Leita í fréttum mbl.is

Tilhlökkun

Ég var að lesa féttir um hækkun matvara. Svona er nú það - vörurnar hækka og við þessir kjánar sem skuldum í íbúðunum okkar og höfum verið að sjá lánin hækka og hækka fáum nú einn gúmoreninn enn. -- Við höfðum nefnilega hlakkað til að upplifa lækkun á höfuðstólum lána okkar þar sem ríkisstjórnin (í aðdraganada kosninga) lækkar skatta og tolla á matvöru. En þá kom þetta. Og höfuðstólinn mun ekki lækka - verðbótaþátturinn vinnur áfram sitt verk.  Lánnin hækka bara og hækka og vextirnir hækka og hækka.

En launin eru þau að hækka eins mikið eða örorkubæturnar eða ellilífeyririnn? 

Þök heimila, þeirra sem skulda,  eru orðin flugvöllur "hinnar mjúku lendingar" sem talað er um vegna ofhitnunar í hagkerfinu.  

En annars við skulum samt eiga góðan dag -- því við getum hlakkað til kosninganna í vor.

 X - S   (SUCCESS)

Kalli Matt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Legg þú á djúpið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband