Leita í fréttum mbl.is

Vængjamessa í Guðríðarkirkju í kvöld kl. 20.00. Misstir þú af messu um páskana?

Vængjamessur eru nýbreytni í Guðríðarkirkju. þær miða að því að styðja og styrkja fólk sem hefur eignast nýtt líf án áfegnis og fíkniefna og einnig miða þær að þvi að vera aðstandendum áfegnis- og fíkniefnaneytenda styrkur.  Þetta eru messur gleði og vonar

Fólk sem hefur lifað í návígi við Bakkus á mikla og erfiða reynslu að baki.

Ein leiðin til þess að losna úr frá kvíðanum og óttanum sem fylgir þessum djöfli er auðvitað leið trúarinnar, lofgjörðarinnar og bænarinnar.

Vængjamessurnar hafa það hlutverk að styrkja fólk í því að komast frá kvíða og ótta.

Í vængjamessunum tjá sig tvær manneskjur sem eru á leiðinni frá bakkusarbölinu. Önnur sem aðstandandi og hin sem alkóhólisti. Svo er auðvitað fallegur sálmasöngur og einsöngur Sylvíu Rúnar, fyrir nú utan góðar og fallegar bænir, uppbyggjandi Guðs orð ásamt, eilítilli hugvekju útfrá því.

Allir eru velkomnir og auðvitað er upplagt fyrir þá sem einhverra hluta vegna komust ekki í messu um páskana að mæta í Guðríðarkirkju kl. 20.00 í kvöld.

Stöndum saman

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband