Leita í fréttum mbl.is

Munum við raunverulega sjá eitthvað nýtt?

Ég hef fylgst með fréttum af skýrslunni í dag. Í rauninni fannst mér einhvern veginn eins og mest af þessu hafi komið fram fyrir utan nokkra brandara. 
Stærstu eigendur bankanna rændu þá - þó svo að það megi ekki segja það berum orðum.  Framkvæmd einkavæðingar láðs og lagar var einkavinavæðing, sem fór fram á ævintýralega spilltan hátt.
Já en nú ætlum  við að breyta öllu til hins betra í stjórnsýslunni og svo framvegis. .... En þegar ég vakna á morgun þá munu Jón Asgeir og LÍÚ segja mér fréttirnar, Óli Óla færa mér varninginn heim Björgólfur Thor selja mér íbúfen, Finnur Ingólfs lesa af rafmagnsmælinum ogskoða gamla Skódann minn, Lýður fá símagjöldin og Pálmi selja mér flugmiða og svo framvegis. Lífeyrissjóðir verða áfram undir valdi þeirra sem  ekkert eiga í þeim og svo auðvitað munu örfáir eiga fiskana í stóra fiskabúrinu umhverfis landið. Því miður. En við verðum að sýna þessu skilning.

Stöndum saman.

Kalli Matt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Vel að orði komist, Kalli minn.

Svavar Alfreð Jónsson, 13.4.2010 kl. 00:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já,tek undir með Svavari.      Held við eigum sameiginlega langömmu og afa Kristján og Lisbet. frá Végeirsstöðum. (Fyrirgef ef þetta er rangt).

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2010 kl. 02:19

3 identicon

Ég vaknaði í morgun og það var farið að gjósa undir Eyjafjallajökli og vatn hækkaði í Mararfljóti. Enn áttu örfáir fiskinn í sjónum og enn sátu því miður alþingismenn og -konur sem voru á vaktinni í hruninu. Nú bíða þau eftir niðurstöðu þingmannanefndar og svo væntanlega eftir landsdómi á meðan við hin bíðum eftir manndómi þeirra að fara í frí frá þingstörfum. Enn eiga sömu menn fjölmiðla og flestar verslanir í landinu. Við höfum val um að versla í hinum verslununum (Fjarðarkaup og Melabúðin, t.d.). Við þurfum ekki að kaupa Moggann, eða kíkja á vefinn þeirra. Ríkisútvarpið er með góðan fréttavef og bbc er með erlendu fréttirnar. Við megum ekki gefast upp og sætta okkur við gamla Ísland. Hvert og eitt okkar þarf að velta fyrir sér hvernig okkar rödd getur heyrst og okkar framkoma getur orðið til þess að nýja Ísland, sem við öll þráum, rísi úr gosgígnum og við fáum að njóta auðlindanna.

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Karl og þið hin. Flott hugvekja hjá þér Karl og eins skemmtilegt innlegg frá Rögnvaldi sem vekur mann aðeins. Ég mæli með Fjarðarkaupum sem er í eigu heiðarlegra manna og auk þess flott og velrekið fyrirtæki.

Já maður má bara þakka fyrir að eiga langömmu sína á þessum síðustu og verstu tímum bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.4.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband