grundvollur

...og svo kúplað Kirkjunni frá ríkinu.

Sigurður Gunn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einmitt, Þjóðareign.is

Það eru allir hættir að hlusta á LÍÚ. Þeir komast ekkert lengur á frekjunni, og innistæðulausum fullyrðingum.

Þeir eru verulega heppnir ef þeir sleppa við skaðabóta-kröfu vegna spillingar-sukksins og fangelsi fyrir rányrkju. Ef þeir hafa sig ekki hæga núna getur verið að einhver opinberi spillinguna sem þeir hafa stundað í smáatriðum! Það vilja þeir ekki? M.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband