Leita í fréttum mbl.is

Mjólkurkvótinn - samþjöppun og einokun.

Já hverjir mega framleiða mjólk og selja hana ínn á hinn öfluga "samkeppnismarkað" mjólkurvinnslunnar?

Svar þeir sem eiga kvóta. Ef þú átt jörð og villt fara að framleiða mjólk þá verður þú að kaupa mjólkurkvóta. Af þeim sem eiga hann fyrir ef þeim þóknast.

það er sorglegt að sjá hvernig hvert mjólkurbúið á fætur öðrum hefur verið lagt niður og uppétið af MS og kannski einhverjum öðrum. Allt á forsendum hagræðingarinnar.

Hagræðingin er lausnarorð margra en hún getur leitt til einokunar. Við sjáum þetta í fjölmiðlum, við sjáum þetta í útgerðinni, byggingariðnaði og svona má lengi telja.

Er draumur hagræðingarinnar  um einn ofurtogara eitt ofurfrystihús, eina ofurbelja og eitt ofurmjólkurbú og kannske einn ofurbanka og einn ofureiganda að verða að verkuleika?

Á ekki að legga fram frumvarp um samþjöppun og einokun fyrirtækja á Íslandi? 

Hlýtur það ekki að vera hluti af hinu nýja Íslandi?

Stöndum saman

Kalli Matt


mbl.is Öll viðskipti með mjólkurkvóta stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kvótinn er að drepa bændur hann varð hættuleg söluvara og fór verð á honum úr öllum böndum vegna góðs aðgengis að lánsfé sem seinna varð ránsfé sem enginn bóndi getur borgað.

Sigurður Haraldsson, 18.5.2010 kl. 01:59

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þar að auki eru það milliliðirnir sem græða mest á landbúnaðarframleiðslu. Það er skammarlegt hvað bændur fá lítið miðað við hvað borgar er fyrir vörurnar út í búð og það sem er niðurgreitt af ríkinu.

Sumarliði Einar Daðason, 18.5.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband