Leita í fréttum mbl.is

Ekki á leið í ríkið eða til dópsalans.

Ég vil hvetja alla til að vera edrú um þessa helgi, dymbilvikuna og páskana. Það er svo gott vera edrú, það er svo gott að vakna til nýs dags án þess að vera timbraður, þunnur eða hafa tæmt veskið sitt eða aukiið við skuldirnar á visakortinu.

Það er svo gott vera edrú úti í náttúrunni, borginni sinni, þorpinu sínu eða bænum sínum og teiga að sér þetta líf sem Guð hefur gefið  okkur.

Edrú öðlumst við betri yfirsýni yfir líf okkar, njótum betur gleði ástarinnar, eigum yndislegri stundir með börnunum okkar, stjórnum betur skapinu, tökum betur á vonbrigðum og vinnum betur úr sorg. Minnkum líkur á slysum og alls kyns rugli.

Ég hvet þig lesandi minn góður, hvort sem þú ert ráðherra, verkakona, prestur, þingmaður, læknir, smiður, afi eða amma, pabbi eða mamma, lögmaður, ritstjóri, ´bróðir eða systir, blaðamaður, ráuneytisstarfsmaður, öryrki, eða hvaða starfi eða stöðu þú gegnir til að lifa án áfengis næsta hálfa mánuðinn.

Ef þjóðin lifiði án áfegnis þá væri nú mun betra ástand í landinu. 

Áfengisneysla eykur ofbeldi, girnd og reiði. Áfengisneysla og önnur fíkniefnaneysla er alltaf varasöm.

Ég ætla að vera edrú í dag, hafa kollinn eins kláran og mögulega er unnt vegna krefjandi verkefna og vegna heimilis míns og starfs. 

Ég ætla að vera þakklátur fyrir lífið, taka eftir því og reyna að vera öðrum góður.

Já jafnvel þó  markviss okurvél hinna alkahólísku verðbóta vinni gegn heimili mínu.

Megi þessi dagur verða okkur öllum góður.

Stöndum (edrú) saman.

 Kalli Matt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband